Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 8
8 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR PAKISTAN Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulít- inn áhuga á að styðja við fórnar- lömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og dag- legt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borg- inni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfir- maður neyðaráætlana hjá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálp- ar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjöl- far hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðar- leg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum stað- ið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætl- að að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæð- arinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráða- birgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilis- lausra hafi fengið athvarf í neyðar- búðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is Lítið skeytt um Pakistan? UNICEF undrast áhugaleysi alþjóðasamfélagsins á að koma fórnarlömbum flóðanna í Pakistan til hjálpar. Sautján milljónir manna eru án heimilis. NEYÐARÁSTAND Ástandið á flóðasvæðunum í Pakistan er hið versta sem sést hefur á hamfarasvæðum í áratugi, segir yfirmaður hjá UNICEF. NORDICPHOTOS/AFP Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Tilboð 49.900,- Fullt verð 66.900,- Tilboð 79.900,- Fullt verð 108.600,- Kirsuber -4 0% af V ii wa v eg gs am st æð um í hl yn o g hv ít u -4 0% -4 0% Ti lb oð Ti lb oð -3 0% af ö ll um F le x f at as ká pu m Tilboð 100.380,- Fullt verð 143.400,- Tilboð 39.300,- Fullt verð 78.600,- -5 0% Hæðarstillanleg (handsnúin) skrifborð í hnotu Tilboð 74.340,- Fullt verð 123.900,- Tilboð 30.780,- Fullt verð 51.300,- Rýmingarsala rýmum fyrir nýjum vörum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.