Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI25. ágúst 2010 — 198. tölublað — 10. árgangur MIÐVIKUDAGUR skoðun 12 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík býður upp á fjölda námskeiða fyrir börn og fullorðna í vetur. Skráning er hafin en frekari upplýsingar má finna á myndlistaskolinn.is. Þjóðbúningurinn ekki hentugur í 40 stig hi Um 30 manns voru í íslenska hópnum. Harmóníkuleikararnir í fararbroddi skrúðgöngunnar, Karl til hægri og Hilmar Hjartarson til vinstri. Auður Helga, eiginkona Karls, gengur á eftir honum, hásyngjandi. MYND/ÚR EINKASAFNI 98% bómull 2% t skokkur með tvöföldum rennilás DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Tímamót í náttúruvernd Fjörutíu ár eru liðin frá sprengingu Miðkvíslarstíflu í Laxá sem fellur úr Mývatni. tímamót 18 Beggja vegna borðsins Benedikt Erlingsson leikur í Íslandsklukkunni. fólk 30 TÓNLIST Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á ann- arri plötu sinni, Hunting for Happi ness, af fyrirtækinu Smekk- leysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við. „Okkur fannst það hvimleitt að platan hafði ekki fengist í svona langan tíma, sérstaklega af því að nýja platan er svona vinsæl,“ segir söngvarinn Haukur Heiðar. „Fólk hefur verið að spyrja mikið um gömlu plötuna og hvar væri hægt að fá hana. Það er allt í góðu á milli okkar og Smekkleysu en við ákváðum bara að fara þessa leið og gefa út sjálfir.“ - fb / sjá síðu 30 Dikta kaupir útgáfurétt: Hamingjuleitin enn þá eftirsótt DIKTA Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni, Hunting For Happiness. NÝ BRAGÐ TEGUN D SKÓGA RBERJA NÝR JÓGÚRTDRYKKUR  netverslun.is Skoðaðu úrvalið á HÆGVIÐRI Í dag má búast við hægri NA- eða breytilegri átt. Sunnan og vestan til verður nokkuð bjart en þungbúnara og lítilsháttar væta norðan- og norðaustanlands. Hlýjast allra syðst. VEÐUR 4 11 7 8 7 12 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók fimm karl- menn í Árbæjarhverfi í gærmorg- un vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undan- förnu. Samkvæmt lýsingum sjónar- votta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grun- uðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfir- heyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn á höfuðborg- arsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunar- gögn, sem eru hlutir úr þremur inn- brotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrot- um í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarn- ir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum inn- brotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti vald- ið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvet- ur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is MENNIRNIR TEKNIR Mennirnir voru handteknir í gærmorgun í íbúð í Árbæjarhverfinu. Hópur lögreglumanna á mörgum bílum gekk hratt til verks og gengu handtökurnar fljótt og vel fyrir sig. Hér er einn hinna grunuðu leiddur út í lögreglubíl. Fimm manna þjófa- gengi handtekið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm manna þjófagengi í gær. Eftir húsleitir og fund þýfis hafði lögreglu þegar tekist að tengja þá við þrjú innbrot. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra vonast til þess að samstarfsáætlun, eða þjóðarsátt ríkis, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka verði í gildi næstu misseri. Þetta kemur fram í grein hans í Fréttablaðinu í dag. Steingrímur segir hafa verið í tísku að tala niður samstarfið sem í gildi hafi verið, en færri hafi rætt hversu mikilvægt og lífsnauðsynlegt sé að sameina kraftana á erfiðum tímum. Hann segist vonast eftir samstarfi á sviði efnahags- og kjaramála og í baráttunni við atvinnuleysi. „Ábyrgð þeirra sem skærust úr leik við núverandi aðstæður yrði mikil,“ segir hann. - þeb / sjá síðu 16 Steingrímur J. vill samstarf: Þjóðarsátt næstu misseri KR-ingar sakna Loga Óskar Örn Hauksson er leikmaður 17. umferðar Pepsi-deildar karla. sport 26 STANGVEIÐI „Hann var eins og fal- legt, feitt konulæri,“ segir Geir Gunnarsson, forstjóri Honda- umboðsins, sem í gær veiddi stærsta lax sumarins, 110 sentimetra langan og 51 sentimetra að ummáli. Risalaxinn veiddi Geir í Kirkju- hólmakvísl í Laxá í Aðaldal. Stærsti lax sem Geir hefur áður veitt er 24,5 pund. Samkvæmt kvarða Veiðimála- stofnunar vó fiskurinn sem Geir veiddi í gær ríflega 26 pund. „Ég hélt að ég væri búinn að fá minn stærsta fisk en nú bætti ég um betur,“ segir Geir, sem veiddi stór- laxinn í gær þegar aðeins var eftir um klukkustund af veiðitímanum. „Ég gaf engan séns heldur tók mjög stíft á laxinum og var ekki nema tuttugu mínútur að landa honum. Það var mikill léttir að lax- inn skyldi ekki drepast og hann synti aftur á sína heimaslóð,“ segir Geir sem kveður Laxá hafa lifnað mikið við á síðustu þremur árum. „Það er gott að vita til þess að drottning lax- veiðiánna er að vakna aftur.“ - gar Forstjóri Honda veiddi yfir 26 punda lax í Kirkjuhólmakvísl í Laxá í Aðaldal í gær: Stærsta laxi sumarsins var sleppt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.