Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2010 ar! aftur áhættuálag Íslands lækka töluvert. Það munar gríðarlega um hvert pró- sentustig í vöxtum eins og komið er fyrir Íslandi með hinar svimandi háu skuldir. Hvert prósentustig lækkar vaxtagreiðslur íslenska hag- kerfisins um nokkra milljarða. Íslenska krónan er við hlið evr- unnar eins og korktappi við hlið skips af stærstu gerð. Örgjaldmið- illinn var auðveld bráð á spilaborð- inu þar framkallaðar voru miklar sveiflur og auðmenn högnuðust enn meir á meðan venjulegar fjölskyld- ur bjuggu við hækkandi verðbólgu og vexti vegna þessa ástands. Sveiflur krónunnar hafa leitt til þess að sparnaður og aðgát í fjár- málum er Íslendingum ekki eðl- islægt eins og komið hefur fram í könnunum. Fjármálalæsi Íslend- inga er ákaflega lágt, borið saman við nágrannaþjóðir okkar. Það mun reynast vonlaust að laga það á meðan við búum við örgjaldmiðil. Danmörk er að greiða 1-1,5% hærri vexti fyrir það að vera með danska krónu í stað evru. Það liggur fyrir að við munum greiða a.m.k. 3,5% aukalega hærri vexti á meðan við höldum krónunni. Vext- ir í Grikklandi féllu úr 30% í 4% á nokkrum árum eftir að þeir gengu í ESB. aðeins stundaðar á bátum innan við 12 metra að lengd. Það myndi ekki svara kostnaði fyrir erlendar útgerð- ir að senda svo litla báta til veiða við Möltu og því þýðir þessi regla í raun að einungis bátar heimamanna megi veiða í lögsögunni. Að lokum má nefna styrkjakerfið í landbúnað- arstefnu ESB en almennt gildir að aðildarríki megi ekki styðja land- búnað í sínu landi með sértækum aðgerðum. Þar sem Finnar og Svíar höfðu mikilla hagsmuna að gæta í landbúnaði fengu þeir í aðildarvið- ræðum sínum skilgreindan sérstak- an heimskautalandbúnað sem lýtur öðrum lögmálum en hin hefðbundna landbúnaðarstefna sambandsins. Þannig kom til sú regla að hægt sé að styrkja aukalega landbúnað norð- an 62. breiddargráðu. Í dag eru það einungis Finnar og Svíar sem falla undir þessa skilgreiningu en Ísland og Noregur myndu að sama skapi njóta þessarar sérlausnar. Sérreglur sem þessar eru dæmi um lausnir sem tryggja sérhags- muni nýrra aðildarríkja án þess að þær lausnir kveði formlega á um undanþágu eða frávik frá reglum ESB. Í raun eru nýjar reglur samd- ar í kringum óskir aðildarríkjanna sem síðan gilda fyrir önnur ríki. Hvaða sérlausnir það síðan eru sem við munum semja um er annað mál, en eitt er víst að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvort þær haldi eður ei og því legg ég til að Ásmund- ur Einar og aðrir sameinist í því að semja sem best um okkar þjóðar- hagsmuni í stað þess að eyða púðri í að afvegaleiða umræðuna um aðild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.