Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 4
4 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 30° 20° 17° 23° 24° 17° 17° 24° 18° 31° 26° 34° 19° 24° 23° 17°Á MORGUN 3-8 m/s um allt land. FÖSTUDAGUR Hægviðri víðast hvar. 11 9 7 10 8 8 7 11 12 14 7 6 7 3 8 3 5 6 9 3 4 3 10 6 8 7 11 11 8 7 8 10 HÆGVIÐRI Litlar breytingar verða á veðrinu fram að helgi. Vindur verð- ur fremur hæg- ur og að mestu norðlægur. N- og NA-til verður skýj- að á köfl um, væta á stöku stað og heldur svalt. Besta veðrið verður S- og SV-lands, bjart að mestu og hitinn ágætur. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SAMGÖNGUR Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 far- þega í hverri ferð í stað 520 far- þega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarn- ir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþega- fjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er ein- göngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dags- ins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugar- dagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukk- an níu um helgar en klukkan hálf- átta virka daga. Best væri að ferð- ir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýt- ingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmt- unar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætl- unina.“ peturg@frettabladid.is Eyjamenn vilja fleiri ferðir Herjólfs Á einum mánuði hafa 60.000 farþegar siglt til Eyja. Ný reglugerð takmarkar fjölda farþega sem Herjólfur getur flutt í hverri ferð. Færri komast til Eyja en vilja um næstu helgi. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill fjölga áætlunarferðum. HERJÓLFUR Landeyjahöfn hefur dregið gríðarlegan fjölda ferðamanna til Eyja. Fyrir kemur að heimamenn komist ekki með skipinu um helgar vegna ásóknar ferða- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞJÓÐKIRKJAN Helmingur ríkis- stjórnarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra sagðist íhuga að segja sig úr þjóðkirkjunni á blaðamannafundi að loknum rík- isstjórnarfundi í gær en vildi þó ekki gefa upp hvort það væri í ljósi atburða síðustu daga. Forsæt- isráðherra vill vinna að aðskilnaði ríkis og kirkju, líkt og Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra, Gylfi Magnússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra. Hvorki utanríkisráðherra né mennta- og menningarmálaráð- herra eru skráð í þjóðkirkjuna. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra og Gylfi Magnússon efna- hags- og viðskiptaráðherra eru það hins vegar bæði og segjast hvorugt hafa íhugað að skrá sig úr henni. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vildi ekki svara spurningum blaða- manns um efnið. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mann- réttindaráðherra, vilja bæði halda ríki og kirkju sameinuðum. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra segir spurninguna varða hennar einkamál og vildi ekki gefa upp hvort hún sé skráð í þjóðkirkj- una. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hlynnt- ur sjálfstæði kirkjunnar. Árni Páll hefur ekki íhugað að skrá sig úr þjóðkirkjunni. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segist hafa efasemdir um aðskilnað en hún hafi reglu- lega íhugað að skrá sig úr þjóð- kirkjunni. - sv Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur íhugað að segja sig úr þjóðkirkjunni: Sex ráðherrar vilja aðskilnað ríkis og kirkju ÚRSAGNIR HJÁ ÞJÓÐSKRÁ Hundruð hafa lagt leið sína til Þjóðskrár á síðustu tveimur dögum til að skrá sig úr þjóð- kirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUMÁL Um 80 þúsund far- þegar nýttu sér strætó á menn- ingarnótt um síðustu helgi. Það er með því mesta sem almenningsfar- artæki á Íslandi hafa flutt á einum degi frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó, en ferðum var fjölgað og ókeypis var í strætisvagna allan daginn. Þar segir að akstur strætó hafi gengið mjög vel og eftir því hafi verið tekið hversu jákvæðir farþegar voru og duglegir að nýta sér þjónustuna. Álagið hafi því verið minna á götur og bílastæði borgarinnar. - þeb Metfjöldi á menningarnótt: Áttatíu þúsund tóku strætó STRÆTÓ Áttatíu þúsund farþegar fóru með strætisvögnum á menningarnótt, sem er með því mesta sem verið hefur á einum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum. ELLIÐI VIGNISSON BÆJARSTJÓRI VESTMANNAEYJA Ágangur kinda við sumarhús Skógræktargirðing hjá Stapaseli í Borgarfirði er í slæmu ástandi og það hefur leitt af sér ágang fjár við sum- ar hús hjá Stóru-Skógum og nágrenni. Afréttarnefndin á svæðinu segir að auk þess gangi illa að hafa uppi á því fé sem komið sé inn fyrir skógræktar- girðinguna. BORGARFJÖRÐUR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem dæmd- ir voru fyrir stórfelldan fíkniefna- innflutning í sumar. Mennirnir, Davíð Garðarsson og Guðlaugur Agnar Guðmunds- son, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi hvor fyrir aðild að smygli á 1,6 kílóum af kókaíni. Þeir áfrýjuðu dómnum til Hæsta- réttar. Auk þeirra voru þrír aðrir dæmdir vegna málsins. Ríkissaksóknari setti fram kröfu um að Davíð og Guðlaug- ur yrðu hafðir í gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar fyrir Hæstarétti og var orðið við henni. - jss Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Kókaínsmygl- arar áfram í gæsluvarðhaldi DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa kýlt mann í andlitið svo sá síðarnefndi féll í gangstéttina og kinnbeinsbrotnaði. Að auki bólgn- aði hann, marðist og hruflaðist í andliti og tognaði í baki og mjöðm. Atvikið átti sér stað við skemmtistaðinn Apótekið í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Þess er krafist að ofbeldismað- urinn greiði tæpar 600 þúsund krónur í miskabætur til handa fórnarlambinu. - jss Ákærður fyrir líkamsárás: Kýldi mann og kinnbeinsbraut Sextíu milljóna lán Bæjarstjórn Stykkishólms hefur sam- þykkt að taka 60 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjár- magna framkvæmdaáætlun bæjarins á þessu ári. Lánið ber 4,57 prósenta vexti og er til fjórtán ára. STYKKISHÓLMUR Hraðinn ekki aukinn Bæjarráð Stykkishólms vill ekki að hámarkshraði ökutækja þar í bæ hækki úr 35 í 40 kílómetra á klukkustund eins og Vegagerðin bað bæjaryfirvöld að íhuga. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 24.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,8148 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,87 121,45 186,11 187,01 152,37 153,23 20,454 20,574 19,189 19,303 16,191 16,285 1,4311 1,4395 181,94 183,02 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.