Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 20
20 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR Ýmsir krefjast afsagnar við-skiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á geng- istryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og spari- fé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrir- tækja að verðtrygging yrði tak- mörkuð við þessar tilteknu vísi- tölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætis- ráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrum- varp ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímsson- ar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabanka- stjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármála- fyrirtæki og mótmæltu takmörk- un verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitöl- um tengdum erlendum gjaldmiðl- um. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt“ samkvæmt þekktum hag- fræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir- tækjum sem lutu eftirliti Seðla- banka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eign- ir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sann- indi í fjármálafræðum. En sér- fræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Marg- ir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlend- um vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjald- þrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjár- málafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sér- staklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskip- aðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármála- stofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björg- unarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loft- ið. Fyrir fjórtán árum kom bréf inn um lúguna hjá mér. Bréfið var sent til allra starfandi presta þjóð- kirkjunna og lýsti upplifun konu sem ásakaði þáverandi biskup um kynferðisbrot . Ég sat lengi með þetta bréf í kjöltunni. Svo lagði ég það inn í myrkasta og dýpsta hornið á skápnum á skrifstofunni og vonaði að það hyrfi. Stundum fannst mér eins og skápurinn log- aði og það komu frá honum þung taktviss högg. Ég flutti prédik- un í kirkjunni þar sem ég hvatti til þess að biskupinn tæki sér frí meðan málið væri rannsak- að. Ekki gekk það eftir og stuttu seinna heyrðust fregnir af því að allir prófastarnir hefðu lýst yfir stuðningi við hann. Enn lét bréf- ið ófriðlega í skápnum. Haldinn var fjölmennur fundur presta um málið og þrýstingur á bisk- up jókst. Nokkur okkar undir- bjuggu tillögu á Prestastefnu þar sem farið var fram á að biskup- inn færi í leyfi. Á Prestastefnunni lýsti yfirmaður kirkjunnar því yfir að hann myndi láta af emb- ætti ári síðar fyrir aldurs sakir og mér var mikið létt. Nú væri þessi saga gleymd og grafin, nú þyrfti enga tillögu, hægt væri að hugsa til framtíðar og bréfið léti mig í friði að eilífu. Ég biðst afsökunar á ráðleysi mínu í þessu máli sem rann inn um lúguna hjá mér og mörgum öðrum á því herrans ári 1996. Ég hef tekið þátt í að þegja þunnu hljóði. Ég heyrði ásakanir á hend- ur vígsluföður mínum og yfir- manni kirkju minnar og aðhafðist lítið. Ég hringdi aldrei í konuna sem sendi mér bréfið, ekki gagn- rýndi ég heldur prófastana opin- berlega. Mér var nóg að sá sem styrinn stóð um viki til hliðar. Ég hygg að ég eigi þennan feril sam- eiginlegan með mörgum. Kyn- ferðisbrot er brot eins aðila gegn öðrum, en með í myndinni eru gjarnan óvirkir meðspilarar líka, sem láta kyrrt liggja, horfa í hina áttina og loka fjölskyldu- og stofn- anasögur inni í skápnum. Og nú logar skápurinn á ný. Dóttir hins látna biskups gekk á fund kirkju- ráðs í liðinni viku og greindi þeim frá því að faðir sinn hefði misnot- að sig kynferðislega í æsku. Saga konunnar sem kom fram 1996 fær nú byr undir báða vængi. Núver- andi biskup er legið á hálsi að hafa tekið þátt í að þagga niður málið frá 1996, ekki aðeins sem óvirki meðspilandinn sem ekkert heyrði og ekkert sá, heldur í sálgæsluvið- tali með konunni. Þar með liggur höfuð kirkjunnar undir alvarlegu ámæli. Biskup er höfuð kirkjunnar og í persónu hans kemur saman hið persónulega og hið opinbera. Biskupinn er tákn um einingu kirkjunnar og talsmaður hennar. Biskup er tilsjónarmaður prest- anna. Undanfarna daga hefur allt sálgæslu- og æskulýðsstarf kirkjunnar verið sett í uppnám. Á þeim vettvangi er mikið og gott starf unnið. Prestar eru virkir í barnaverndarstarfi um land allt og vinna samfélaginu mikið gagn með sálgæslu sinni. Þjóðkirkj- an stendur fyrir öflugu barna- og æskulýðsstarfi. Hún hefur sett sér starfsreglur um með- ferð kynferðisbrota og siðareglur handa þeim sem starfa með börn- um og unglingum. Hún hefur sett á laggirnar fagráð sem skipað er presti sem hefur sérmenntun í sál- gæslu, lögfræðingi og hjúkrunar- fræðingi. Regluverk, stofnanir og nefndir eru dýrmætur rammi um mikilvæg réttlætismál, en ramm- inn glatar trúverðugleika sínum ef minnsti grunur leikur á að kirkj- an tali tungum tveim í kynferð- isbrotamálum. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða ný mál eða gömul. Kynferðisafbrotamál geta fyrnst að lögum, en sálgæsla og úrvinnsla rennur aldrei út. Þjóð- kirkjan stendur í nánum tengslum við þjóðríkið og embættis-menn hennar eiga að sjálfsögðu að fara að lögum um tilkynningaskyldu eins og aðrir þegnar samfélagsins. Þeir eru einnig undir sérstakri til- kynningaskyldu samkvæmt barna- verndarlögum, ásamt öðrum sem hafa sérstakan aðgang að börnum og ungmennum, læknum, hjúkrun- arfræðingum, kennurum og fleiri fagstéttum. Hvernig ætlar Þjóðkirkjan að ganga frá þessu máli núna? Hún getur að mínu viti ekki leyst úr því máli sjálf sem hér er komið upp og trúverðugleiki hennar er í veði. Óhægt er fyrir núverandi biskup Íslands að tjá sig með sannfær- andi hætti um meint afbrot fyrr- verandi biskups vegna ásakana á hendur honum sjálfum um að hann hafi með virkum hætti tekið þátt í að þagga málið niður árið 1996. Yfirstjórn kirkjunnar á að mínum dómi að fara þess á leit við mann- réttindamálaráðuneyti, félags- málaráðuneyti og Siðfræðistofn- un Háskólans að nú þegar verði sett saman óháð sannleiksnefnd til að rannsaka ásakanir um þögg- un íslensku þjóðkirkjunnar vegna meints kynferðisofbeldis þess manns sem áður gegndi æðsta embætti kirkjunnar. Íslenska þjóðkirkjan má ekki stjórnast af máttleysi eða yfirdrepsskap í við- brögðum sínum næstu daga og vikur. Þetta mál þarf að rannsaka og axla á því ábyrgð og það fyrir dómsdag. Það er kominn tími til að brotnar kirkjusögur komi út úr skápnum. Yfirstjórn kirkjunnar á að mínum dómi að fara þess á leit við mannrétt- indamálaráðuneyti, félagsmálaráðu- neyti og Siðfræðistofnun Háskólans að nú þegar verði sett saman óháð sannleiksnefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun íslensku þjóðkirkjunn- ar vegna meints kynferðisofbeldis þess manns sem áður gegndi æðsta embætti kirkjunnar. Stjórnmál Sveinn Valfells eðlisfræðingur og hagfræðingur Brennuvargar gagnrýna FYRIR ÞÁ SEM VILJA MIKLU MEIRA Á MILLI Þú færð ferska og gómsæta samloku frá Sóma á hverjum degi í næstu verslun. FERSKAR Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI! Í Sómahyrnunum er talsvert meira af áleggi og fersku grænmeti en þú átt að venjast og að sjálfsögðu er brauðið beint úr ofninum. Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra. Þjóðkirkjan Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli og doktor í guðfræði Brotnar kirkjusögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.