Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 24.08.2010, Qupperneq 20
20 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Stjórnvöld í Bretlandi kynntu nýlega áform um róttæk- ar breytingar á opinberu heil- brigðisþjónustunni (Nation- al Health Service - NHS) þar í landi. Í Bretlandi byggir NHS á svipuðum grundvallaratrið- um og íslenska heilbrigðiskerf- ið um jöfnuð og aðgengi án tillits til efnahags. Þessum áherslum á ekki að breyta. Breska kerfið er hins vegar risavaxið og hefur verið lamað af skriffinnsku og löngum boðleiðum frá stjórnend- um til þeirra sem veita þjónust- una. Þetta hefur gefist illa og er árangur á mörgum sviðum lakari en í meðaltali OECD ríkja. Nú hyggjast Bretar skera niður stjórnkerfið og færa ábyrgð, fjár- magn og vald yfir skipulagi þjón- ustunnar til lækna og annars fagfólks heilbrigðisstéttanna. Á næstu árum á að flytja árlega einn milljarð sterlingspunda frá stjórnkerfi yfir í framlínu heilbrigðisgeirans. Einnig á að tryggja að sjúklingar hafi frjálst val um það hvert þeir leita eftir læknisþjónustu en með því verði stuðlað að faglegri samkeppni. Sett verða skýr markmið um auk- inn árangur í meðferð sjúkdóma svo sem krabbameins og heila- blóðfalls svo að dæmi séu tekin. Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðu: http:// blogs.bnet.co.uk/sterling-perfor- mance/2010/07/13/nhs-reforms- can-doctors-manage/ Kjarninn í breytingunum sem áformuð eru í Bretlandi snýst um það að fela fagfólki aukna ábyrgð og áhrifavald. Þessi sjónarmið eru einnig að ryðja sér til rúms í vel reknum fyrirtækjum á öðrum sviðum þjóðlífsins. Læknasam- tökin hér á landi hafa lengi hald- ið því fram að bestur árangur mundi nást í stjórnun heilbrigð- iskerfisins ef læknar gegni þar lykilhlutverki. Bretar hafa greini- lega komist að sömu niðurstöðu. Það er áhugavert að kynna sér fyrirhuguð áform Breta og um leið rifja upp að íslenska heil- brigðiskerfið er yfirleitt í efstu sætum hvað árangur snertir svo sem í krabbameinslækningum, hjarta- og æðasjúkdómum og fleiri mikilvægum sviðum lækn- isfræðinnar. Kostnaður Breta vegna heilbrigðisþjónustu er mjög svipaður þeim íslenska. Í Bret- landi er kostnaðurinn 8,7% af þjóðarframleiðslu miðað við 9,2% á Íslandi. Það virðist því mega draga þá ályktun að við Íslend- ingar fáum meiri gæði fyrir pen- ingana í heilbrigðiþjónustu okkar en Bretar hjá sér. Hér á Íslandi hafa landsmenn átt greiðan aðgang að bestu sér- fræðiþjónustu sem völ er á fyrir tilstilli samnings milli Læknafé- lags Reykjavíkur og Sjúkratrygg- inga Íslands. Enginn slíkur samn- ingur er til í Bretlandi heldur er tvöfalt kerfi þar við lýði, annað fyrir þá efnameiri en hitt fyrir almenning. Þá er rétt að benda á að fag- fólki hafa á undanförnum árum verið falin æðstu stjórnunar- störf á Landspítalanum (LSH) og stjórnkerfi hans einfaldað mjög. Dæmi um þá einföldun er fækk- un sviðsstjóra úr 24 í 6 án þess að um það yrðu nokkrar teljandi deilur. LSH er nú loksins rekinn innan fjárheimilda þrátt fyrir auknar sparnaðarkröfur stjórn- valda. Á sama tíma hefur LSH að mörgu leyti sýnt góðan fagleg- an árangur og tekist að mestu að útrýma biðlistum. Margt bendir til þess að æskilegt væri að gera svipaðar breytingar á stjórnkerfi heilsugæslunnar og færa ákvarð- anir um skipulag þjónustunnar til lækna. Eins og kunnugt er stendur íslenskt þjóðfélag frammi fyrir miklum aðhaldsaðgerðum vegna halla á ríkissjóði. Hætta er á að þær aðhaldsaðgerðir bitni á heil- brigðiskerfinu. Mikilvægt er að sparnaðaraðgerðir skerði sem minnst þjónustu við sjúklinga eða aðgengi þeirra að læknum. Leita ætti allra leiða við að einfalda stjórnkerfið með sparnað að leið- arljósi. Það verður fróðlegt að sjá hvort læknasamtökin verði höfð með í ráðum í þessum aðgerðum hins opinbera. Róttækar breytingar á breska heilbrigiðiskerfinu Í byrjun hvers sumars er það tilhlökkun að sjá lúpínuna blómstra, og fylla allt af þessum yndislega bláma.Aldrei höfum við átt svona stórt og fallegt blóm áður, sem skreytir sönduga veg- kantana og ógróið land þar sem hún virðist kunna best við sig. Merkilegt er að sjá hana elta uppi ógróna skallabletti og jafnvel jarðvegslaus grjótklungur. Engan betri græðara höfum við fengið í þetta land, sem við erum búin að misþyrma um aldir. Er það ekki þess virði að bíða við og sjá hvað hún gerir í landinu á næstu árum? Áður en ráðist er gegn henni með eitri. Starfsmaður hjá Skógrækt Hafnarfjarðar sagði mér að þar sem lúpína hefði verið á svæðinu fyrir um það bil 50 árum væri hún horfin og aðrar plöntur komnar í staðinn. Við hjónin ræktuðum upp sumarbústaðarland við Rauðhól- ana, þar var allt upp nagað eins og á flestum stöðum hér í bæjar- landinu áður en það var girt. Allir hljóta að sjá þvílík breyting hefur orðið á umhverfinu síðan. Við settum lúpínuplöntur í stærstu moldar og melasárin. Nú rúmum 40 árum seinna eru sárin gróin en hún aðeins eftir í vegköntunum heim að húsinu og er það glæsi- leg aðkoma. Hún ein getur lifað í grjóturð þar sem allur jarðveg- ur er fokinn þar myndar hún smá saman jarðveg þar sem aðrar jurtir geta síðan numið land. Hún er gefandi og græðandi, er þar að auki lækningajurt, sem hefur reynst mörgum vel. Landgræðslustjóri hefur sagt að við gætum aldrei ræktað upp auðnirnar einungis með melgresi það væri allt of dýrt, því það þarf dýran áburð. Lúpínan aftur á móti sér um sig sjálf og gefur þar að auki köfnunarefni í jarðveginn. Enn er mikið af rofi á um 40% landsins og mikið fok úr eyði- mörkunum, ástandið víða dökkt segir landgræðslustjóri. Auðvit- að eru staðir á landinu þar sem lúpínan ætti ekki að vera og þarf átak til að koma í veg fyrir það. En gæti sú aðferð að nota lúpínu við uppgræðsluna samt ekki skil- að mörgum sinnum meiri árangri en sú sem hefur verið notuð síð- astliðin 100 ár, að sá þúsundum tonna af gras- og melfræi og öðru eins af áburði á örfoka landið en halda samt varla í við eyðingar- öflin? Aðalástæðan fyrir því er auðvitað óheft beit á aðra miljón sauðfjár og sjöhundruð þúsund hrossa sem hreinsa upp nýgræð- inginn allt sumarið jafn óðum og hann stingur upp kollinum. Er eitthvað vit í þessu? Hvenær losum við okkur úr þessum aldagömlu álögum og hættum að rányrkja landið, og gefum því grið til að gróa sára sinna? Ég vona bara að menn fari með gát, með lúpínuna þenn- an bjargvætt þessa nærri örfoka lands. Ég bið að minnsta kosti um grið fyrir fallegu lúpínuna í borgar- landinu og trúi varla öðru en fleiri geri það í sínum bæjarlönd- um. Fallega lúpínan Laugardaginn 21. ágúst sl. birtist grein eftir starfsmann þjóðkirkju Íslands, Geir Waage, þar sem hann færir rök fyrir því að hann og starfssystkini sín séu stundum undanþegin lögum er snúa að upplýsingaskyldu um framda glæpi, meðal annars kynferðisbrot. Barnaverndarlög nr. 80/2002 taka skýrt fram um tilkynningaskyldu m.a. presta og hún gangi „framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnar- skyldu viðkomandi starfsstétta“. Geir segir hins vegar „enginn maður [er] yfir lög hafinn [..], svo fremi að lög geri ekki þá kröfu til manns að hann breyti gegn samvisku sinni, allra sízt styðjist hún við Guðs orð“. Staðhæfing Geirs táknar því að það sé per- sónubundið og háð trúarafstöðu og túlkun þeirra á „orði Guðs“ hvort landslög eigi við þá hverju sinni eður ei. Samviska og sið- ferðiskennd manna er jafn ólík og þeir eru margir. Sömuleiðis eru fjöldamörg trúarbrögð iðkuð á Íslandi, og innan þeirra ólíkar túlkanir á eðli og afstöðu Guðs til flestra mála. Greinilegt er að þessa persónubundnu túlkun lag- anna má vel svo nota til að hylma yfir kynferðisbrotamenn, sem og aðra sem brotið hafa gróflega á öðru fólki, og skilið eftir sár sem gróa aldrei. Þetta viðhorf ríkti innan kaþ- ólsku kirkjunnar og var liður í víð- feðmri yfirhylmingu ítrekraðra kynferðisbrota presta hennar á 20. öldinni. Í kjölfarið gat fjöldi brotamanna haldið áfram iðju sinni í áratugi án þess að mál þeirra kæmu fyrir dómstóla þó þau væru á vitorði starfsbræðra þeirra. Sýnt þykir að það er á engan hátt hægt að treysta á sam- visku og iðrun þeirra sem brjóta af sér, til þess að þeir viðurkenni brot sín eða leiti sér hjálpar eins og Geir vísar til í grein sinni. Ef sú væri raunin væri rannsóknar- lögreglan og almennt stór hluti lögreglunnar og ýmis konar eft- irlitsstofnana óþarfur. Skýr lög og starfsreglur hafa verið settar víða um heim, þar á meðal Íslandi um hvernig taka skuli á slíkum málum og á engan hátt eru nein- ar starfstéttir eða stöður undan- þegnar þeim. Óljóst er hversu margir aðrir starfsmenn Þjóð- kirkjunnar eru sammála skoðun Geirs, enda þykir hann tilheyra íhaldssamari armi stofnunarinn- ar, en þegar þetta er ritað hafði aðeins einn starfsbróðir hans mótmælt yfirlýsingum Geirs opinberlega. Það að skattgreiðendur á Íslandi fjármagni stofnun sem hefur inn- byrðis starfmenn sem sýna lands- lögum slíka vanvirðingu undir- strikar hversu mikil tímaskekkja það er að íslenska ríkið reki trúfé- lag. Samkvæmt Hagstofu Íslands er rúmur fimmtungur þjóðarinn- ar ekki skráður í þjóðkirkjuna og hlutfallslega fækkar þeim stöðugt sem það eru. Miðalda- kenndar skoðanir starfsmanna þjóðkirkjunnar minna okkur á hversu miðaldalegt það er að rík- isstjórn lýðræðisríkis árið 2010 starfræki trúfélag, sérstaklega þegar 74% landsmanna mældust hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju í desember sl. (Gallup 04.12.2009). Fróðlegt væri að vita hver talan er nú eftir umræðu síðustu vikna og mánaða um kynferðisbrot og viðhorf kirkjunnar til þeirra gegn um tíðina. Löngu er orðið tíma- bært að aðskilja þessa gömlu stofnun ríkinu og leyfa henni að spreyta sig jafnfætis öðrum trú- félögum í landinu. Ríkisstyrktur mið- aldahugsunaháttur Í stuttri aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 20. ágúst sl. var því haldið fram að Ísland hefði ekki rétt til að veiða makríl innan íslenskrar lögsögu. Þetta er alrangt. Það er einmitt vegna þess að að makríllinn er innan íslenskrar lögsögu að réttur íslenskra skipa til veiðanna er skýlaus samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinarhöfundur talar um forréttindi þeirra sem fá að veiða makríl. Hann getur þess hins vegar hvergi að til þess að ná tökum á veiðum á makríl- veiðum og -vinnslu hafa útgerðir uppsjávarskipa lagt hundruð milljóna króna í þróunarkostnað. Þessi fjárfesting er forsenda þeirrar veiðireynslu, sem ákvörðun um makrílkvóta Íslands grundvallast á. Með skynsamlegri stjórnun veiðanna, þar sem kvóta er nú úthlutað á skip, er talið að makrílafurðir geti á þessu ári geti skilað þjóðarbúinu um 15 millj- örðum króna í útflutningstekjur. Í greininni eru settar fram tölur um laun sjó- manna skipa á makrílveiðum, sem eru víðs fjarri raunveruleikanum. Rétt er að halda því til haga að þetta eru sömu sjómennirnir og misstu drjúg- an hluta tekna sinna þegar loðnuveiðar brugðust og sýking herjaði á íslenska síldarstofninn. Þegar rætt er um laun einstakra stétta þarf að gæta að því að horfa á heildarmyndina. Makríllinn er deilistofn og um slíka stofna þarf að nást heildarsamkomulag á milli þeirra ríkja sem hafa rétt til veiða úr þeim. Fundur strandríkja um heildarstjórn makrílveiðanna árið 2011 hefur verið boðaður í haust. Samkomulag er á ábyrgð allra hlut- aðeigandi ríkja. Skýlaus réttur til makrílveiða Heilbrigðismál Steinn Jónsson læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur Trúmál Torfi Frans Ólafsson listrænn stjórnandi hjá CCP Umhverfismál Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fyrrverandi formaður Lífs og lands Sjávarútvegsmál Sigurður Sverrisson upplýsinga- og kynningarfulltrúi LÍÚ Sparidagar Ormsson í 10 ár LÁGMÚLA 8 · SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2800 · WWW.ORMSSON.ISUmboðsmenn um land allt! NÝTTU ÞÉR TILBOÐS- VERÐ!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.