Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 18

Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 18
18 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Jón Þór Pétursson þjóðfræðing-ur andmælir, í grein hér í blað- inu þann 17. ágúst, þeirri skoðun minni að efnahagshrunið sé ekki frjálshyggju að kenna. Þar sem grein hans er um margt málefna- leg vil ég bregðast við eftir því sem ástæða er til. Eins og Jón nefnir rek ég efna- hagshrunið til ríkisafskipta, ríkis- ábyrgða og mistaka við efnahags- stjórn og nefni líka að reynsluleysi og spilling kunni að hafa haft nokkur áhrif. Virðist Jón álykta að þar sé létt skautað yfir af ásettu ráði til að fela meinta sekt frjáls markaðar. Svo er ekki. Þegar greina þarf orsakir efna- hagslegs umróts er meginatriði að átta sig á hagrænu hvötunum að baki. Séu hvatar til óábyrgr- ar hegðunar eða lögbrota sterk- ir verður hegðun óábyrg og lög verða brotin hvað sem öllum eft- irlitskerfum líður. Sé fátækt til dæmis mikil verða glæpir tíðari en þar sem almennari velmegun ríkir. Litlu skiptir þótt löggæsla sé efld; hvatinn hverfur ekki við það. Sama á við um efnahagsvandann hér. Hinir hagrænu hvatar skipta mestu þegar skýringa er leitað. En þótt spilling og veikburða eftirlit skýri ekki hrunið er rétt rökræðunnar vegna að skoða staðhæfingar Jóns um þetta efni nánar. Jón fullyrðir að stjórn- völd hafi kerfisbundið veikt eft- irlit til að auka svigrúm athafna- manna og ályktar að kenna megi frjálshyggju um efnahagshrun- ið. Staðreyndirnar tala öðru máli. Fjármálaeftirlit var sett á stofn á valdatíma hinna meintu frjáls- hyggjumanna. Árið 2002 settu þeir ný lög um fjármálafyrirtæki sem setja starfi þeirra þröngar skorð- ur. Þannig hefur ekki verið dregið úr regluverkinu, síður en svo. Eft- irlitsstofnanir uxu vissulega ekki jafn hratt og bankakerfið síðustu árin. En slíkt er eðlilegt vegna þess hve vöxturinn var hraður og reynsla af bankastarfsemi lítil. Fráleitt er að leita skýringanna í einhverju samsæri frjálshyggju- manna sér í lagi þegar við blasir útþensla ríkisins á öllum sviðum á valdatíma þessara sömu manna. Mestalla síðustu öld voru bank- ar flestir í eigu ríkisins og pólit- ískt stýrt. Forsenda bankaláns var rétta flokksskírteinið. Einkavæð- ing bankanna var síðasta skrefið í að vinda ofan af þessu og skapa greininni heilbrigt samkeppnis- umhverfi á ný. Á einkavæðing- unni var hins vegar sá regingalli að í raun hélt ríkisvaldið áfram að ábyrgjast rekstur bankanna. Eins hafa rök verið leidd að því að einkavæðingin hafi í einhverj- um tilfellum litast af spillingu. En hvernig getur spilling í stjórn- valdsaðgerð verið frjálsum mark- aði að kenna? Grunnkrafa frjálshyggjunnar er frelsi til athafna meðan það skerð- ir ekki sama frelsi annarra. Því er rangt hjá Jóni að frjálshyggju- menn vilji óheft frelsi án tillits til hagsmuna annarra. En hafi menn frelsi er nauðsynlegt að þeir taki sjálfir afleiðingum gerða sinna. Ekki dugar að þeir haldi gróðan- um en skattgreiðendur beri tapið. Eins og ég útskýrði í grein minni er slíkt fyrirkomulag í skýrri and- stöðu við grunngildi frjálshyggj- unnar. Þótt það hljómi vel í eyrum einhverra sem lítt skeyta um stað- reyndir að svara þessu með hár- togunum um vont fólk og góða stefnu er sá hljómur holur. Jón telur frjálshyggju öfga- stefnu á borð við kommúnisma. En hér er reginmunur á. Grunn- kenning kommúnismans er að efnahagsþróunin leiði til þess að manneðlið breytist og upp rísi samfélag þar sem ríkisvald er óþarft en hver starfar eftir getu og hlotnast eftir þörfum. Frjáls- hyggjan byggir aftur á þeirri reynsluþekkingu að maðurinn er ófullkominn, að hann er eig- ingjarn og að því meira vald sem honum er fært yfir öðrum því verr fer hann með það. Málsvar- ar takmarkaðs ríkisvalds, allt frá Locke, Burke og Mill á 18. og 19. öld, til Hayeks, Mises og Fried- mans á þeirri tuttugustu, byggðu skoðanir sínar á dapurri reynslu Evrópumanna af ofríki konunga, einræðisherra og sameignarsinna. Þeir vissu að valdið spillir og ger- ræðisvald gerspillir. Því væri frelsi í viðskiptum vænlegast til að skapa bærilegt samfélag. Slíkt samfélag verður aldrei fullkomið eins og samfélag kommúnismans átti að verða, en skárri kost eigum við líklega ekki. Eins og Jón nefnir réttilega eiga margir erfitt með að skipta um skoðun. Eftir að kommúnisminn hrundi hefur mörgum sameign- arsinnum sviðið velgengni Vestur- landa. Um leið og eitthvað bjátar á í vestrænu hagkerfi stökkva þeir því fram allshugar fegnir með þá gömlu skýringu á reiðum höndum að nú sannist að frelsið sé hættu- legt og styrk hönd valdhafans sé almenningi fyrir bestu. Það skipt- ir þetta fólk litlu þótt öll rök hnígi að því að rót vandans liggi í rík- isafskiptum. Og því takmarkaðri sem skilningurinn er á frjálsu hagkerfi og verkan þess því fast- ar er á þessu roði hangið. Vald eða frelsi? Þann 19. ágúst birtist grein í Fréttablaðinu eftir Ásmund Einar Daðason, alþingismann VG og formann Heimssýnar, hreyfingar andstæðinga aðildar Íslands að Evr- ópusambandinu. Þarna endurskrif- ar hann grein Ögmundar Jónassonar sem birtist viku fyrr í Fréttablaðinu og spyr í lokin hvort fyrirvarar ESB haldi eða ekki þrátt fyrir að hafa fullyrt að svo sé ekki í fyrirsögn greinar. Þó spurningu hans sé beint til annars aðila fann ég mig knúna til að svara honum. Þegar aðildarviðræður fara í gang á milli umsóknarríkis og ESB hafa báðir aðilar ákveðin samningsmark- mið sem af hálfu umsóknarríkis snú- ast vanalega um að njóta ákveðins sveigjanleika við aðlögun að lögum og stefnu sambandsins, sérstaklega á þeim sviðum þar sem miklir þjóð- arhagsmunir eru í húfi. Þessi sveigj- anleiki sem samið er um birtist meðal annars í aðlögunarfrestum, tímabundnum undanþágum og var- anlegum sérlausnum, en heppilegra er að tala um sérlausnir en fyrirvara eins og Ásmundur Einar gerir. Ótal dæmi eru til um slíkt. Pól- verjar fengu t.d. aðlögunarfrest á gildistöku réttar borgara og lögað- ila frá öðrum ríkjum ESB til kaupa á fasteignum og jarðnæði í Póllandi til ársins 2016. Þá kröfðust Búlgar- ar tímabundinnar undanþágu frá reglum sambandsins um hámarks- tjöruinnihald í sígarettum og frá álagningu fulls virðisaukaskatts á sígarettur og fengu. En hvað með varanlegu sérlausnirnar (fyrirvara) hans Ásmundar? Standa þær ekki? Svarið er einfaldlega jú, varan- legar sérlausnir milli umsóknar- ríkja og ESB halda (í raun verða sérlausnirnar að reglum sem ný og fyrrum aðildarríki gangast undir) Í aðildarviðræðum sínum sömdu Lett- ar um varanleg sérákvæði um veið- ar í Rigaflóa. Þannig óskuðu Lettar eftir sérreglum um veiðar á viss- um hafsvæðum og í samræmi við þá ósk voru samdar sérreglur sem takmarka stærð og vélarafl skipa sem heimilt er að veiða og tryggja að samanlögð veiðigeta skipa sem fá að veiða verði ei meiri en sú sem þau höfðu sem veiddu þar fyrir inngöngu Lettlands í ESB. Malta fékk yfir sjötíu aðlögun- arfresti og undanþágur frá reglum Evrópusambandsins í viðræðum sínum, t.d. um frjálst flæði vinnu- afls til landsins og 25 sjómílna efna- hagslögsögu fyrir innlenda sjómenn, og eru sumar þeirra varanlegar. Um 25 mílna lögsöguna segir í umsögn framkvæmdastjórnar ESB að stofna skuli til slíks svæðis innan ramma reglna sambandsins og að reglurn- ar um það skuli endurspegla raun- verulegar verndarþarfir fiskistofna. Aðalatriðin snúa þó að því að fisk- veiðar innan lögsögu Möltu skuli takmarkaðar við minniháttar strand- veiðar, sem þýðir að veiðarnar séu ESB fyrirvarar Ásmund Íslendingar náðu fullveldi sínu 1. des. 1918 og hafa stoltir hald- ið því síðan, þar til þær aðstæður voru skapaðar að fjárglæframenn fengu svigrúm til þess að leika laus- um hala sem leiddi yfir okkur kerf- ishrun. Efnahags- og peningastefna sem þeir mótuðu hefur leitt til þess að Íslendingar glötuðu efnahags- legu fullveldi og nágrannaþjóðir okkar neituðu að hjálpa okkur nema í gegnum AGS. 53% af viðskiptum Íslands fara fram í evrum, þannig að liðlega helmingur gengisáhættu Íslendinga hverfur við upptöku evru. Norska krónan er með 4% af viðskiptum okkar, dollarinn 11% og Kanadadoll- ar 1%. En sumir hafa nefnt þessar myntir til þess að komast hjá því að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og drepa vitrænni umræðu á dreif. Innganga í ESB og upptaka evru er ekki skyndilausn eins og NEI-menn hafa haldið fram. Hún er nauðsynleg framtíðarlausn ef við ætlum að losna við óábyrga efnahagsstjórn, þar sem mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni með skelfileg- um afleiðingum fyrir launamenn. Meiri verðbólgu, hærri vexti og hærra verðlag. Árið 1951 stofnuðu Belgía, Frakk- land, Ítalía, Lúxemborg og Þýska- land til samvinnu í þungaiðnaði sem gekk mun lengra en gengur og gerist í milliríkjasamningum. Það var undanfari ESB. Þá var verið að undirbyggja framtíð og komast úr vítahring styrjalda og tryggja frið. Þetta samstarf þróast og þann 1. jan. 2002 var evran tekin í notk- un. Hvatinn að henni var að tryggja efnahagslegt mótvægi við BNA og tryggja samkeppnistöðu og auka með því atvinnu. Þetta hefur heppnast mun betur en nokkur gerði ráð fyrir og er evran orðin einn af megingjald- miðlum heimsins. Ítalir eru ekki í ESB til þess að fá evru, þeir gerðu það til þess að tryggja frið, bæta atvinnu ástand og ekki síður til þess að losna undan fáránleika, lýðskrum og spillingu sinna stjórn- málamanna. Hjá okkur gildir hvort tveggja ástæðan, en þó fyrst og síð- ast að ná efnahagslegu fullveldi. Ef við skiptum um mynt mun Náum fullveldi okkar Frjálshyggja Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur Stjórnmál Sema Erla Serdar stjórnmálafræðingur og formaður ungra Evrópusinna Evrópumál Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands Opið bréf að vestan Á næsta ári munum við Íslend-ingar minnast 200 ára afmæl- is Jóns Sigurðssonar með ýmsum hætti. Meðal annars á að leggja nýja heimreið og fjölda bílastæða á fæðingarstað Jóns, Hrafnseyri við Arnarfjörð, í minningu hans. Því miður verður að segjast alveg eins og er, að umrædd fram- kvæmd er að okkar dómi algjör- lega óþörf og gott dæmi um það þegar opinberir aðilar kasta fjár- munum alþýðu beint út um glugg- ann, eins og Jón Sigurðsson hefði sennilega orðað það sjálfur. Ekkert bendir til annars en að núverandi heimreið að Hrafnseyri, með lít- ils háttar lagfæringum, geti þjón- að staðnum vel næstu árin, miðað við óbreyttar forsendur. En svo virðist sem fæðingarstaður for- setans eigi að vera mannlaust eyði- býli eins og verið hefur síðastliðin fimm ár, nema rétt yfir hásumar- ið. Því er vandséð hvaða tilgangi það á að þjóna að verja miklum fjármunum í nýja heimreið. Samkvæmt teikningu Vega- gerðarinnar, dags. 15. 07. 2010, á hin nýja heimreið, sem örugglega verður malbikuð, að brjóta upp landsvæði í miðjum hvamminum sem bærinn stendur í og er stór- kostlegur frá náttúrunnar hendi. Auk þess munu spillast mörg ræktuð tún á þeirri leið. Þannig háttar til á Hrafnseyri, að þegar þörf er á fleiri bílastæð- um á sumrin en vant er, svo sem eins og 17. júní, þá geta gestir lagt bifreiðum sínum á svokall- aðri Kirkjuflöt og allir ánægðir. Á stærri Hrafnseyrarhátíðum er hægt að leggja hundruðum bif- reiða fyrir neðan bæinn og þá ganga gestir stuttan spöl heim á staðinn. Þetta gerist á 10 til 20 ára fresti.Miðað við það sem hér hefur komið fram, leggjum við eindregið til að þeim fjármun- um sem verja á í nýja heimreið og bílastæði á fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar verði varið til þess að lagfæra vegina í firðinum hans, Arnarfirði. Ekki veitir af.Þetta bréf er skrifað til að vekja athygli á óþarfa peningaaustri úr sameig- inlegum sjóði þjóðarinnar. Spyrja má hvort við Íslendingar ættum ekki að stíga á stokk í tilefni af afmæli Jóns forseta og strengja þess heit að hætta öllu óþarfa bruðli. Það mundi honum örugg- lega þykja góð afmælisgjöf. Hallgrímur Sveinsson Hreinn Þórðarson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.