Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 42

Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 42
26 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Hljómsveitin Nýdönsk leyfir aðdáendum sínum og tónlistarunnendum að fá nýja upplifun af sveit- inni í sýningunni Nýdönsk í nánd sem sett verður á svið í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Þar ætlar meðlim- ir Nýdanskrar að afhjúpa leyndarmál, spila lögin sín og kjafta um hvað gerðist bak við tjöldin á 24 ára ferli sveitarinnar. „Við vildum prófa eitthvað nýtt og fara út úr hinu venjulega tón- leikaformi,“ segir Stefán Hjörleifs- son, gítarleikari hljómsveitarinnar Nýdönsk, en sveitin er um þessar mundir að undirbúa sýningu sem nefnist Nýdönsk í nánd og verður sett upp á svið í Borgarleikhúsinu eftir áramót. „Við erum ennþá að setja prógrammið saman og vinna úr okkar hugmyndum en við vilj- um að fólk fái öðruvísi upplifun á tónlistinni,“ segir Stefán en sveit- in hefur verið til í 24 ár og á því aragrúa af efni sem aldrei hefur komið fyrir sjónir almennings. „Við ætlum okkur að segja sög- urnar á bak við lögin, hvernig lögin urðu til, og svona almennt hvað gerðist bak við tjöldin hjá sveitinni,“ segir Stefán en Nýd- önsk hefur verið ein vinsælasta ballsveitin í mörg ár og er til að mynda enn þann dag í dag að spila á menntaskólaböllum. „Það er í raun ótrúlegt hvað lögin okkar virðast lifa lengi en það er frábært,“ segir Stefán en í sýning- unni verður meðal annars farið út í það af hverju Daníel Ágúst hætti og hvað varð um útrásarævintýri hljómsveitarinnar. „Við vorum eins og flestar aðrar hljómsveit- ir með drauminn um heimsfrægð í vasanum og ætluðum að fara út og „meika það“. Það eru margar skemmtilegar sögur frá því tíma- bili,“ segir Stefán og bendir á að Jón Ólafs og Björn Jörundur séu einstaklega skemmtilegir sögu- menn. Stefán segir að allir í sveitinni hafi verið viðloðandi leikhús en Björn Jörundur er til að mynda menntaður leikari frá Bretlandi. „Við erum miklir leikhúsmenn og leikhús hefur verið eins konar áhugamál okkar allra. Það má því kannski segja að við séum að sam- eina þetta tvennt í þessari sýn- ingu,“ segir Stefán en hann fór meðal annars með hlutverk í kvik- myndinni Nýtt líf. Aðrir meðlim- ir sveitarinnar hafa einnig látið til sín taka á sviði leiklistinnar en Daníel Ágúst lék í Jesus Christ Superstar og Stone Free, Björn Jörundur fékk meðal annars Edd- una fyrir hlutverk sitt í bíómynd- inni Englar alheimsins, Jón Ólafs- son lék hlutverk í bíómyndinni um Sveppa og í Leitinni að Villa og Ólafur Hólm lék lítið hlutverk í Punktur punktur komma strik. „Við ætlum okkur að nýta allt sem leikhúsið hefur upp á að bjóða í sýningunni. Vera með flotta lýs- ingu og sýna tónlistarmyndbönd á skjá,“ segir Stefán og lofar að sýn- ingin verði fyrir skemmtileg fyrir tónlistarunnendur. Sýningin fer af stað í janúar 2011. alfrun@frettabladid.is Tónlistarsaga Nýdanskrar sett upp í Borgarleikhúsinu Það andar köldu þessa dagana milli bestu vinkvennanna fyrr- verandi, Paris Hilton og Kim Kar- dashian. Stúlkurnar voru báðar viðstaddar viðburð sem haldinn var á skemmtistað í Las Vegas og að sögn gesta var Hilton augljós- lega mjög ósátt við Kard ashian. „Skemmtistaðurinn sendi einkaflugvél eftir Kim og Paris varð öskuill þegar hún heyrði af því. Hún trúði ekki eigin eyrum, eitt sinn hafði hún fengið einka- flugvél til að ferja sig á milli staða en nú er það Kim,“ var haft eftir innanbúðarmanni sem segir Hilton öfundsjúka út í æskuvin- konuna. „Paris er reið Kim, en þetta er allt öfundsýki. Kim var eitt sinn varaskeifan en nú er hún bæði frægari og vinsælli en Paris.“ Paris öfundsjúk út í Kim ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Paris Hilton og Kim Kardashian voru eitt sinn mestu mátar, en nú talast þær ekki við. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Kvikmyndafélag Íslands leitar að tónlist fyrir íslensku mynd- ina Óróa sem frumsýnd verður í október næstkomandi. Leitað er að öllum tegundum tónlistar en myndin fjallar um unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref í heimi fullorðinna. Handrit myndarinnar er byggt á bókunum Strákarnir með stríp- urnar og Rótleysi, rokk og rómant- ík eftir Ingibjörgu Reynisdóttur en hún skrifaði einnig handritið ásamt Baldvini Z, leikstjóra mynd- arinnar. Bækurnar hafa notið vin- sælda hér á landi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndagerð- arfók leitar til almennings eftir tónlist í bíómynd. Það sama var gert fyrir kvikmyndina Astrópíu á sínum tíma og sendi fólk inn lög eftir sig og freistaði þess að þau mundu hljóma í myndinni. Með helstu hlutverk fara Atli Óskar Fjalarsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Haraldur Ari Stefánsson, Elías Helgi Kofoed- Hansen, Birna Rún Eiríksdóttir, María Birta Bjarnadóttir, Kristín Pétursdóttir og Vilhelm Þór Neto. Framleiðendur Óróa eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson. Hægt er að senda inn tónlistina á http:// dropbox.yousendit.com/Oroi Leita að tónlist fyrir Óróa LEITAR AÐ TÓNLIST Baldvin Z, leikstjóri Óróa, leitar að tónlist í myndina en frumsýna á hana í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > VONBRIGÐI FYRIR ANISTON Nýjasta mynd Jennifer Aniston, The Switch, er sögð vera skelfi- legt flopp. Leikkonan reyndi allt hvað hún gat til að vekja athygli á myndinni en allt kom fyrir ekki. Myndin náði ekki að velta vöðva- búntasýningunni í The Expend- ables úr sessi á toppnum. SAMEINA ÁHUGAMÁL OG STARF Stefán Hjörleifsson og liðsmenn hans í sveitinni Nýdönsk ætla að segja sögu sína á fjölum Borgarleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.