Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2010, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 24.08.2010, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2010 17 Ein af mikilvægustu forsendunum fyrir áformum ORF Líftækni um akur- yrkju á erfðabreyttu byggi er erfðafræði- leg einangrun byggyrkisins sem fyrir- tækið notar til framleiðslu á sérvirkum próteinum. Í umræðu um afmörkunareig- inleika erfðabreytts byggs hér á landi er mikilvægt að halda til haga þeim íslensku rannsóknum sem gerðar hafa verið á und- anförnum árum á þeim byggyrkjum sem fyrirhugað er að nota við akuryrkju hér á landi. Einhverjar umfangsmestu rannsókn- ir sem gerðar hafa verið á víxlfrjóvgun byggs í heiminum voru gerðar af Land- búnaðarháskóla Íslands árin 2002-2006 (1,2). Skýrar niðurstöður Í rannsóknum Landbúnaðarháskólans voru byggyrkið sem ORF Líftækni notar við sína framleiðslu og norska byggyrk- ið Ven, sem hefur svipaðan þroskafer- il og blómgast á sama tíma, ræktuð hlið við hlið í 0-0,65 metra fjarlægð hvort frá öðru (2). Ári síðar var korni af ökr- unum sáð og leitað að kynblendingum. Í 600.000 afkomendaplöntum sem skoð- aðar voru í Gunnarsholti á Rangárvöll- um fannst ekkert dæmi um víxlfrjóvgun. Meðal um 100.000 afkomendaplantna frá Möðruvöllum fundust aðeins tvö dæmi um víxlfrjóvgun. Í ályktunum vísinda- manna Landbúnaðarháskólans út frá þess- um viðamiklu rannsóknum kemur fram að ræktun á erfðabreyttu byggi sé algjör- lega örugg á Íslandi sé viðeigandi áhættu- stýringu beitt við ræktunina (2). Í skýrslu Landbúnaðarháskólans um tilraunirnar í Gunnarsholti (1) segir m.a.: „Afmörk- un fræs í rúmi er afgerandi. Ofsaveður hrakti kornið varla meira en 25 m frá reit. Ennfremur er afmörkun fræs í tíma mikil en hverfandi lítill hluti þess korns sem féll á jörðu við þreskingu nær að lifa af vetur- inn og mynda nýja plöntu. Einföld leið til að útiloka þetta liðhlaup er að slá yfirgef- inn akurinn sumarið eftir ræktun.“ Einnig kemur fram að dreifing á erfðaefni byggs í villtar íslenskar tegundir sé óhugsandi. Fá dæmi víxlfrjóvgunar Í sambærilegri en minni tilraun í Ástral- íu var víxlfrjóvgun könnuð á milli erfða- breytts og óerfðabreytts Golden promise byggyrkis sem ræktað var hlið við hlið (3). Kannaðar voru 45.000 afkomenda- plöntur og aðeins fannst eitt dæmi um víxlfrjóvgun. Tilhneiging byggs til sjálf- frjóvgunar er svo sterk að til að kanna dreifingu erfðabreyttra byggfrjókorna með víxlfrjóvgun þarf að grípa til sér- stakra aðgerða svo að hún verði mælan- leg. Í finnskri tilraun (4) var í þessu skyni notað einkynja kvenkyns bygg (geldplönt- ur), sem ekki getur frjóvgað sig sjálft eins og bygg yfirleitt gerir. Þetta bygg er einn- ig með opin blóm sem eykur líkur á víxl- frjóvgun. Þrátt fyrir þessa uppsetningu rannsóknanna voru aðeins staðfest örfá tilvik víxlfrjóvgunar í 50 metra fjarlægð frá erfðabreyttu plöntunum og engin í 100 metra fjarlægð. Í tvíkynja plöntum, sem sáð var í eins metra fjarlægð frá erfða- breyttu plöntunum til viðmiðunar, fund- ust fá tilvik víxlfrjóvgunar, þrátt fyrir að um byggyrki með opin blóm væri að ræða. Langflest byggyrki, þar á meðal byggyrki ORF, eru hins vegar hvorki með opin blóm né einkynja, heldur fer sjálffrjóvgun fram inni í blóminu áður en það opnast. Þessar tilraunaaðstæður, þar sem notað var geld- bygg með opin blóm, eru þess vegna alls ekki sambærilegar við akuryrkju ORF hér á landi. Líffræðilega og vistfræðilega einangrað kerfi Tíðni víxlfrjóvgunar byggs á Íslandi reyndist vera í kring um 0,0003% í rann- sóknum þar sem reynt var að hámarka líkur á víxlfrjóvgun milli tveggja bygg- yrkja með því að rækta þau þétt saman á akri. Vitað er að tíðni víxlfrjóvgun- ar fellur mjög hratt með aukinni fjar- lægð (4). Í niðurstöðum ráðgjafanefndar danska matvælaráðuneytisins, sem byggt var á við setningu laga og reglugerða um ræktun á erfðabreyttum plöntum í Dan- mörku, er þess vegna mælt með því að einn metri sé á milli ræktunar á erfða- breyttu og óerfðabreyttu byggi (5). Á Íslandi hefur verið miðað við 300 metra með tilliti til varúðarreglunnar (6). Með þeim skilyrðum sem ORF fylgir í rækt- un á erfðabreyttu byggi (6), m.a. hvað varðar fjarlægð frá annarri byggrækt- un, er framleiðslukerfi fyrirtækisins líf- fræðilega og vistfræðilega einangrað hér á landi. Þar sem próteinin sem fram- leidd eru í erfðabreyttu byggplöntunum eru ekki mynduð fyrr en löngu eftir að frjóvgun hefur átt sér stað og eru ekki líf- fræðilega virk í plöntum, hafa þau ekki áhrif á æxlun plantnanna. Því þarf ekki að kanna æxlun byggyrkisins fyrir hvert gen fyrir sig. Próteinin sem erfðabreyttu byggplönturnar framleiða eru hættulaus enda er þau að finna í kjöti og mjólk, þau eru aðeins mynduð í fræjum byggsins og brotna hratt niður við spírun. Engin vís- indaleg rök hníga að því að kanna þurfi sérstaklega áhrif mögulegrar neyslu slíkra próteina á dýr og menn enda eru þau ekki ætluð til manneldis. Éti dýr þau eru þau einfaldlega melt í meltingarvegi eins og önnur prótein. Fremstu sérfræðingar landsins hafa komið að rannsóknum, vali og vottun á byggi sem öruggri plöntutegund sem hentar sérlega vel til sameindaræktun- ar við íslenskar aðstæður. ORF Líftækni hefur byggt sína starfsemi á vísindaleg- um rannsóknum og vinnubrögðum undan- farin tíu ár og mun halda því áfram. Heimildir: 1. Jónatan Hermannsson, Ingvar Björnsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Guðni Þorvaldsson (2005). Ný tækni við erfðakynbætur, áfangaskýrsla til Tækniþróunarsjóðs, rannsóknir 2001-2004. Rit LBHÍ nr. 1 2. Jónatan Hermannsson, Þórdís A. Kristjánsdóttir, Tryggvi S. Stefánsson og Jón Hallsteinn Hallsson. Measuring gene flow in barley fields under Icelandic sub-arctic conditions using closed-flowering varieties. Icelandic Agricultural Sciences, í prentun. 3. Keith T. Gatford, Zainuddin Basri, Jane Ellington, Julia Lloyd, Javed A. Qureshi, Richard Brettell, Geoffrey B. Fincher (2006). Gene flow from transgenic wheat and barley under field conditions. Euphytica 151: 383-391. 4. A. Ritala, A.M. Nuutila, R. Aikasalo, V. Kauppinen, J. Tammisola (2002). Measuring gene flow in the cultivat- ion of transgenic barley. Crop Science 42:278-285 5. Supplerende rapport fra Udredningsgruppen vedrør- ende Sameksistens mellem genetisk modificerede, konventionelle og økologiske afgrøder. Opdatering af Udredningen fra 2003. 27. april 2007. http://pdir.fvm. dk 6. Umhverfisstofnun. Leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Veitt 22. júní 2010 Örugg ræktun á erfðabreyttu byggi Erfðabreytingar Björn Örvar og Einar Mäntylä stofnendur ORF Líftækni og sérfræðingar í sameindaerfðafræði plantna Í 600.000 afkomendaplöntum sem skoðaðar voru í Gunnarsholti á Rangárvöllum fannst ekkert dæmi um víxlfrjóvgun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.