Fréttablaðið - 24.08.2010, Side 2

Fréttablaðið - 24.08.2010, Side 2
2 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Björn, af hverju er svona langt á milli hlaupára hjá ykkur?“ „Þetta er sjaldgæft, það er rétt. Ég veit eiginlega ekki hvað hljóp í mig.“ Björn Margeirsson sigraði í Reykjavík- urmaraþoninu um helgina. Síðast vann Íslendingur árið 1984. SPURNING DAGSINS Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við LÖGREGLUMÁL Lögregla beinir nú sjónum sínum meðal annars til Litháens í rannsókninni á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni, sem var myrtur á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði fyrir rúmri viku. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er meðal annars litið til máls sem upp kom í byrjun ágúst þegar íslenskur karlmaður var handtekinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, vegna eins kílós af fíkni- efnum, kókaíni og hassi, sem fund- ust við húsleit. Yfirvöld í Litháen tilkynntu alþjóðadeild ríkislögreglustjóra um handtökuna 12. ágúst síðast- liðinn. Af því tilefni var haft eftir Smára Sigurðssyni, yfirmanni alþjóðadeildar, að maðurinn hefði áður komið við sögu lögreglunnar á Íslandi. Þessi umræddi maður vann á KFC-kjúklingastað sem Hannes Þór og fjölskylda hans hafa rekið í Vilníus samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins og munu þeir Hannes hafa þekkst. Maðurinn mun þó hafa verið hættur störf- um þar nokkru áður en hann var tekinn með fíkniefnin. Nýliðna helgi notaði lögregla til að fara yfir gögn sem aflað hefur verið, bæði með tæknirannsókn- um á vettvangi og annars staðar frá. „Það eru skýrslutökur í gangi og verða næstu daga,“ segir Frið- rik Smári Björgvinsson yfirlög- regluþjónn. „Við færumst alltaf nær með hverri mínútunni sem líður. Við erum stöðugt að vinna okkur áfram í þessu og því meiri upplýsingar sem við fáum þeim mun nær hljótum við að færast markmiðinu. Rannsóknin beinist í ýmsar áttir en ég tjái mig ekki frekar um það.“ Friðrik Smári segir talsvert hafa borist af upplýsingum og ábendingum frá almenningi, sem verið sé að vinna úr samhliða fleiri þáttum málsins. Hann segir á fjórða tug manna hafa mætt hjá lögreglu. Enginn sé í haldi grunað- ur um verknaðinn, enn sem komið er. jss@frettabladid.is LÖGREGLAN VIÐ VETTVANG GLÆPSINS Enginn er í haldi vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni. Lögreglan segir rannsóknina beinast í ýmsar áttir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Vann hjá KFC og var tekinn með fíkniefni Umfangsmikil rannsókn lögreglu á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni beinist meðal annars að máli sem kom upp í Litháen fyrr í mánuðinum. Þá var Íslend- ingur tekinn með kíló af fíkniefnum. Hann hafði unnið á KFC-kjúklingastað. HOLLAND, AP Óveður í Amsterdam í gær varð sögufrægu kastaníutré að falli. Tréð var 150 ára gamalt, illa farið og tekið að fúna. Það er frægt fyrir að unglingsstúlkan Anna Frank skrifaði um það í dagbækur sínar á stríðsár- unum meðan hún var í felum fyrir þýskum nasistum ásamt fjölskyldu sinni. Tréð féll yfir nokkra garða, skemmdi múr- steinsvegg og nokkra kofa, en enginn slasað- ist og engin hús skemmdust, að sögn konu sem hefur umsjón með safninu, sem er í húsi Önnu Frank, þar sem nú er til húsa safn um sögu hennar. Fyrir þremur árum sögðu borgaryfirvöld tréð vera orðið hættulegt og því skyldi fella það. Alþjóðleg herferð hófst þá til verndar trénu og samkvæmt dómsúrskurði var ákveð- ið að tréð fengi að standa. Fyrir tveimur árum var sett stálgrind utan um tréð til að forða því frá falli, en sú grind brotnaði í hvassviðrinu í gær með fyrrgreind- um afleiðingum. - gb Gamalt kastaníutré fyrir utan hús Önnu Frank í Amsterdam féll í hvassviðri: Tréð féll yfir nokkra garða SÖGUFRÆGT TRÉ BROTNAÐI Kastaníutréð stóð fyrir utan glugga sem Anna Frank horfði út um áður en hún var flutt í útrýmingarbúðir. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evr- ópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varð- staða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylking- ar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóar- háskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnun- ar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu“ fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skyn- semi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungu- málið, orðræða stjórnmálanna. Nei- liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svar- ar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðild- ar,“ segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlending- um og barið í gegn sjálfstæði þjóð- arinnar. Slík rök passi vel við opin- bera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinn- ar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmála- menn,“ sagði hann. - kóþ Prófessor segir Norðmenn hafa hafnað aðild að ESB því hún hafi verið útmáluð gagnstæð norskum gildum: Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra NEUMANN Í HÁSKÓLANUM Prófessorinn rifjaði upp kafla úr sögu átaka um ESB- aðild í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÍNA,AP Fjórir eru látnir og um 250 þúsund manns eru á flótta frá hafnarborginni Dandong í norðanverðu Kína vegna mikilla flóða undanfarna daga. Látlaus- ar rigningar á svæðinu hafa gert það að verkum að áin Yalu, sem er á landamærum Norður-Kóreu og Kína, hefur flætt yfir bakka sína og er svo komið að stór hluti sam- göngumannvirkja er undir vatni. Fólkið hefur mest allt flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu en þar hefur rigningin líka tekið sinn toll. Flóðin í landinu eru þau verstu í áratug. - ve Flóð í Norður-Kóreu og Kína: Hundruð þús- unda á flótta MANNÚÐARMÁL Áheit sem safnað var í tengslum við Reykjavíkur- maraþonið sem fram fór um helg- ina nálgast samtals 30 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum sem fram koma á vef Reykjavík- urmaraþonsins. Það voru 98 góð- gerðafélög sem tóku þátt í áheita- söfnun. Ekki er gefið upp að svo stöddu hverjir söfnuðu hæstu áheitun- um. Enn gæti bæst í því að söfnun áheita lauk ekki fyrr en á mið- nætti. Reykjavíkurmaraþon: 30 milljónir söfnuðust í maraþoninu FERÐAÞJÓNUSTA Níu íslensk fyrir- tæki er starfa í ferðatengdri þjón- ustu við fuglaskoðara tóku þátt í sýningunni Birdfair sem fram fór í Rutland á Englandi um helgina. Birdfair er stærsta fuglaskoðun- arsýning Evrópu. „Sýningin er fjölsótt og afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í henni,“ segir Björn H. Reynisson hjá Íslandsstofu sem hafði veg og vanda af undirbúningi í samvinnu við Samtök um fugla- tengda ferðaþjónustu. Íslandsstofa hefur unnið að upp- byggingu á ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara síðustu misserin. Á sýningunni er að finna allt það nýjasta sem tengist fuglaskoðun og fuglarannsóknum. - shá Átak í ferðaþjónustu: Vilja fá fleiri til að skoða fugla FRÁ VIÐEY Mikil verðmæti liggja í fuglalífinu hér á landi. Sótt er á markaði erlendra fuglaskoðara. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR UMHVERFI Mikinn reyk lagði frá járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga í gærkvöld. Að sögn starfsmanns þurfti að losa reyk úr ofni þrjú. Ástæð- an var sú að sía hafi ofhitnað og bráðnað út í vélbúnað. Ekki er óalgengt að losa þurfi reyk úr ofnum verksmiðjunn- ar, en reykmagnið var að þessu sinni töluvert meira en venju- lega. Tilkynna þarf um reyklos- un ef hún stendur í meira en tvo tíma, og var það gert í gær. Viðgerð á búnaðinum hófst þegar, en ekki þótti öruggt að henni yrði lokið fyrr en í dag. - gb Reyklosun á Grundartanga: Mikill reykur yfir Hvalfirði Taka 100 milljóna lán Ísafjarðarbær hyggst taka 100 millj- óna króna lán hjá Lánasjóði sveitar- félaga til að fjármagna framkvæmda- áætlun bæjarins á þessu ári. ÍSAFJÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.