Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 2010 3 „Það er engin stofnun sem er að bjóða svona meðferð hér á landi,“ segir Magna Fríður Birnir, hjúkr- unarforstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Stofnunin fer af stað með streituklíník í októb- er þegar fyrsti tilraunahópurinn fer í gegnum streitumeðferð sem þróuð hefur verið á stofnuninni. Meðferðin er sett upp að erlendri fyrirmynd og er reynsla Heilsu- stofnunarinnar nýtt í bland. Ákveðið var að setja upp streitu- klíník í Hveragerði vegna þess að eftir hrun skapaðist markaður fyrir það. „Við fórum að fá meira af beiðnum frá fólki sem vildi koma inn í styttri tíma og hafði ýmis streitueinkenni. Fólk finnur fyrir auknum kröfum frá atvinnu- rekendum, til dæmis að sjúkraf- rí eru ekki vinsæl. Það kemur ekki bara frá fólkinu sjálfu að því finnist það ekki geta verið lengi í burtu heldur er líka pressa í þjóð- félaginu,“ segir Magna og bætir við að meðferðin hafi verið í þróun og vinnslu innan faghópa frá síð- asta vetri og í sumar. Streitumeðferðin tekur tvær vikur. Markmið hennar er fyrst og fremst að kenna fólki að takast á við og þola streitu betur að sögn Mögnu. „Það eru til ýmiss konar módel sem kenna fólki að meta sig sjálft. Hver er staða þín í dag, af hverju er þessi streita til staðar og hvaðan kemur hún?“ Eftir að upp- spretta streitunnar hefur verið fundin er fólki kennt að forgangs- raða. „Og síðan að finna einhver meðul við þessum þáttum.“ Magna nefnir dæmi um streitu- valda sem fólki er kennt að tak- ast á við. „Segjum sem svo að fólk sé í mjög lélegu líkamsástandi og svo er hræðsla við að missa vinn- una undirliggjandi. Þá getum við opnað dyr fyrir fólki að eigin með- ferð,“ segir Magna en fólk getur prófað mismunandi líkamsrækt- arleiðir og stuðningsviðtöl hjá sál- fræðingum, hjúkrunarfræðingum og næringarráðgjöfum á Heilsu- stofnuninni. „Sálfræðingar eru kannski að bjóða ýmiss konar streitumeð- ferð en þeir hafa ekki möguleika á að bjóða fólki að prófa og reyna sjálft til dæmis dáleiðslu, tai chi, jóga, vatnsleikfimi, hollan mat, gönguferðir, hjólreiðar og nudd. Við getum boðið upp á þetta allt saman hér á staðnum,“ upplýsir Magna. martaf@frettabladid.is Fyrsta streituklíníkin á Íslandi opnar í október Streitueinkenni hafa aukist eftir hrun að sögn Mögnu Fríðar Birnir, hjúkrunarforstjóra á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Því var ákveðið að ráðast í að stofna streituklíník sem hefur göngu sína í október. Ákveðið var að setja upp streituklínik í Hveragerði vegna þess að eftir hrun skapaðist markaður fyrir slíka þjónustu. MYND/ÚR EINKASAFNI Magna Fríður Birnir segir markmið streitumeðferðarinnar fyrst og fremst að kenna fólki að takast á við og þola streitu betur. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.