Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 2
2 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest hagnað- ist um 3,2 milljónir evra, jafnvirði um 490 milljóna króna, á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 11,5 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Neikvæður gengismunur og beiting hlutdeildaraðferðar á eignir félagsins hafa áhrif á samanburðinn. Eignir Eyris námu 417 milljónum evra, 64 milljörð- um króna í lok tímabilsins og nam eigið fé 160 millj- ónum evra. Eiginfjárhlutfall stóð í 38 prósentum. Á móti námu skuldir 257 milljónum evra, jafnvirði fjörutíu milljarða króna, Þungi afborgana fellur á næstu þremur árum, þar af 124,5 milljónir evra, nítj- án milljarðar króna, á næsta ári, miðað við hálfsárs- uppgjör sem birt var á mánudag. Stjórnendur Eyris benda á í samtali við Frétta- blaðið að staðan sé sterk. Gjalddagarnir komu til við endurfjármögnun félagsins í fyrravor þegar skuld- ir voru stokkaðar upp í samvinnu við lánardrottna. Gert er ráð fyrir að lengt verði í lánum fyrir gjald- daga. Afborganir á næsta ári verði mun lægri en fram komi í uppgjörinu, í hæsta lagi nærri tuttugu milljónum evra, jafnvirði þriggja milljarða króna, í stað nítján. - jab Ingó, eruð þið að brenna upp? „Nei, við erum bara of heitir.“ Eldur kviknaði í hátalara á balli með Veðurguðunum í Hveragerði á laugardag. Ingólfur Þórarinsson, söngvari hljómsveit- arinnar, sagðist, í samtali við Fréttablaðið í gær, oft hafa verið funheitur á sviðinu þótt aldrei hafi kviknað í. EFNAHAGSMÁL Ísland er staðsett á milli Egyptalands og Papúa Nýju- Gíneu á lista yfir lönd þegar borinn er saman hagvöxtur í þeim síðustu tvo áratugi. Bent er á það í 26. tölublaði Vís- bendingar á þessu ári að verg lands- framleiðsla (VLF) á mann hafi á tímabilinu bara vaxið um 56 prósent hér. „Ekkert Vestur-Evrópuríki er neðar á listanum,“ segir þar. Á sama tíma hefur VLF á mann tvöfaldast í Bandaríkjunum og auk- ist enn meira í mörgum Evrópuríkj- um. „Nefna má ríki Austur-Evrópu en einnig Írland, Lúxemborg og Hol- land, en í öllum ríkjunum hefur VLF á mann 2,5 til 3,5 faldast á þessu tímabili. Spánn, Kýpur og Grikk- land eru líka með betri hagvöxt á mann.“ Fullyrðingar Evrópuþingmanns- ins Daniels Hannah í erindi sem hann hélt hér á landi í síðasta mán- uði um hagvöxt í ólíkum löndum eru í Vísbendingu sagðar vafasamar, en þar kvað hann Bandaríkin hafa stað- ið sig betur en lönd Evrópu. „Honum láðist reyndar að geta þess að hag- vöxtur á mann á Íslandi hefur verið mun minni en í Evrópusamband- inu,“ segir í Vísbendingu. - óká Hagvöxtur lakari hér síðustu tvo áratugi en í Bandaríkjunum og Evrópu: Erum neðst Vestur-Evrópuríkja Í KÍNA Hagvöxtur á mann í Kína síðustu tvo áratugi er yfir þúsund prósentum, en 56 prósent á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ORKUMÁL Fyrirtækið Ræktunar- miðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarð- verktöku fær ekki að selja Hver- gerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagra- hvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjar- yfirvöldum bréf fyrir hönd fyrir- tækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðn- inni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir bæjarstjóri. Hvera- gerðisbær seldi hitaveitu bæj- arins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkarétt- ur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðis- bæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurn- ing hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auð- lind sem fylgdi með. „Í samningn- um við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagra- hvammi enda séu tvær mjög öfl- ugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé mögu- leiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveit- an ætli að hætta að reka hér gufu- veitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavött- um á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjald- skrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga Ræktunarmiðstöðin má ekki selja Hvergerðingum heitt vatn eins og félagið hugðist gera. Bæjarráðið segist hafa selt öll réttindi bæjarins til hitaveiturekst- urs til Orkuveitunnar sem nú hafi einkarétt á sölu heits vatns og gufu í bænum. HVERAGERÐI Hitaveita Hveragerðis var seld til Orkuveitunnar árið 2004. Auk þess sem nýtanleg orka í eignarlandi bæjarins fylgdi með í kaupunum fékk Orkuveitan einkarétt á að selja heitt vatn og gufu í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Helsti eigandi Marels og Össurar hagnaðist um tæpan hálfan milljarð króna: Eyrir samdi við lánardrottna Helstu eignir Eyris Invest eru þriðjungur í Marel, fimmtán prósent í Össuri og sautján prósent í hol- lenska iðnfyrirtækinu Stork. Félögin gera öll upp í erlendri mynt, bæði Bandaríkjadölum og evrum. Á í öflugustu félögum á markaði FORSTJÓRINN ÁRNI ODDUR Stjórnendur Eyris Invest sömdu við kröfuhafa eftir hrunið og stokkuðu skuldir upp. Þeim verður breytt þegar nær líður gjalddögum. LÖRGEGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hélt í gær áfram að yfirheyra fólk sem talið er geta gefið upplýsingar sem leitt gætu til handtöku morðinga Hannesar Þórs Helgasonar, sem fannst látinn í húsi sínu í Hafnarfirði um hádeg- isbil á sunnudag. Jafnhliða er unnið úr gögnum sem safnað hefur verið, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Enginn er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær, að íslenskur karlmaður, sem tekinn var í byrjun mánaðarins í Litháen með eitt kíló af fíkniefn- um hefði unnið hjá KFC-kjúklinga- stað í eigu fjölskyldu Hannesar Þórs í Vilnius. Lögreglan lítur hins vegar til þess máls við morðrann- sóknina þar sem umræddur maður og Hannes Þór voru kunningjar. - jss Enginn í haldi lögreglu: Stöðugar yfir- heyrslur vegna morðmáls STÓRIÐJA Norðurál hefur vísað samningi sínum við HS orku fyrir gerðardóm í Svíþjóð. Ástæðan er sú að orkufyrirtækið standi ekki við samninga um orkuafhendingu fyrir álverið. Framkvæmdir við álver í Helguvík eru því í uppnámi. Þetta kom fram í fréttum Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöldi. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sagði í viðtali við sjón- varpið að nauðsynlegt hafi verið að leita til sænska gerðardómsins þar sem Norðurál þurfi skýr svör um það hvort HS orka ætli að standa við samninginn. Norðurál sé til- búið til að halda framkvæmdum í Helguvík áfram en það sé ekki hægt nema tryggt sé að næg orka fáist. Samningur Norðuráls og HS orku var gerður 2007. Helguvík í uppnámi: Samningur til gerðardóms ORKUMÁL Iðnaðarnefnd Alþing- is ætlar að fá umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra á sinn fund á morgun til þess að ræða stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og áhrif þeirrar stækkunar á áform um Norðlingaölduveitu. Fulltrúar Landsvirkjunar og sveitarfélaganna sem eiga land að Þjórsárverum eru einnig boð- aðir á fund nefndarinnar, að sögn Skúla Helgasonar, formanns hennar og þingmanns Samfylk- ingarinnar. - pg Friðlandið í Þjórsárverum: Ráðherrar hitta iðnaðarnefnd DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fimmtugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni. Konunni er gefið að sök að hafa hótað lögreglukonu lífláti fyrir utan lögreglustöðina við Hverfis- götu í nóvember í fyrra. Jafnframt að hafa hrækt framan í hana. Þá er konunni gefið að sök að hafa spark- að í vinstri fót og maga kvenkyns fangavarðar og jafnframt slegið hana í andlitið með brjóstahaldara. Loks sparkaði konan í sköflung lögreglumanns á staðnum, að því er greinir í ákæru. - jss Kona á fimmtugsaldri ákærð: Sló og sparkaði í fangavörð KÍNA, AP Kínversk farþegaþota brotlenti í aðflugi að flugvelli við borgina Yichun, sem er milljón manna stórborg í Heilongjiang- héraði í norðanverðu Kína. Að sögn kínverskra fjölmiðla fórust 43 manns en 53 björguð- ust. Alls voru 96 manns um borð, þar af fimm manna áhöfn. Mikil þoka var á svæðinu og var vélinni flogið of langt þannig að hún lenti utan vallarins. Eldur kom strax upp í brakinu. Vélin var framleidd í Brasilíu, og var af gerðinni Embraer E- 190. - gb Flugslys í Kína: Nærri helming- ur bjargaðist Á VETTVANGI Aðkoman var ófögur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.