Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 26
 24. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll ● BRÚARHLAUP Á SELFOSSI Árlegt Brúarhlaup fer fram á Selfossi laugardaginn 4. september. Nafn keppninnar er dregið af því að allir hlauparar og hjólreiðamenn eru ræstir á Ölfusárbrú. Vegalengdir sem eru í boði eru 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon en allar vegalengdir eru með tímatöku. Einnig er keppt í 5 km hjólreiðum sem fara fram á malbiki. Hjólreiðar hefjast klukkan 11, hálfmaraþon klukkan 11.30 og aðrar vegalengdir klukkan 12. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Kort með hlaupaleiðunum er að finna á hlaup.is og einnig verða upplýsingar um þær aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu. Nánari upplýsingar er að finna á www.hlaup.is. ● DANSFIT FYRIR KRAKKA Árbæjarþrek í Fylkishöllinni í Árbæ er lítil en notaleg líkamsræktarstöð. Þar er ýmislegt í boði, til að mynda fínn tækja- salur, skokknámskeið, aðhaldsnámskeið og spinning. Þá er einnig kennt dansfit fyrir krakka á aldrinum 10 til 13 ára. Næsta námskeið hefst 7. september og kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 15.30 til 16.30. Kennari er Alda María Ingadóttir en á námskeið- inu er lögð áhersla á að krakkarnir kynnist ýmsum dans- stílum, öðlist grunntækni, geti dansað eftir takti, aukið liðleika, geti samið smá rútínur og verið ófeimnir á dansgólfinu. ● LAGALISTI Í LÍKAMSRÆKTINA Miklu máli getur skipt að tónlistin sem hlustað er á meðan æft er, hvort sem er í líkamsræktarstöðinni eða við skokk á Ægisíðu, sé í viðeigandi takti og hvetji þannig til frekari dáða í stað þess að hægja á hlaupar- anum. Á vefsíðunni thebestsongs.net má finna tillögur að tónlist fyrir skokk, upphitun, langhlaup, teygjur, slökun og lyftingar. Má þar nefna að Rammstein þykir til að mynda upplögð tónlist þegar ráðist er í að lyfta þungum lóðum og lagið Eye of the Tiger með Survivor sniðið fyrir hlauparann á brettinu. Fight For Your Right (To Party) með Beastie Boys þykir gott fyrir alhliða æfingar. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Hjónin Helga Árnadóttir og Stefán Viðar Sigtryggsson kynntust á hlaup- um. Þau hafa síðan hlaupið samstiga og tóku þátt í þríþrautinni Járnmanninum í Kaupmannahöfn nú í sumar. „Þetta var fyrsta Ironman-keppnin sem við tökum þátt í og aðalmarkmiðið var bara að ná að klára,“ segir Helga Árnadóttir sem lauk keppninni á 12 klukkutímum og 45 mínútum, rétt um klukkutíma á eftir manni sínum, Stefáni Viðari Sig- tryggssyni. Helga og Stefán, sem ganga nú undir heitinu Járnhjónin í kunningja- hópnum, byrjuðu á að synda 3,8 kílómetra í sjó, stukku þá á reiðhjól og hjóluðu 180 kílómetra og enduðu á að hlaupa heilt mar- aþon. „Þetta var rosalega gaman, sérstaklega að synda og hjóla en fyrri part dags var skýjað. Seinni partinn fór sólin hins vegar að skína og þá var mjög erfitt að hlaupa um miðborg Kaup- mannahafnar í 28 stiga hita,“ segir Helga. Alls fóru sautján Íslendingar út í keppnina og segir Helga stemninguna hafa verið góða í hópn- um. Þó að þríþrautin sé einstaklingsíþrótt er félags- skapurinn mikilvægur og gott að heyra hvatningar- orð á íslensku. Þau hjónin njóta líka stuðnings frá hvort öðru en Helga komst að því í keppninni þegar á reyndi. „Ég lenti í baksi þegar sprakk hjá mér á hjólinu. Stefán var á eftir mér og stoppaði til að hjálpa mér að skipta um dekk og við töfðumst auðvitað bæði að- eins út af þessu en ég er allavega vel gift,“ segir hún hlæjandi. Helga starfar sem aðstoðar- maður þjóðgarðsvarðar í Vatna- jökulsþjóðgarði og Stefán er landvörður í Ásbyrgi. Þau eru því bæði útivistarfólk og hlaup og íþróttir skipa stóran sess í lífi þeirra. Þau hófu æf- ingar fyrir keppnina í nóvember á síðasta ári og hlupu úti í öllum veðr- um með hundinn með sér. „Við höfum kannski ekki eins góða æf- ingaaðstöðu og margir þar sem við búum í Kelduhverfi austan Húsavíkur, en það herðir mann bara að hlaupa úti í frostinu. Svo settum við hjólin á statíf og hjóluð- um inni fyrir framan sjónvarpið. Eftir að við fengum blautbúningana synt- um við svo í tjörn hérna í nágrenn- inu og í sjónum. Okkur finnst þetta rosalega gaman og það er mikið af skemmtilegu fólki í þessu. Æfingarn- ar taka auðvitað mikinn tíma og þá er gaman að vera bæði í þessu,“ segir Helga og viðurkennir að umræðurnar við kvöldmat- arborðið snúist gjarnan um hlaup. En ætla þau hjónin að taka aftur þátt í Járn- manninum? „Já, strax og við komum í mark var það alveg á hreinu. Þó að þetta hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert þá er þetta áskorun og nú veit maður að maður getur gert betur næst.“ - rat Hjónin Helga Árnadóttir og Stefán Viðar Sigtryggsson tóku þátt í Ironman-þríþrautinni í Kaupmannahöfn nú í ágúst. Eftir það eru þau kölluð járnhjónin í góðra vina hópi. Hlaupið úti í frostinu og heimilishundur- inn er með. Helga og Stefán æfðu sig fyrir sundhluta keppninnar í tjörn í Kelduhverfi. Vefsíðan thebestsongs.net hefur að geyma lista yfir lög til að skokka og æfa við. Vinirnir kalla þau járnhjón Helga kemur sigri hrósandi í mark enda erfið þraut að baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.