Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 12

Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 12
 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR CHILE, AP Margir mánuðir munu líða þar til hægt verður að bjarga 33 námamönnum sem hafa verið fastir í gull- og koparnámu í Chile í nítján daga. Björgunarmönnum tókst loks að bora mjó göng inn í rými þar sem mennirnir hafast við á sunnudag. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Copiapó-héraði og víðar í Chile þegar áttunda tilraunin til að bora í gegnum tæplega 700 metra af grjóti og inn í öryggisrými í nám- unni tókst á sunnudag. Námugöngin féllu saman 5. ágúst, og talið var að matur og súr- efni í námunni myndi aðeins end- ast í tvo sólarhringa. Ekkert hafði heyrst frá mönnunum 33 frá því að námugöngin féllu saman. Lítil von var talin á að þeir fyndust á lífi þar til á sunnudag. „Elsku Liliana, ég hef það gott, þökk sé Guði. Ég vona að við kom- umst fljótlega út. Vertu þolin- móð,“ skrifaði Mario Gomez, 63 ára námumaður á miða sem stíl- aður var á eiginkonu hans og send- ur var upp úr námunni. Á miðanum frá Gomez kemur fram að námumennirnir hafi notað haka til að grafa eftir vatni og ljós á farartækjum sem eru í öryggis- rýminu til að lýsa upp. Ekki var vitað í gær hvort hætta væri á að súrefnið þrjóti í námunni. Rýmið sem mennirnir hafast við í er ekki stórt, en það er sagt vera á stærð við litla íbúð. „Í dag gráta allir Chilebúar úr spenningi og gleði,“ sagði Sebasti- an Pinera, forseti Chile, þegar hann ræddi við fjölskyldur námu- mannanna í Copipó á sunnudag. Björgunarmenn benda á að það geti tekið um það bil fjóra mánuði að bora nægilega breið göng til að mennirnir komist út. Vonir standa til að hægt verði að bjarga þeim fyrir jól. Auk þess að koma mat, vatni og súrefni til mannanna verð- ur mikil áhersla lögð á að koma myndavél og hljóðnema til þeirra svo þeir geti talað við sína nánustu og björgunarmenn. Hætt er við að margra mánaða bið eftir björg- un geti tekið verulega á andlega heilsu mannanna. Aðeins tvisvar hafa námumenn lifað af svo langan tíma neðanjarð- ar eftir námuslys. Þrír menn lifðu af í 25 daga eftir námuslys í Kína á síðasta ári, og tveir kínverskir námumenn lifðu af í 23 daga árið 1983. brjann@frettabladid.is Fastir í námu fram til jóla Björgunarmenn bora göng til 33 námumanna sem hafa verið fastir á 700 metra dýpi í 19 daga. Um fjóra mánuði gæti tekið að ná mönnunum út. Mun taka verulega á andlega heilsu námumannanna. FAGNAÐ Sebastian Pinera, forseti Chile, sýndi ættingjum námumannanna skilaboð sem þeir sendu upp á yfirborðið á sunnudag. FRÉTTABLAÐID/AP UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur bannað alfarið hreindýra- veiðar á syðsta veiðisvæðinu, svæði 9, í kjölfar talningar. Veiði- leyfisgjöld verða endurgreidd, að því er fram kemur á vef stofnun- arinnar. Eins og fjallað var um í Frétta- blaðinu nýlega hefur hreindýr- um á svæðinu fækkað verulega. Í eftirlitsflugi seint í júlí fundust aðeins 113 dýr, en heimilt var að veiða 42. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að með því að veiða meira á svæðinu yrði höggvið stórt skarð í stofninn á svæðinu, og því var ákveðið að stöðva veið- ar þar alfarið. - bj Veiðar bannaðar á syðsta veiðisvæðinu: Hreindýrum fækkar VERULEG FÆKKUN Eftirlitsflug yfir svæði 9 sýndi 113 dýr. SPÁNN, BBC Tveir spænskir hjálp- arstarfsmenn eru lausir úr haldi mannræningja sem námu þá á brott í Afríkuríkinu Máritaníu fyrir níu mánuðum. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, staðfesti í gær við fréttamenn að Roque Pascu- al og Albert Vilalta væru nú lausir úr haldi og heilir á húfi. Fjölskyldur mannanna eru á leið til fundar við þá í Malí, nágrannaríki Máritaníu. Mannræningjarnir, sem taldir eru tengjast al Kaída, höfðu krafist fimm milljóna Bandaríkjadala, um 600 milljóna króna, í lausnargjald. Óljóst er hvort greiðslan var innt af hendi. - pg Óljóst hvort lausnargjald var greitt fyrir gíslana: Spænskir gíslar lausir úr haldi mannræningja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.