Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 30
 24. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Inntökupróf fyrir stráka og stelpur fædd 2000–2001(9–10 ára) fara fram laugardaginn 28. ágúst kl. 10.00. Prufutímar eru í boði fyrir sama aldur fram til 18. september Rafræn skráning er hafin á listdans.is Skólasetning framhaldsdeildar fer fram 20. ágúst kl. 15.00. Fyrsti kennsludagur samkvæmt stundartöflu í grunnskóla og fram- haldsdeild verður mánudaginn 23. ágúst Munið frístundarkortin. Skólaárið 2010–2011 Ljósmynd af vorsýningu Mynd: Valgarður Gíslason Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi Ilmur af indverskum kryddum, litríkar slæður og indverskir skartgripir mæta iðkendum hins nýja jógastúdíós Hat- eshwari Mata Yoga Sansthan þegar þeir koma til æfinga. „Við opnuðum jógastúdíóið í byrj- un ágúst,“ segir Auður Halldórs- dóttir, eigandi Hateshwari Mata Yoga Sansthan-jógastúdíósins sem nýlega opnaði að Skúlagötu 23. Stúdíóið er frábrugðið öðrum jógastöðvum þar sem indverskur blær er yfir öllu, bæði í umhverfi og kennslu. Verslun er í anddyri stúdíósins. Vísast þykir mörgum þeir stíga inn í framandi heim sem koma þangað inn, því þar er seld vara frá Ind- landi. Til að mynda slæður, skart- gripir, fatnaður og ilmandi ind- versk krydd. Auður fór fyrst til Indlands fyrir fimm árum til að stunda jóga og heillaðist af landi og þjóð. „Síðan hef ég farið þangað nokkr- um sinnum, bæði til að stunda jóga og til að ferðast,“ segir Auður sem er læknir á Landspítalanum, en hefur stundað jóga af og til í fjöl- mörg ár. Í einni Indlandsferðinni kynnt- ist hún jógakennaranum Bhar- at Bushan, eða Sam, eins og hún kallar hann. Þegar Sam ákvað að koma til Íslands í vor til að stunda nám við Háskóla Íslands opnaðist tækifæri fyrir Auði að láta gamlan draum rætast og opna jógastúdíó. „Sam er aðalkennarinn í Hatesh- wari Mata Yoga Sansthan og kenn- ir Ashtanga Vinyasa jóga en rík hefð er fyrir iðkun þess í Mysore á Indlandi þar sem hann hefur kennt í mörg ár,“ segir Auður og útskýrir nánar út á hvað jógateg- undin gengur. „Asthanga Vinyasi er kerfi jógaæfinga sem iðkað er í sértilgreindum seríum. Seríurn- ar eru hannaðar þannig að þær vinna á öllum kerfum líkamans, og engum vöðvahópi sleppt,“ útskýr- ir Auður. Hún bendir á að Vinyasa þýði tenging á sanskrít og vísi til þess hvernig þessi tegund jóga sé iðkuð á samfelldan hátt. En af hverju er nafnið á stöð- inni dregið? „Hateshwari er ind- versk gyðja sem er holdgervingur hinnar frægu hindúgyðju Durga,“ svarar Auður sem finnst eitt það besta við jóga hvað það er orku- gefandi enda þarf hún á slíku að halda með krefjandi vinnu. Þeim sem vilja vita meira er bent á vef- síðuna www.joga-sansthan.is. - sg Tileinkað Hateshwari Bharat Bhushan, eða Sam, aðstoðar Auði við æfingu í Asthanga Vinyasi jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Indverskar slæður og ilmandi krydd má fá í verslun jógastúdíósins. „Heilsulausnarnámskeiðin svo- kölluðu, Heilbrigt líf, betra líf og léttara líf, byrja næsta mánu- dag,“ segir Hildur Kristjánsdótt- ir, markaðsstjóri heilsuræktarinn- ar Heilsuborgar, sem stofnuð var seinni part síðasta árs. „Hugsunin er að vera ekki í átaki heldur kenna fólki að lifa heilbrigðara lífi.“ Heilsulausnarnámskeiðin skipt- ast í þrjú stig. „Það fyrsta, Heil- brigt líf, er ætlað hraustu fólki sem vill læra að lifa heilbrigðu lífi og vantar smá spark í rassinn,“ útskýrir Hildur. Hún segir að stig tvö, Betra líf, sé hugsað fyrir þá sem eru með einhver stoðkerfis- vandamál, til dæmis vöðvabólgu eða hnévandamál. „Þriðja, Létt- ara líf, er fyrir þá sem eru komn- ir með lífsstílstengda sjúkdóma eins og offitu, hjartasjúkdóma eða sykursýki.“ Námskeiðið er byggt upp þannig að það eru æfingar þrisvar í viku og fræðsla klukku- tími í hverri viku. Biðlisti hefur nú þegar mynd- ast á þriðja stigið en stefnt er á að halda fleiri námskeið í haust. „Fimmtíu manns eru skráðir á þau þrjú námskeið hjá okkur,“ segir Hildur og skýrir það þannig: „Of- fita er stórt vandamál í dag og þetta er hópur sem hefur ekki feng- ið tækifæri til að æfa á svo mörg- um stöðum. Hugsunin hjá okkur er að hjálpa fólki sem er með einhver vandamál, en það eru margir sem eru komnir með mikil vandamál.“ Nánari upplýsingar um Heilsu- borg má finna á www.heilsuborg. is - mmf Heilsulausnar- námskeiðin vinsæl Hildur Kristjánsdóttir segir námskeið fyrir fólk með lífsstílstengda sjúkdóma vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allt sem þú þarft… Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.