Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 12
12 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR SKIPTU UM SKOÐUN Komdu í skoðunarstöð Tékklands við Reykjavíkurveg eða í Holtagörðum og njóttu þess að láta skoða bílinn þinn. Það er ódýrara. Bjóða læg ra verð Tryggja fr amúrskara ndi þjónu stu Opna í Ho ltagörðum Opna við Reykjavík urveg Vera með SMS þjón ustu Sími 414 9900 www.tekkland.istekkland@tekkland.isHoltagörðumReykjavíkurvegi Samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins 22. júlí 2010 Á ÞEYSIREIÐ Kaþólski presturinn Zoltan Lendvai sést oft þeytast á hjólabretti fyrir utan kirkju í litlu þorpi í Ungverjalandi. Hann kennir líka ung- mennum í söfnuði sínum listina. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Hratt hefur dregið úr helgarumferð til og frá höfuð- borgarsvæðinu undanfarnar helg- ar. Umferðin hefur dregist stöðugt saman frá því um miðjan júlí, en jókst aðeins aftur um verslunar- mannahelgina. Umferðin var um átta prósentum minni aðra helgina í ágúst en hún var um verslunarmannahelgina. Helgina þar á eftir dróst hún svo saman um sjö prósent til viðbótar og fóru þá um 167 þúsund bílar um sex talningarstaði Vegagerðarinn- ar. Sömu helgi í fyrra var óvenju- lega mikil umferð og skýrir það að umferðin í ár var rúmum ellefu prósentum minni en þá. Vegagerðin mælir umferðina við Ingólfsfjall, á Hellisheiði og á Sandskeiði til austurs og á Kjalar- nesi, í Hvalfjarðargöngum og á Hafnarmelum til norðurs. Mest var umferðin í sumar helg- ina 16. til 18. júlí, þegar tæpir 200 þúsund bílar fóru til og frá höfuð- borgarsvæðinu. Vegagerðin býst við því að umferð dragist áfram saman það sem eftir er af ágúst. - þeb Helgarumferð í kringum höfuðborgina dregst saman í ágúst: Umferðin minnkar stöðugt HVALFJARÐARGÖNGIN Vegagerðin mælir fjölda bíla sem fara um Hvalfjarðargöng- in. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENGUN Mikil mengun frá frysti- húsi HB Granda hefur meng- að höfn og fjörur á Vopnafirði í sumar. Höfnin og ströndin í grennd við þéttbýlið hafa verið löðrandi í grút. HB Grandi hefur beðið bæjarbúa afsökunar með bréfi sem fyrirtækið lét bera í öll hús í plássinu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma frá- veitumálum okkar í fyrirmyndar- lag og hraða því ferli eins og hægt er,“ segir í bréfi HB Granda sem er birt á heimasíðu Vopnafjarðar- hrepps. „Við biðjum íbúa Vopna- fjarðar enn og aftur afsökunar á þessu.“ Mengunin er rakin til bilunar í búnaði og til þess að frárennsli frá frystihúsi Granda hafi verið meira en búist var við. „Það hefur aldrei verið unnið annað eins magn af síld og makríl í uppsjávarfrysti- húsinu og nú í sumar,“ segir í bréfi HB Granda. „Nú er t.d. búið að frysta rúm 7.500 tonn af afurðum á móti 1.200 tonnum í fyrra. Við þessa vinnslu er að falla til gíf- urlegt magn af fitu og hafa tæki okkar og úrræði greinilega ekki verið nægilega viðbúin því.“ Hreinsun á fjörunni er hafin og einnig hefur HB Grandi falið verkfræðistofu að gera tafarlausa úttekt á fráveitumálum. -pg HB Grandi biðst afsök- unar á grút Grútarmengun í höfn og fjörum veldur óþægindum og ama á Vopnafirði. Mengunin er rakin til bilunar í búnaði og frárennsli frá frystihúsi HB Granda. STÓRVERKSMIÐJA Mjöltankar Granda í Reykjavík voru fluttir austur á Vopnafjörð þegar fullkomið uppsjávarfrystihús fyrirtækisins var tekið þar í notkun. Nú hefur starfsemin mengað fjörur og höfn Vopnfirðinga af grút. REYKJAVÍK Borgartré 2010 hefur verið valið. Jón Gnarr borgar- stjóri kynnti tréð á menningar- nótt og er það silfurreynir sem er í Víkurgarði á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Georg Schierbeck landlæknir gróðursetti tréð árið 1884 og er það eina tré garðsins sem eftir er frá tíð Shierbecks og jafnframt elsta tré borgarinnar. Tilgangur verkefnisins Borgar- tré er að vekja athygli á merkileg- um trjám sem nauðsynlegt þykir að varðveita og hlúa að. - mmf Borgartré 2010 kynnt: Silfurreynirinn í Víkurgarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.