Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 50

Fréttablaðið - 24.08.2010, Page 50
34 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sparisjóðsv., áhorf.: 970 Keflavík Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–11 (7-3) Varin skot Jörgensen 0 – Bjarni Þórður 5 Horn 10–2 Aukaspyrnur fengnar 11–7 Rangstöður 2–2 STJARNAN 4–5–1 Bjarni Þórður Halld. 6 Bjarki Páll Eysteinss. 5 Tryggvi Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 5 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinss. 6 (77, Hilmar Þór Hilm. -) Halldór Orri Björnss. 7 Þorvaldur Árnason 4 (70. Garðar Jóh. 6) Ólafur Karl Finsen 5 *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–5–1 Lasse Jörgensen 4 Guðjón Árni Ant. 5 Haraldur Freyr Guðm. 6 Bjarni Hólm Aðalst. 6 Alen Sutej 5 Magnús Sverrir Þorst. 6 (85. Jóhann Guðm. -) Hólmar Örn Rúnarss. 6 Einar Orri Einarsson 7 Guðm. Steinarsson 5 Magnúr Þórir Matt. 5 (85. Haukur Ingi G. -) *Hörður Sveinsson 7 1-0 Hörður Sveinsson (2.) 1-1 Arnar Már Björgvinsson (9.) 2-1 Hörður Sveinsson (52.) 2-2 Halldór Orri Björnsson (80.) 2-2 Guðm. Ársæll Guðm. (6) BREIÐABLIK 0 -2 HAUKAR 0-1 Daníel Einarsson (16.) 0-2 Kári Ársælsson, sjálfsmark (34.) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.233 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–10 (4–6) Varin skot Ingvar Þór 4 – Daði 4 Horn 5–8 Aukaspyrnur fengnar 11–17 Rangstöður 4–2 Breiðablik 4–3–3 Ingvar Þór Kale 4 – Arnór Sv. Aðalsteinsson 4 (79. Árni K. Gunnarsson -), Kári Ársælsson 2 (37. Olgeir Sigurgeirsson 3), Elfar Fr. Helgason 3, Kristinn Jónsson 4 – Finnur O. Marg- eirsson 4, Guðm. Kristjánsson 4, Jökull Elísabetar- son 5, Haukur Baldvinsson 4, Kristinn Steindórss. 3, (59. Guðm. Pétursson 3), Alfreð Finnbogason 4. Haukar 4–5–1 Daði Lárusson 7, Grétar Atli Grét- arsson 7, Daníel Einarsson 8, Jamie McCunnie 7, Gunnar Ásgeirsson 7 (90. Aron Jóhannss. -), Hilmar Rafn Emilsson 7, Guðjón Pétur Lýðssno 6, Ásgeir Ingólfsson 8, *Arnar Gunnlaugsson 8, (73. Garðar Geirss. -), Hilmar G. Eiðsson 7 (71. Magn. Björgv. -) STAÐAN ÍBV 17 10 3 4 27-17 33 Breiðablik 17 9 4 4 36-20 31 FH 17 8 5 4 33-26 29 KR 16 8 4 4 30-21 28 Stjarnan 17 6 6 5 34-28 24 Keflavík 17 6 6 5 19-21 24 Fram 17 6 5 6 26-26 23 Valur 17 5 7 5 23-30 22 Grindavík 17 5 4 8 20-24 19 Fylkir 16 5 3 8 29-31 18 Selfoss 17 4 2 11 24-39 14 Haukar 17 1 7 9 22-39 10 NÆSTI LEIKUR Fylkir - KR fimmtudag kl. 18.00 PEPSI-DEILDIN Vodafone-völlur, áhorf.: Óuppg. Valur KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–10 (4–6) Varin skot Kjartan 3 – Lars 2 Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 11–9 Rangstöður 0–1 KR 4–3–3 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirss. 6 Grétar Sigurðarson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 8 (74. Dofri Snorrason -) Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarss. 6 (77. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 6 Kjartan H. Finnbogas. 6 (66. Gunnar Örn J. 6) *Óskar Örn Haukss. 8 Björgólfur Takefusa 5 *Maður leiksins VALUR 4–5–1 Kjartan Sturluson 4 Stefán Eggertsson 3 Atli Sveinn Þórarinss. 5 Martin Pedersen 6 Rúnar Már Sigurjónss. 3 Þórir Guðjónsson 5 (51. Baldur Aðalst. 4) Haukur Páll Sigurðss. 5 Ian Jeffs 4 Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirss. 6 Diarmuid O’Carrol 4 (66. Guðm. Steinn 4) 0-1 Kjartan Henry Finnbogason (55.) 0-2 Mark Rutgers (57.) 0-3 Óskar Örn Hauksson (63.) 0-4 Óskar Örn Hauksson (65.) 1-4 Jón Vilhelm Ákason (77.) 1-4 Jóhannes Valg. (6) FÓTBOLTI Úrslit Pepsi-deildarinnar þessa dagana eru öll eftir handriti KR-inga sem skyndilega eru mætt- ir af krafti í titilbaráttuna. Þeim leiddist ekki að heimsækja Vals- menn í gær og tóku sér tíu mínútur til að ganga frá leiknum. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Valsmenn fengu opnari færi þá voru KR-ingar með öll völd í þeim síðari. Björgólfur Takefusa fór illa með dauðafæri áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði flóð- gáttir, Valsmenn brotnuðu og eftir fylgdu þrjú önnur mörk. Óskar Örn Hauksson lét ekki mikið fara fyrir sér í fyrri hálf- leiknum en lék á als oddi í þeim síðari, skoraði tvö mörk með hörku- skotum og átti svo stoðsendingarn- ar í hinum mörkum KR-inga. „Ég er virkilega ánægður með hvernig menn komu stemmdir inn í síðari hálfleikinn. Mér fannst Valsmenn gefast upp eftir að við komumst í 2-0. Það losnaði um menn eftir að við komumst yfir og við náðum frábærum sóknum,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálf- ari KR, sem var að fagna sigri í fimmta deildarleiknum í röð. „Við þokumst nær toppsætinu og eigum vissulega möguleika á að taka þátt í þessari baráttu. En það eiga örugglega eftir að verða margir snúningar á þessari deild áður en Íslandsmeistarar verða krýndir. Næsti leikur er gegn Fylki á fimmtudag og hann skipt- ir mestu máli fyrir mig núna.“ Gunnlaugur Jónsson, þjálf- ari Vals, var ekki sáttur við sína menn í seinni hálfleik. „Hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn er bara grín. Við mætum ekki til leiks og ég veit ekki hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur. „Mér fannst við eiga betri færi í fyrri hálfleik en í þeim seinni náum ekki þessari liðsframmi- stöðu sem við höfum sýnt í síðustu leikjum.“ Valsmenn horfa til fjórða sætis deildarinnar sem gefur þátttöku- rétt í Evrópukeppni. „Þetta mót er alls ekki búið hjá okkur. Það er hellingur um að keppa. Mótið hefur verið svo ótrúlega jafnt í sumar og þessi lið sem hafa verið um miðbik deildarinnar eru að fara að mætast í næstu umferðum. Það er ýmislegt hægt að gera ef við náum sigrum,“ sagði Gunnlaugur. - egm Óskar Örn Hauksson var í fluggír þegar KR fór illa með Val á Vodafone-vellinum í gær: KR búið að stimpla sig inn í titilbaráttuna SJÓÐHEITIR KR-INGAR Kjartan Henry Finnbogason í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Haukar unnu ÍA 2-1 þann 12. júní 1979 á gamla Hvaleyrar- vellinum í Hafnarfirði. Það var síðasti sigur Hauka í efstu deild þar til í gær. Loksins, loksins segja Hafnfirðingar, þeir rauðklæddu. Haukar lögðu Blika 2-0 í Kópavog- inum í skemmtilegum leik en sitja enn neðstir í töflunni. Blikar höfðu skorað í öllum leikj- um sínum í sumar nema einum, þeim fyrsta sem var gegn Kefla- vík. Liðið hafði skorað 36 mörk í fimmtán leikjum og eru heitasta sóknarlið landsins. Það mátti sín lítils gegn öguðu og baráttuglöðu Haukaliði sem lagði allt í sölurnar fyrir fyrsta sigurinn. Haukarnir lokuðu miðjunni sinni vel og Alfreð Finnbogason var í strangri gæslu. Vonandi eiga útsendarar Nordsjælland og hinna félaganna sem horfðu á hann í gær upptökur af frammistöðum hans í sumar. Hann verður ekki dæmdur af þessum leik. Haukar voru gríðarlega þéttir og leyfðu Blikum ekki að ná sínu spili. Haukar fengu öll bestu færin og þeir komust yfir með frábæru skallamarki Daníels Einarssonar. Kári Ársælsson skoraði svo ótrú- lega klaufalegt sjálfsmark. Undir lok hálfleiksins fékk Elfar Freyr Helgason svo rautt spjald sem var rangur dómur. Einum færri áttu Blikar litla von enda voru Haukarnir betri í seinni hálf- leiknum. Ingvar Kale varði frábærlega frá Hilmari Geir og Arnar Gunn- laugsson skallaði í stöng. Arnar var frábær í leiknum, hann stýrði spili Hauka frá A til Ö. Hann held- ur boltanum ótrúlega vel og velur alltaf rétta kostinn. Sjálfstraust- ið var Haukamegin, þeir voru að leika sér í Kópavoginum. Ásgeir Þór var frábær líka sem og Dan- íel í vörninni. „Spilamennskan var skelfi- lega döpur, varnarleikurinn var óákveðinn og of linur, dekkningar slakar líkt og sendingarnar, árás- argirnin lítil og þegar við kom- umst í færi lyppuðumst við bara niður. Þetta var virkilega dapurt og lélegasti leikur okkar í sumar. Vonandi verður þetta sá lélegasti áfram,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika sem fannst rauða spjaldið harður dómur. „Það er leiðinlegt Haukanna vegna að tala um hvað við vorum slakir en þeir börðust bara fyrir þessu. Það var erfitt að vera tíu á móti þeim í seinni en við töpuðum þessu í fyrri hálfleik,“ sagði þjálf- arinn. Arnar Gunnlaugsson segir að líkami hans sé eins og vel smurð vél. „Ég hef ekki spilað í þrjár vikur en prófaði mig í gær. Það gekk fínt og þetta var ansi ljúft og sætur sigur. Heimir Guðjóns- son peppaði ungu strákana upp með því að spá Blikum 6-0 sigri en ég veit alveg hvað hann var að gera. Hann er klókur. Þetta var dagurinn okkar og ég hafði það á tilfinningunni að Blikar hefðu getað spilað í allt kvöld án þess að skora. Rauða spjaldið hjálp- aði okkur mikið, mér fannst þetta ekki vera rautt og einu mistök- in sem dómarinn gerði í dag. Ég hefði eflaust lagt skóna bara á hilluna ef við hefðum tapað þessu niður,“ sagði Arnar. hjalti@frettabladid.is 31 árs bið Hauka loksins á enda Haukar unnu sinn fyrsta leik í sumar og þann fyrsta í efstu deild í 31 ár í gær. Þeir voru einfaldlega betri en Blikar sem virkuðu stressaðir. Vanmat var greinilegt en Arnar Gunnlaugsson var magnaður í leiknum. LANGÞRÁÐUR SIGUR Haukar fögnuðu sínum fyrsta sigri í efstu deild í 31 ár í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Leikmenn Keflvíkinga náðu tvisvar forystunni gegn Stjörnunni í gærkvöldi en náðu aldrei að hrista þá af sér sem skil- aði sér í jafntefli eftir skrautlegt jöfnunarmark frá Halldóri Orra Björnsson. Keflvíkingar voru betri í leiknum og náðu vel að loka á skemmtilegt spil Stjörnumanna en náðu ekki að nýta góð færi til að klára leikinn. „Niðurstaðan er ekki alveg eftir gangi leiksins, mér finnst erfitt að koma af velli með eitt stig í húsi eftir góðan leik þar sem allir lögðu sig virkilega fram. Við sköpuð- um fullt af færum, vorum þéttir og leystum vel þröngt spil á miðj- unni og áttum bara fínan leik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Keflavíkur, eftir leikinn. „Við unnum hins vegar illa úr þeirri leikstöðu að komast yfir í tvígang, hins vegar gerum við tvö mistök sem kosta okkur tvö mörk. Það má hins vegar ekki gleymast að við vorum að spila við ferskt Stjörnulið sem hefur verið á flugi“ sagði Willum. „Við lendum strax undir í byrj- un og vorum í raun alltaf á eftir í þessum leik þrátt fyrir að við höfum jafnað fljótlega. Við vorum ekkert að spila illa en við höfum spilað betur og því þiggjum við stigið,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Miðjan þeirra lokaði vel spilinu okkar, þeir voru særðir eftir síð- asta leik og náðu sér á strik í þess- um leik. Núna erum við að sigla um miðja deild og það er ágætis spölur í toppinn en við ætlum okkur að ná fram fleiri stigum úr næstu leikj- um“ sagði Bjarni. - kpt Keflvíkingar náðu ekki að hrista af sér Stjörnumenn í jafnteflisleik suður með sjó í gærkvöldi: Tvenn mistök kostuðu okkur tvö mörk JAFNTEFLISBARÁTTA Þorvaldur Árnason og Hólmar Örn Rúnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Carlos Tevez skoraði tví- vegis er Manchester City vann sannfærandi 3-0 sigur á Liver- pool í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Gareth Barry kom City yfir en Tevez skoraði tvívegis í síðari hálfleik en síðara mark hans kom úr vítaspyrnu. Steven Gerrard átti skot í stöng fyrir Liverpool og í sömu sókn varði Joe Hart, markvörður City, glæsilega í tvígang. Liverpool er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirn- ar en City er með fjögur. - esá City vann Liverpool í gær: Sannfærandi sigur hjá City

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.