Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 29
heilsa og lífsstíll ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2010 5 Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2. Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja. Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir er frumkvöðull hér á landi í líkams- rækt sem nefnist Pole Freestyle eða súlufimi þar sem dansi, styrk, tækni og úthaldi er blandað saman og súla er notuð sem líkamsrækt- artæki. Guðrún Lára hefur kennt greinina í Heilsuakademíunni síð- ustu þrjú ár og smitað út frá sér áhuganum enda hefur þátttaka í námskeiðum verið mikil að henn- ar sögn. „Það hefur verið fullt á öll námskeið hjá okkur frá því að ég og önnur stelpa byrjuðum að kenna hér haustið 2007,“ upplýsir hún. En hvar skyldi hún hafa lært? „Ég byrjaði í Magadanshúsi Josy og fór svo út til Amsterdam og tók al- þjóðleg kennsluréttindi í Pole Fitn- ess. Það er bara kennt inni á heilsu- ræktarstöðvum.“ Nú er Guðrún Lára nýkomin frá Svíþjóð og Danmörku þar sem þessi æfingagrein hefur líka náð fótfestu. „Við kennararnir vorum að samræma okkar þjálfunarkerfi og reglur enda hefur greinin verið að þróast hratt síðustu ár. Ég fór fyrst út fyrir tveimur árum þegar ég og dönsk stelpa, Camilla Mari- enhof, störtuðum svona líkamsrækt í Danmörku. Hún fékk kennararétt- indi á sama stað og ég.“ En verður súlufimin ekki fyrir aðkasti vegna súlunnar sem notuð er sem hjálpartæki? „Jú, jú, nafn- ið Pole Fitness hefur verið svert af stúlkum sem eru að kenna dans á háum hælum og með allt aðrar hugmyndir en við,“ segir Guðrún Lára sem brátt fer til Svíþjóðar að hitta kollega sem eru í sömu bar- áttu. „Mér hefur verið boðið á svo- kallaða Poleart-keppni sem er ein sú stærsta í heiminum í anda list- dans og íþróttar. Ég tek ekki þátt í keppni heldur fer sem fulltrúi Ís- lands og þar munu kennarar og af- reksmenn úr öllum heiminum koma saman. Þeir eru allir á þeirri línu að halda greininni sem líkamsrækt og leiðrétta þann misskilning að um erótískan dans sé að ræða.“ Nánar er hægt að fræðast um greinina á www.polefreestyle.is. - gun Í anda dans og íþróttar Camilla Marienhof og Guðrún Lára gera æfingar á danskri súlu. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.