Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FUGLAHÚS í líki gamaldags hjólhýsis frá sjötta áratugnum má finna á netversluninni www.etsy. com. Greinilega ætlað fuglum með auga fyrir hinu fagra í tilverunni. „Ég keypti mér íbúð fyrir fjór- um árum og átti ósköp lítið innbú – eiginlega ekki neitt – en ættingj- ar mínir gáfu mér eitt og annað. Ég fékk borðstofuborð sem lang- afi minn smíðaði og mundi örugg- lega kosta tugi þúsunda í dag og tvo gamla stóla sem langamma mín hafði átt. Frænka mín gaf mér sætt borð og pínulítinn sófa. Það eina sem ég keypti mér var rúmið mitt. Hitt tutlaðist inn úr ýmsum áttum.“ Þannig lýsir Jóhanna Sveinsdótt- ir fjölmiðlakona fyrstu búskapar- árunum. Hana vantaði bara hillur. „Ég átti engar hillur í þrjú ár nema eina í eldhúsinu og geymdi allt í pappakössum sem ég flutti með að heiman. Var reyndar búin að búa mér til hilluborð úr pappa- kössunum. Staflaði þeim út í horn, breiddi yfir þá dúk og tók eitthvað upp úr efsta kassanum og raðaði á dúkinn svo þetta liti út fyrir að vera húsgagn. Svo þegar kom að því að ég varð þrítug gáfu foreldr- ar mínir mér hillur í afmælisgjöf. Þá loksins gat ég tekið upp úr köss- unum. Mér lá svo á að tæma þá að ég fleygði dótinu einhvern veginn upp og hugsaði: Æ, ég laga þetta einhvern tímann seinna en síðan er liðið ár.“ Þó að Jóhönnu finnist hillurnar vera nauðsynlegar á heimilinu þá varð af þeim smá fórnarkostnað- ur. „Fyrir þessar hillur fór fyrsti nagli í vegg í íbúðinni minni. Ég held ég hafi alltaf staðið í þeirri trú, þótt ég væri búin að kaupa íbúð og skuldbinda mig til að borga af henni í þrjátíu ár, að ég væri á leiðinni eitthvert. En það er bara orðið svo heimilislegt núna að ég fer ekki fet.“ gun@frettabladid.is Átti eiginlega ekki neitt Jóhanna Sveinsdóttir fjölmiðlakona telur hillur nauðsynlegar á hverju heimili. Að því hefur hún komist eftir að hafa haft ýmsar eigur sínar í kössum í þrjú ár. Hillurnar kostuðu þó fyrsta nagla í vegg. „Mér lá svo á að tæma kassana að ég fleygði dótinu einhvern veginn upp og hugsaði: Æ, ég laga þetta einhvern tímann seinna en síðan er liðið ár,“ segir Jóhanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is Tilboð á Weber Summit S650 Takmarkað magn- M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.