Fréttablaðið - 24.08.2010, Side 23

Fréttablaðið - 24.08.2010, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2010 3 „Það er engin stofnun sem er að bjóða svona meðferð hér á landi,“ segir Magna Fríður Birnir, hjúkr- unarforstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Stofnunin fer af stað með streituklíník í októb- er þegar fyrsti tilraunahópurinn fer í gegnum streitumeðferð sem þróuð hefur verið á stofnuninni. Meðferðin er sett upp að erlendri fyrirmynd og er reynsla Heilsu- stofnunarinnar nýtt í bland. Ákveðið var að setja upp streitu- klíník í Hveragerði vegna þess að eftir hrun skapaðist markaður fyrir það. „Við fórum að fá meira af beiðnum frá fólki sem vildi koma inn í styttri tíma og hafði ýmis streitueinkenni. Fólk finnur fyrir auknum kröfum frá atvinnu- rekendum, til dæmis að sjúkraf- rí eru ekki vinsæl. Það kemur ekki bara frá fólkinu sjálfu að því finnist það ekki geta verið lengi í burtu heldur er líka pressa í þjóð- félaginu,“ segir Magna og bætir við að meðferðin hafi verið í þróun og vinnslu innan faghópa frá síð- asta vetri og í sumar. Streitumeðferðin tekur tvær vikur. Markmið hennar er fyrst og fremst að kenna fólki að takast á við og þola streitu betur að sögn Mögnu. „Það eru til ýmiss konar módel sem kenna fólki að meta sig sjálft. Hver er staða þín í dag, af hverju er þessi streita til staðar og hvaðan kemur hún?“ Eftir að upp- spretta streitunnar hefur verið fundin er fólki kennt að forgangs- raða. „Og síðan að finna einhver meðul við þessum þáttum.“ Magna nefnir dæmi um streitu- valda sem fólki er kennt að tak- ast á við. „Segjum sem svo að fólk sé í mjög lélegu líkamsástandi og svo er hræðsla við að missa vinn- una undirliggjandi. Þá getum við opnað dyr fyrir fólki að eigin með- ferð,“ segir Magna en fólk getur prófað mismunandi líkamsrækt- arleiðir og stuðningsviðtöl hjá sál- fræðingum, hjúkrunarfræðingum og næringarráðgjöfum á Heilsu- stofnuninni. „Sálfræðingar eru kannski að bjóða ýmiss konar streitumeð- ferð en þeir hafa ekki möguleika á að bjóða fólki að prófa og reyna sjálft til dæmis dáleiðslu, tai chi, jóga, vatnsleikfimi, hollan mat, gönguferðir, hjólreiðar og nudd. Við getum boðið upp á þetta allt saman hér á staðnum,“ upplýsir Magna. martaf@frettabladid.is Fyrsta streituklíníkin á Íslandi opnar í október Streitueinkenni hafa aukist eftir hrun að sögn Mögnu Fríðar Birnir, hjúkrunarforstjóra á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Því var ákveðið að ráðast í að stofna streituklíník sem hefur göngu sína í október. Ákveðið var að setja upp streituklínik í Hveragerði vegna þess að eftir hrun skapaðist markaður fyrir slíka þjónustu. MYND/ÚR EINKASAFNI Magna Fríður Birnir segir markmið streitumeðferðarinnar fyrst og fremst að kenna fólki að takast á við og þola streitu betur. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.