Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 6
6 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.07.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Sóttir þú atburði á menning- arnótt? Já 27,5% Nei 72,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að segja sig nú úr þjóð- kirkjunni? Segðu skoðun þína á vísir.is ÞJÓÐKIRKJAN Úrsögnum úr þjóðkirkjunni hefur fjölg- að undanfarna daga í kjölfar umræðu um kirkjuna og kynferð- isbrotamál. „Við verðum vör við stíganda hjá fyrirspurnum fólks um það hvernig það eigi að bera sig að því að segja sig úr þjóð- kirkjunni,“ segir Haukur Ingi- bergsson, forstjóri Þjóðskrár. „Tilfinningin er sú að úrsögnum fari fjölgandi þessa dagana. Þetta er það sem við verðum vör við.“ Tölur frá Þjóðskrá munu liggja fyrir í upphafi næsta mánaðar. Viðmælandi Fréttablaðsins á Hagstofu Íslands lýsti þeim straumi fólks sem hefur hug á að skrá sig úr Þjóðkirkjunni sem „skrúðgöngu“, fjöldinn væri slíkur. Var fólkinu þó jafnskjótt beint til Þjóðskrár til að ljúka verkinu, en Hagstofan sér ekki lengur um skráningar í og úr þjóðkirkjunni. - sv Aukinn áhugi fólks á að skrá sig úr þjóðkirkjunni eftir atburði síðustu daga: Fjöldinn eins og skrúðganga Íslenska þjóðkirkjan: Fjöldi milli ára Mánuður og ár Fjöldi skráðra Mismunur frá síðasta ári Júlí 2005 250.759 1.733 + Júlí 2006 251.909 1.150 + Júlí 2007 252.411 502 + Júlí 2008 252.708 297 + Júlí 2009 252.069 639 - Júlí 2010 251.487 582 - ÞJÓÐKIRKJAN Karl Sigurbjörns- son biskup segir kirkjuna hafa brugðist í málefnum kvennanna þriggja sem leituðu hjálpar vegna kynferðislegrar áreitni af hendi Ólafs Skúlasonar biskups. Hann vísar því á bug að hafa reynt að þvinga konurnar til að falla frá ásökununum. Biskup segir málið snúið og auðvelt sé að vera vitur eftir á. Hann segir þjóðkirkjuna hafa brugðist og greinilegt sé að ekki hafi verið komið konunum til hjálpar. Biskup segist hafa gert sitt besta á sínum tíma til að hafa milli- göngu milli kvennanna og bisk- ups. Aðspurður hvers vegna málin hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu segir hann að frekar ætti að beina spurningunni til kvennanna. Hann segir ásakanirnar á hendur Ólafi hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara lítill sóknarprestur,“ segir hann. „Auðvitað vill maður ekki trúa svona. Það eru fyrstu viðbrögð allra manna að hrökkva í vörn. Vafalaust hefur kirkjan gert það í þessu máli.“ Biskup segir greinilegt að fjöldi fólks upplifi að kirkjan sé að bregðast hlutverki sínu gagn- vart almenningi. Varðandi skriðu úrsagna úr þjóðkirkjunni á síðustu dögum segir hann það vissulega segja sína sögu og sé vísbending um alvarlega stöðu kirkjunnar. Varðandi ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, um að þagnarskylda presta gangi fram- ar tilkynningaskyldu þeirra sam- kvæmt barnaverndarlögum, segir Karl mikilvægt að ítreka það að í hans huga sé það alveg á kristal - tæru að prestar lúti lögum lands- ins og beri sérstakar skyldur til þess. Barnaverndarlögin séu æðri en lög og siðareglur einstakra embættisstétta. Geir þurfi að gera grein fyrir máli sínu og ummæli hans hafi verið afar óheppileg fyrir kirkjuna. Biskup sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á sunnudag þar sem hann meðal annars sagði Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur hafa kært Ólaf Skúlason til saksóknara á sínum tíma sem ekki hefði talið efni til að birta ákæru í málinu. Raunin er sú að Ólafur kærði kon- urnar þrjár til saksóknara, sem aftur mæltist til þess við hann að fella málið niður. Karl birti leið- réttingu daginn eftir og baðst afsökunar á rangfærslunum. „Þetta voru pennaglöp og fljót- færni. Vissulega stór mistök sem ég gerði og ég harma þau,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup. sunna@frettabladid.is Þjóðkirkjan hrökk í vörn Biskup Íslands segir kirkjuna hafa brugðist í málum kvennanna þriggja sem sökuðu Ólaf Skúlason biskup um áreitni. Hann vísar því á bug að hafa reynt að þvinga konurnar til að draga ásakanir sínar til baka. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Suð- urlands þess efnis að rúmlega tvítugur karlmaður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Hæsta- rétti í máli hans, þó ekki lengur en til 13. október. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í héraðsdómi í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal líkamsárás þar sem hann barði annan mann ítrekað í höf- uðið með skiptilykli og stórslas- aði hann. Með þessum brotum rauf hann skilorð annars dóms, þar sem hann hafði verið dæmd- ur fyrir samtals sjö brot. - jss Gæsluvarðhald framlengt: Barði í höfuð með skiptilykli SVEITARSTJÓRNIR Reyna á að fækka vargfugli við umhleðslustöð Sorpstöðvar Suðurlands í Árborg. Fuglagerið sem sækir í sorpið í stöðinni truflar meðal annars umferð um flugvöllinn á Selfossi. Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum ósk lögregl- unnar á Selfossi um undanþágu á meðferð skotvopna til að fækka vargfuglinum á gámasvæðinu. Jafnframt ítrekaði bæjarráðið áhyggjur af málinu og fól fram- kvæmda- og veitusviði bæjar- ins að taka heildstætt á viðveru vargfugls í sveitarfélaginu. - gar Fuglager við sorpstöð: Heimila byssur gegn vargfugli ÓVELKOMNIR Flokkar af sorpþyrstum mávum eru illa séðir í Árborg. Ein þeirra kvenna sem sökuðu Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni árið 1996 segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjan hafi vitað af gjörðum Ólafs áður en hann komst í embætti. „Ert þú flugfreyjan?“ voru viðbrögð þess sem svaraði á biskupsstofu þegar konan hringdi inn til að tilkynna kynferðisbrot Ólafs gegn henni, en þá var hann á leið í embætti biskups. Hún segir presta innan kirkjunnar hafa þrýst á konurnar allar að draga frásögn sína til baka, þar á meðal séra Karl Sigurbjörsson og séra Hjálmar Jónsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein kvennanna, sagði jafnframt í fjölmiðlum í gær að Karl og Hjálmar hefðu reynt að fá hana til að draga ásakanir sínar til baka. „Mér finnst sorglegast að prestar og biskup geti ekki viðurkennt að þeir hafi vitað hvaða mann Ólafur hafði að geyma. Þegar þeir fá þessa sögu í hend- urnar þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Við vorum þvingaðar af prestum að draga ásakanir okkar til baka og það átti að stimpla okkur sem geðveikar konur.“ segir konan. „Kirkjan brást okkur.“ Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þvingaðar til að draga málið til baka Hafa fengið tilkynningar frá prestum Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir tilkynningaskyldu þeirra stétta sem gegna trúnaðarhlutverki ótvíræða. Hún seg- ist ekki trúa því að það sé dæmigert fyrir presta að vilja ekki sinna tilkynninga- skyldu í starfi sínu, það sé engin undantekning yfir hverja lögin gildi. Steinunn segir Barnaverndarstofu hafa borist tilkynningar frá prestum á síðustu árum, sem sýni fram á að stéttin sinni hlutverki sínu. „Tilkynningaskyldan er mjög skýr í lögunum og eru þær starfsstéttir sem heyra undir hana mjög meðvitaðar um hana að mínu mati.“ Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, lét þau ummæli falla í Morgunblaðinu í síðustu viku, að prestum bæri ekki skylda til þess að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum til yfirvalda. Trúnaðarskyldan væri tilkynningarskyldunni yfirsterkari. HAUKUR INGI- BERGSSON KARL SIGURBJÖRNSSON Segir greinilegt að fjöldi fólks upplifi að kirkjan sé að bregð- ast hlutverki sínu gagnvart almenningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞJÓÐKIRKJAN Þjóðkirkjan verð- ur sjálf að leysa úr þeim málum sem á borði hennar eru núna segir Ragna Árnadóttur, dóms- og mannréttindamálaráðherra. Hún fundaði með Karli Sigurbjörns- syni biskupi Íslands um málefni Þjóðkirkjunnar í gær og segir ljóst að biskup hafi agavald yfir prestum. „Ég hef skoðað þessi mál því ég vildi fullvissa mig um það hverjar skyldur ráðuneytisins eru í þessu máli. Það er alveg ljóst að þau verða alfarið leyst innan Þjóð- kirkjunnar,” segir Ragna. Ráðherra ræddi við biskup: Kirkjan verður að leysa málið KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.