Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. ágúst 2010 17 Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunn- ar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stund- um sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúar- efnum. Vissulega kemur fyrir að maður fái á tilfinninguna við jarð- arfarir að líkið sé hálfgerð boð- flenna í prívatsamsæti prestsins og Guðs og margir þekkja þá til- finningu að fá engan botn í stól- ræðuna en vita að hún á eftir að dragast áfram í hálftíma enn; við þekkjum ótal sögur af breyskum prestum, einkum frá fyrri tíð, hvort heldur delerandi í mess- um í ölæði eða sankandi að sér óhæfilegum auði. Fólk veit alveg að prestar eru menn og aðeins Guð er fullkominn. Og fólk umber sína breysku presta ef þeir þykja standa sig vel í öðrum greinum starfsins. Fólk ber virðingu fyrir starfinu – svona fyrirfram. Prest- urinn hefur svo að segja bréf upp á að vera góðmenni. Og hann hefur vald á Orðinu. Andköf vikunnar? Dómharka og refsigleði er áber- andi um þessar mundir í opinberri umræðu, og menn í valdastöðum þurfa að gæta orða sinna eins og lögreglumaður mátti reyna á dög- unum þegar hann fór yfir strikið í ummælum um fórnarlömb kyn- ferðisbrota: hann hefði ef til vill komist upp með svona tal fyrir fimm eða tíu árum, en ekki leng- ur. Og nú er það kirkjan. Í fljótu bragði kann hneyksl- unaraldan vegna kirkjunnar að verka svolítið einkennilega á mann og ýmsir gætu freistast til að ranghvolfa augunum af þreytu á þessari sífelldu vandlæt- ingu. Stundum finnst manni and- legt ástand í samfélaginu eins og Henging vikunnar – Andköf dags- ins – Skotmark ágústmánaðar. En málið er ekki alveg svo ein- falt að maður geti afgreitt það með þessum hætti. Hneykslis- efnin eru raunveruleg. Eitt er vitaskuld sú hugmynd síra Geirs Waage að hér sé enn katólsk- ur siður og fólk stundi skriftir – maður þarf eiginlega að skreppa í Reykholt til að vita hvort hann flytur messur sínar á latínu. Það segir sig vitaskuld sjálft að fólk verður að geta treyst sálusorg- ara sínum fyrir syndum sínum en hitt segir sig eiginlega líka sjálft að prestum ber að fara að landslögum og sumir glæpir eru svo óheyrilegir að þagnarskyld- an víkur fyrir því heiti prestsins að standa ávallt með þeim sem minna mega sín: sá sem vinnur börnum miska hefur fyrirgert rétti sínum til trúnaðar. Fram í ljósið Á sínum tíma hrökklaðist Ólafur Skúlason úr embætti vegna ásak- ana um að hafa misnotað vald preststarfsins og leitað á konur sem höfðu komið á hans fund í leit að þeirri sálgæslu sem fólk held- ur fyrirfram að það megi vænta hjá presti. Þótt Ólafur hafi verið knúinn til að segja af sér þá voru viðbrögð kirkjunnar engu að síður fálmkennd og virtust ein- kennast af hálfvelgju og löng- un til að þegja um „svona hluti“. Það áttu eftir að líða mörg ár uns kirkjan bað þær konur afsökun- ar sem fyrir þessu urðu, en þegar það gerðist var það í rauninni of seint og of veikt því að enn skelfi- legri ásakanir á hendur biskupn- um fyrrverandi voru þá þegar að koma fram án þess að kirkj- an hefði einurð til að takast á við þær. Kirkjuráð virðist ekki hafa treyst sér til að taka á móti Guð- rúnu Ebbu Ólafsdóttur fyrr en það var knúið til þess af fjölmiðlum. Og Karli Sigurbjörnssyni hefur ekki tekist að bregðast þannig við þessum upplýsingum að fólk sætti sig almennt við það. Þegar Karl vísar til hins æðsta dómstigs í málum fyrirrennara síns í embætti þá er það svar til þess fallið að drepa málinu á dreif því að hér er um að ræða raunverulegt samfélagsmein, hér þessa heims, sem hefur verið þaggað niður en þarf að tala um – samfélagsmein sem hefur graf- ið um sig innan kirkjunnar. Og þegar Karl segir að hver maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð og viðkomandi sé nú látinn þá talar hann eins og verjandi í sakamáli en ekki eins og biskup þjóðarinn- ar. Með slíku tali dregur hann kjarkinn úr fórnarlömbum kyn- ferðisofbeldis að fylgja fordæmi hinnar hugrökku konu, Guðrún- ar Ebbu, að draga fram í ljós- ið gömul myrkraverk, en það er eina leiðin til að takast á við slíka glæpi: að sjá til þess að skíni á þá ljós heimsins. Stundum finnst manni andlegt ástand í samfélaginu eins og Henging vik- unnar – Andköf dagsins – Skotmark ágústmánaðar. En málið er ekki alveg svo einfalt. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglulegan sparnað 13,9% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* Lágmarkskaup 10.000 kr. en 5.000 kr. í reglulegum sparnaði Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 49 43 3 04 /1 0 *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 31.05.2005-31.05.2010. Kirkjugrið og níðingar Framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik Jón Arngrímsson, gerði þann 13. ágúst athugasemd við ritstjórn- argrein Fréttablaðsins frá því 11. ágúst. Þess efnis að samnings- staða okkar væri örugglega verri, en ekki betri, þegar kemur að því að semja við ESB um hlutdeild í makrílkvótanum ef við værum nú þegar aðilar að ESB. Þetta kann að vera rétt hjá honum. En hafa ber í huga þegar rætt er um skiptingu á milli ríkja á hinum svokölluðu deilistofnum, að makríll er eina tegundin sem ekki er þegar búið að semja um. Það helgast að sjálf- sögðu af því hversu stutt er síðan makríllinn fór að venja komur sínar hingað. Þegar er búið að semja um loðnuna, norsk-íslensku síldina og kolmunna. Þær erlendu útgerðir sem nýtt hafa sér makrílinn í áratugi og skipta kvótanum á milli sín eru eðlilega óánægðar með að við Íslendingar séum farnir að veiða ótæpilega úr „þeirra“ fiskstofni. Því beita þær sjávarútvegsráð- herrum sínum gegn sjálftökuveið- um okkar Íslendinga. Þeir bera óánægju sína upp við fiskveiði- nefnd ESB sem eðlilega bregst við – enda í vinnu fyrir þá en ekki okkur. En réttur okkar Íslendinga sem strandríkis til veiða úr þeim fiskistofnum sem finnast innan lögsögunnar er engu að síður ótví- ræður og því er komin upp staða sem verður að leysa. Sé það skoð- un LÍÚ að vænlegra sé að gera það utan ESB aðildar en innan er kannski vissara að gera það fyrr en seinna. Sagt er að erfiðlega hafi gengið að fá fiskveiðinefnd ESB Comm- on Fisheries Policy að samninga- borðinu og er það skiljanlegt. Þeir gætu t.d. verið að velta því fyrir sér; að ef makríllinn færði sig aftur út úr íslensku landhelginni eftir tiltölulega stutta dvöl hér; er klárlega verra fyrir erlendu útgerðirnar að búið sé að semja við okkur um ákveðna hlutdeild í heildarkvótanum. Við getum einn- ig snúið þessu dæmi upp á loðn- una – okkar og Norðmanna. Ef hin venjubundna ganga loðnunn- ar breyttist og hún færi t.d. að veiðast við Skotland, yrðu okkar fyrstu viðbrögð örugglega ekki þau að að semja við þá um hlut- deild. Við myndum m.ö.o. bíða og vona í lengstu lög að þetta nýja göngumynstur gengi sem fyrst til baka. Þegar menn falla í þá gryfju að ófrægja ESB vegna þess að stjórna þarf veiðum úr sameig- inlegum fiskstofnum nokkurra sambandsríkja má benda á að þó ESB yrði lagt niður þyrfti engu að síður að taka sameiginlegar ákvarðanir með svipuðum hætti – byggðar á rannsóknargögnum sömu vísindamanna. Ein er sú regla fiskveiðistjórnar ESB sem mikið hefur verið fjall- að um að undanförnu og er kölluð hlutfallslegur stöðugleiki. Í regl- unni felst að ekki er hægt að taka fiskveiðiheimildir af einni þjóð og færa annarri. Það þýðir m.ö.o. að eftir inngöngu okkar í Evrópu- sambandið verður ekki hægt að taka eitthvað af okkar veiðiheim- ildum og færa t.d. Spánverjum eins og svo margir virðast óttast. En sjálfhverfa okkar Íslendinga er vitaskuld alger eins og fram kom hjá framkvæmdastjóra LÍÚ er hann segir; að semji ESB við okkur um hlutdeild í makrílkvót- anum, þá verði það ekki öðruvísi gert en að minnka hlutdeild ríkja eins og Breta, Dana, Íra og Hol- lendinga. Um leið og þetta er vita- skuld hárrétt hjá honum er mjög athyglis-vert að velta þessum ummælum fyrir sér. Því ekki má einu sinni nefna það hér að auka lítillega við hlutdeild strandveiði- báta, línuívilnun eða byggðakvóta, þá bendir LÍÚ umsvifalaust á að verið sé að taka það af þeim – og það sætti þeir sig ekki við. En það er talið mjög eðlilegt og sanngjarnt að taka makrílkvóta af erlendum útgerðum og færa okkar. Einhverjir kynnu að kalla þetta tvískinnung. Viljum við kannski að regla ESB um hlutfallslegan stöðug- leika verði lögð niður? Makríllinn og tví- skinnungurinn Sjávarútvegur Atli Hermannsson fyrrverandi veiðarfærasölumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.