Fréttablaðið - 24.08.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 24.08.2010, Síða 16
16 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Andrés Pétursson, formaður Evrópu-samtakanna, skrifar grein hér í blað- ið undir þeim áhugaverða titli, Ögmund- ur og Úkraína. Ég beið spenntur að heyra framlag Andrésar til umræðunnar sem spannst í kjölfar þess að Ögmundur Jón- asson alþingismaður svaraði skrifum Her- mans Van Rompuy, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, í Morgunblaðinu frá því í vor. Þar lagði sá síðarnefndi áherslu á að Evrópuþjóðir varðveittu „forrréttindi“ sín í heiminum nú þegar aðrar viðskiptablokkir sæktu í sig veðrið og ógnuðu áhrifum ESB. En því miður þá lét Andrés Pétursson það ekki eftir sér að upplýsa lesendur blaðs- ins um sín viðhorf, sagði að nokkrir nafn- greindir einstaklingar hefðu gert það svo vel. Andrés sagðist ekki ætla að höggva í „sömu knérunna“ og þeir Grímur Atlason, Guðmundur Andri Thorsson og Baldur Þór- hallsson hefðu höggvið í. Guðmundur Andri hafði þá birt grein sem hét, Ísland úr Efta – kjörin burt! og Baldur grein sem hét Hug- myndafræði Hitlers? Grímur hafði haldið sig við bloggsíður þar sem hann hafði uppi miklar fordæmingar. Þessi skrif þótti for- manni Evrópusamtakanna vera mjög „skil- merkileg“. Í sjálfu sér væri það verðugt að ræða framlag þessara nafngreindu aðila sem lögðu sig í framkróka um að snúa út úr orðum Ögmundar Jónassonar. Vel má vera að ég ræði skrif þeirra síðar en mér finnst það vera áhyggjuefni þegar reynt er að drepa mikilvægri umræðu á dreif með útúrsnúningum eins og mér þótti þeir gera, í mismiklum mæli þó. En mig langar til þess að beina mikil- vægri spurningu til formanns Evrópu- samtakanna og óska eftir málefnaleg- um svörum. Á blaðamannafundi í Brussel um síðustu mánaðamót kvað Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, upp úr með það að Íslendingar fengju engar varanlegar undanþágur við inngöngu í ESB. Þetta sagði Stefan Füle eftir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafði tjáð fréttamönnum að Íslendingar þyrftu að fá sérstöðu sína í sjávarútvegi virta með undanþágum. Stækkunarstjórinn tók þá orðið til að fyrirbyggja allan misskilning hvað þetta snerti og sagði að menn yrðu að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins. Þetta væri alveg skýrt. Svo mælti Stefán. Hvað finnst Andrési um þessar yfirlýsingar Stef- áns? Andrés og Stefán Evrópumál Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Vinstrihreyf- ingarinnar-græns framboðs Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heimspekideild HÍ kynna: Mót - Junctures: Ytri og innri náttúra í hugarheimum austurs og vesturs. Askja, stofa 132, laugardagur 28. ágúst, kl: 13:00 - 18:00 Tilgangur þessarar málstofu er að sameina sjónarmið úr vestrænni og austrænni heimspeki til að skapa fræðilegt framlag til yfirstandandi umræðu um náttúru og umhverfi. Málstofan samanstendur af nafntoguðum fræðimönnum, jafnt innlendum sem erlendum, sem og doktorsnemum. Til stendur að rannsaka tengls manns og náttúru. Til að mynda verður fjallað um efnið frá sjónarhóli kínversks búddisma og daoisma og einnig teknar til umfjöllunar femínískar og fyrirbærafræðilegar nálganir á hugtakið fegurð. Málstofan fer fram á ensku. Opin öllum og án endurgjalds. Kirkja í vanda Þjóðkirkjan er í miklum vanda stödd. Vandræðagangurinn við að taka á kyn- ferðisbrotamálum þjóna hennar hefur leitt til þess að margir þeirra sem haldið hafa við hana fylgispekt forms- ins vegna frá fæðingu hafa fengið nóg og úrsagnir hrannast inn á borð Þjóð- skrár. Þetta þarf ekki að koma á óvart í ljósi sjálfskapaðrar krísu undanfarinna daga og vikna. Of mikilvæg Fyrst neitaði kirkjan að fallast á niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar. Hún væri of mikilvæg sálgæslustofnun til að hún þyldi tilætl- aðar búsifjar, sem þó skyldu yfir alla ganga. Þeim ummælum fylgdu kirkj- unnar menn úr hlaði með því að neita að upplýsa nokkurn skapaðan hlut um kynferðisbrot sem komið hefðu inn á borð eigin nefndar undanfarin misseri. Það var ankannalegt, svo ekki sé meira sagt. Séra Geir Waage beið ekki boðanna frekar en endranær heldur tók stökkið inn í umræðuna svo flestu – þó ekki væri nema hóflega – frjálslyndu fólki blöskraði, eins og við mátti búast. Tryggðin dvínar Í stað þess að slökkva eld- ana ákvað biskup Íslands að hella á þá olíu í fyrradag með harla illa ígrundaðri fréttatilkynningu, þar sem farið var rangt með staðreyndir sem öllu máli skiptu um eitthvert herfilegasta mál sem upp hefur komið í tengslum við íslensku kirkjuna frá miðöldum. Og enn hefur trygglyndu kirkjunnar fólki ekki verið boðið upp á afsökunarbeiðni frá leiðtoganum fyrir vítaverðan sofandahátt stofnun- arinnar allrar í máli kynferðisaf- brotamannsins Ólafs Skúlasonar biskups. Þangað til er líklegt að þeim tryggu fækki enn. Og hvað skyldi þurfa margar úrsagnir til að brugðist verði við af myndugleik? stigur@frettabladid.is F yrrum biskup íslensku þjóðkirkjunnar var kynferðisbrota- maður. Um það á ekki lengur að tala neina tæpitungu. Frá- sagnir kvenna af kynferðisbrotum og áreiti hans eru of margar til þess að hægt sé að líta fram hjá þeim eins og reynt var að gera allt of lengi. Komið hefur fram að einhverjum kirkjunnar mönnum hafi verið greint frá kynferðisbrotum séra Ólafs Skúlasonar áður en hann tók við embætti biskups. Þeir aðhöfðust ekki. Brotin komust svo ekki í hámæli fyrr en síðar. Þegar fjórar konur stigu fram og greindu frá brotum þáverandi biskups hafði það ekki heldur bein áhrif á stöðu biskupsins þótt vissulega hafi ásakanirnar veikt stöðu hans og leitt til þess að hann hætti fyrr en ella hefði orðið. Núverandi biskup hefur ekki gert grein fyrir því með sannfær- andi hætti hvers vegna ekkert var aðhafst þegar æðsti yfirmaður kirkjunnar var borinn svo þungum sökum. Hann kom beint að mál- inu sem sóknarprestur og segist hafa komið að því með það fyrir augum að koma á sátt sem ljóst varð að ekki yrði vegna þess að biskup hafi hafnað því að biðj- ast fyrirgefningar. Hér vakna spurningar. Hvernig sátt á að nást milli geranda og brotaþola í kynferðisbrotamáli? Hvernig var hægt að láta þar við sitja þegar biskup neitaði að biðjast fyrirgefn- ingar? Þótti ekki tilefni til að fara dýpra ofan í ásakanir kvennanna gagnvart æðsta yfirmanni þjóðkirkjunnar? Hvernig gat maður sem borinn hafði verið svo þungum sökum af fleiri en einni konu gegnt æðsta embætti kirkjunnar? Það eykur ekki trúverðugleika Karls biskups og kirkjunnar að í yfirlýsingu hans á sunnudag skuli hann fara rangt með að Sigrún Pálina hafi kært biskupinn og saksóknari látið málið niður falla þegar raunin var sú að það var Ólafur biskup sjálfur sem kærði Sigrúnu Pálínu og tvær aðrar konur og það mál var svo látið niður falla. Hvernig getur biskupinn misminnt um svo alvarlegt mál? Umræðan um kynferðisbrot hins látna biskups er vissulega óþægileg og hún er líka sár fyrir alla þá sem þekkja og þekktu þá sem hlut eiga að máli, bæði geranda og þolendur. Engu að síður ber að fagna því að málefni kvennanna skuli nú vera komin á dagskrá að nýju því öðruvísi er ekki hægt að vinna sig í gegnum þau. Viðbrögð við umræðunni láta ekki á sér standa. Fjöldi fólks mun á síðustu dögum hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni. Hver hefur sína ástæðu fyrir úrsögninni en ljóst er að um trúnaðarbrest er að ræða milli kirkjunnar og almennings. Þann trúnað getur kirkjan ekki endurheimt nema með því að endurheimta með sannfærandi hætti trúnað þeirra kvenna sem til hennar leituðu vegna kynferðisbrota fyrrum biskups. Mál hins látna biskups verður ekki gert upp fyrir dómi en það verður að gera upp engu að síður. Séra Sigríður Guðmarsdóttir lagði til í grein hér í Fréttablaðinu í gær að skipuð yrði óháð sannleiks- nefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun íslensku þjóðkirkjunar á kynferðisbrotum biskupsins. Kirkjan ber vonandi gæfu til að leita lausna í þeim anda sem séra Sigríður leggur til. Það er affarasælast fyrir alla að leitað verði út fyrir raðir kirkjunnar manna í þessu máli. Trúverðugleiki kirkjunnar er þarna að veði. Kirkjan verður að eiga heiðarlegt uppgjör við brotaþola fyrrum biskups. Forsenda trausts SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.