Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 8
8 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvaða íslenski fatahönnuður er á leið á tískuviku í París? 2. Hvaða verki eftir Van Gogh var stolið af safni í Kaíró? 3. Hvaða fyrirtæki hefur beðist afsökunar á grútarmengun á Vopnafirði? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www. kontakt.is. Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu. Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn. Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur. Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA 34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar. • • • • • • • • • • • • • • EFNAHAGSMÁL Riftunarmál hefur verið höfðað gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjáns- syni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, og ónafngreinds fyrrverandi millistjórnanda í bank- anum. Dómsmálin verða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Þetta kom fram á blaða- mannafundi að loknum kröfuhafa- fundi Landsbankans í gær. Málin snúast um greiðslur sem bankastjórarnir og millistjórnand- inn fengu í tengslum við uppgjör á kauprétti og kaupaukum í septemb- er og október 2008. Endurkröfurn- ar vegna málanna þriggja eru tæp- lega 400 milljónir króna. Slitastjórn bankans höfðaði málið eftir að kröf- unum var mótmælt í sumar. Slitastjórnin hefur endurheimt rúmlega 1,5 milljarða króna með riftunum. Þá er búið að rifta ráð- stöfunum upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, en afstaða gagnað- ila í þeim málum liggur ekki fyrir. Búist er við því að einhver þeirra mála fari fyrir dómstóla á næst- unni. Þá hefur gagnaöflun vegna mögulegra skaðabótamála verið lokið. Nú er unnið að skýrslutökum vegna þeirra og mun koma í ljós hvaða kröfur verða gerðar á næstu vikum. Málin sem eru til skoð- unar snúast flest um að ekki hafi verið gengið að tryggingum fyrir lánaskuldbindingum á meðan þær voru í gildi og vegna lánveitinga og útgreiðslna til fjármálafyrir- tækja á Íslandi síðustu vikurnar fyrir fall bankans. Tapið sem bank- inn varð fyrir vegna þessara mála nemur nokkrum tugum milljarða. Tvö skaðabótamál á hendur fyrri stjórnendum eru lengst komin og eru á leið til dómstóla. Einnig var greint frá því á kröfu- hafafundinum að innheimtuaukn- ing á öðrum ársfjórðungi var 64 milljarðar króna í erlendum mynt- um, eða um sex prósent. Meginá- stæðan fyrir auknum endurheimt- um eru samningar sem gerðir hafa verið um eignir Landsbankans í Lúxemborg. Einnig skipta máli samningar við Björgólf Thor Björ- gólfsson og fyrirtæki sem honum eru tengd, og þykir staða bankans nú mun tryggari gagnvart báðum aðilum. Kröfuhöfum bankans var jafn- framt tilkynnt á fundinum í gær að ákveðið hefði verið að óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun hans, en núverandi heimild rennur út í þessari viku. Greiðslustöðvun getur mest staðið í tvö ár og mun því aðeins geta staðið til 5. desem- ber næstkomandi. Eftir það mun almenn slitameðferð halda áfram. thorunn@frettabladid.is Mál höfðað á hend- ur bankastjórunum Slitastjórn Landsbankans hefur höfðað riftunarmál vegna 400 milljóna króna kaupréttar- og kaupaukasamninga fyrrverandi bankastjóra og millistjórnanda. Fleiri riftunarmál og skaðabótamál eru á leið til dómstóla á næstunni. EFTIR KRÖFUHAFAFUND Fulltrúar slitastjórnar og skilanefndar héldu blaðamannafund í gær. Gerðir hafa verið samningar vegna dótturfélagsins í Lúxemborg og við Björgólf Thor Björgólfsson á síðustu mánuðum og segir bankinn þá vega mest í hækkandi endurheimtum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Formaður slitastjórn- ar Glitnis hafnar alfarið ásökun- um um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Banda- ríkjunum með kröfugerð í dóms- máli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög langsótt að mínu mati, og ekkert slíkt sem vakir fyrir okkur,“ segir Steinunn Guð- bjartsdóttir, formaður slitastjórn- ar Glitnis. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sakar Pálmi Haralds- son, aðaleigandi Iceland Express, slitastjórnina um að reyna með ólögmætum hætti að fá sam- keppnisupplýsingar með kröfu um afhendingu gagna í málinu. Steinunn segir slitastjórnina ekki hlutast til um hvaða gögn sé beðið um, ákvörðun um slíkt sé alfarið í höndum lögmanna slitastjórnarinn- ar í New York. Meðal gagna sem farið er fram á að Pálmi afhendi eru öll samskipti Iceland Express við bandaríska loftferðaeftirlitið, samstarfsaðila á Newark-flugvelli, gögn um mark- aðsstarfsemi í New York og fleira. Í yfirlýsingu Pálma er bent á að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, eigi um 47 prósent í Icelandair, keppi- nauti Iceland Express. Spurð hvort slitastjórnin muni fá umrædd gögn í hendur, fáist þau afhent, segir Steinunn svo vera, enda höfði slitastjórnin málið. Aðspurð segir hún enga hagsmuna- árekstra vegna óska lögmanna slitastjórnarinnar. Hún bendir jafn- framt á að slitastjórn Glitnis höfði málið í New York, en skilanefndin sýsli með eignir bankans. - bj Ekki vakir fyrir slitastjórn Glitnis að fá samkeppnisupplýsingar um Iceland Express segir formaður slitastjórnar: Lögmenn ráða hvaða gögn þeir vilja sjá KREFST GAGNA Steinunn Guðbjartsdótt- ir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir enga hagsmunaárekstra skapast þó að slitastjórnin fái upplýsingar um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍKURBORG Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- ráði Reykjavíkur og áheyrnarfull- trúi Vinstri grænna segja fulltrúa meirihlutans ekki standa við fyrir- heit um aukið samráð. „Formaður skipulagsráðs hefur nú upplýst að ástæðan fyrir því að einungis þrír fundir hafa verið haldnir í ráðinu frá borgarstjórn- arkosningum sé sú að meirihlutinn hefur setið á lokuðum upplýsinga- fundum um skipulagsmál,“ segir í bókun Júlíusar Vífils Ingvarsson- ar, Gísla Marteins Baldurssonar, Jórunnar Frí- mannsdóttur og Sóleyjar Tómas- dóttur. Fulltrúar minnihlutans segja dagskrá þessara upp- lýsingafunda hafa verið setta saman af emb- ættismönnum sem flutt hafi þar erindi. Einsdæmi sé að halda lokaða upplýsinga- og fræðslufundi í upp- hafi kjörtímabils. „Ljóst má vera að yfirlýsingar borgarstjóra um sam- vinnu allra sem í borgarstjórn sitja eru hjóm eitt,“ segir minnihlutinn. Fulltrúar Besta flokksins, þau Páll Hjaltason, formaður skipulags- ráðs, og Elsa Hrafnhildur Yeom- an og fulltrúar Samfylkingarinn- ar, Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, andmæltu þessu með ann- arri bókun: „Nýr meirihluti hefur staðið við fyrirheit sitt um aukið samráð með minnihluta með því að bjóða honum að taka þátt í viku- legum undirbúningsfundum fyrir fundi í skipulagsráði.“ - gar Minnihlutinn í skipulagsráði Reykjavíkur gagnrýnir lokaða fundi meirihlutans: Loforð um samráð hjóm eitt PÁLL HJALTASON Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.