Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 16
16 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Í fyrri greinum hefur verið farið yfir orsakir og afleiðingar banka- hrunsins, þann árangur sem þegar hefur náðst í glímunni við kreppuna og staða þjóðarbúsins verið greind. Um leið og því ber að fagna sem áunnist hefur er engin ástæða til að draga dul á að mikil og erfið verk- efni bíða úrlausnar. Nú verður farið yfir nokkur þau helstu hér innan- lands. Þau sem bíða okkar í sam- skiptum við erlenda aðila verða reif- uð síðar. Aðlögun í ríkisfjármálum Ríkisfjármálin eru tvímælalaust eitt erfiðasta verkefnið sem framundan er. Eins og áður hefur komið fram náðist strax á árinu 2009 umtals- verður árangur í þeim efnum. Skilningur og samstarfsvilji hefur ríkt hvað það varðar að hagræða og spara í opinberum rekstri. Áætlaður rekstrarhalli ríkissjóðs á yfirstand- andi ári er rétt undir 100 milljörð- um króna. Í fjárlögum næsta árs þarf að ná honum umtalsvert niður þannig að svokallaður frumjöfnuður, þ.e. rekstur ríkisins án fjármagns- kostnaðar verði jákvæður á næsta ári. Til þess verður ráðist í umfangs- miklar aðlögunaraðgerðir upp á 43 milljarða króna sem í grófum drátt- um skiptist þannig að dregið verður úr útgjöldum um 32 milljarða frá því sem ella hefði orðið og tekna aflað að auki með sértækum aðgerðum upp á 11 milljarða. Þessar aðgerðir verða erfiðar, jafnvel beinlínis sársauka- fullar, en þær eru því miður óum- flýjanlegar. Góðu fréttirnar eru þær að með þeim verður hið erfiðasta afstaðið. Árin 2012 og 2013 verða auðveldari viðfangs og umfang hag- ræðingaraðgerða mun minna, gangi áætlanir um efnahagsbata í grófum dráttum eftir. Samstarfsáætlun Annað mikilvægt úrlausnarefni eru kjaramálin. Undir lok árs verður staðan sú að svo til allir kjarasamningar á almennum jafnt sem opinberum vinnumarkaði verða lausir, þ.e.a.s. hafi ekki þegar samist fyrir þann tíma. Miklu skiptir hvernig til tekst. Aðilar vinnumarkaðarins, sveitarfélögin, bændasamtökin og ríkið gerðu fyrir rúmu ári svonefndan stöðug- leikasáttmála. Mjög hefur verið í tísku að tala þetta samstarf niður en færri hafa rætt hversu óendan- lega mikilvægt og í raun lífsnauð- synlegt það er okkur að sameina kraftana á þessum erfiðu tímum. Undirritaður ber þá von í brjósti að við verðum aftur jafngæfusöm og einhvers konar ný samstarfsáætlun verði í gildi næstu misseri þar sem stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar- ins og fleiri heildarsamtök vinna á sameiginlegum vettvangi að brýnustu viðfangsefnum á sviði efnahags- og kjaramála, í bar- áttunni við atvinnuleysið o.s.frv. Ábyrgð þeirra sem skærust úr leik við núverandi aðstæður yrði mikil. Það er jafnframt mikilvægt að leysa deilur um fyrirkomulag fiskveiði- stjórnar einkum hvað varðar með- ferð veiði- eða afnotaréttinda á sviði sjávarauðlinda. Áratuga illdeilur um málið hafa engu skilað og ítrek- að komið fram að þjóðin er ósátt við fyrirkomulagið. Sjávarútvegurinn er einnig skuldugur úr hófi fram að verulegu leyti vegna kvótakaupa á uppsprengdu verði þó fleira komi til. Slíkt ástand er óviðunandi til lengd- ar. Sú ábyrgð hvílir sameiginlega á herðum stjórnvalda og hagsmunaað- ila að finna ásættanlega lausn. Brýnt er að sá sáttafarvegur sem málið er nú í leiði til farsællar niðurstöðu, þar sem sameign þjóðarinnar á auðlind- inni er fest í sessi um leið og sjáv- arútvegi er skapað traust rekstrar- umhverfi. Efnahagslegt vægi gjaldeyrislána Með dómi Hæstaréttar frá því snemmsumars liggur nú fyrir að einhver hluti svonefndra myntkörf- ulána eru ólögmæt eða óskuldbind- andi. Það að umfangsmikil lánastarf- semi sem hér var ástunduð um langt árabil skuli nú reynast á ólögmæt- um grunni er mikill áfellisdómur yfir fjármálakerfinu og eftirlitinu. Þeir sem tóku slík lán og önnur sam- bærileg sem dæmd kunna að verða ólögmæt munu njóta lækkunar höf- uðstóls en óvissa er enn uppi varð- andi það hvernig með lánin skuli farið að öðru leyti. Lækkun höfuð- stóls lánanna mun hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu margra, en áhrifin á fjármálakerfið og fjármálastöðug- leika eru óviss. Endanleg niðurstaða, bæði um umfang málsins og vaxta- þáttinn, mun hafa geysimikið efna- hagslegt vægi eins og fram hefur komið. Eignarhald og arður af auðlindum Til viðbótar við umdeild kaup kanad- íska fyrirtækisins Magma í gegnum sænskt skúffufyrirtæki á HS Orku, sem nú sæta rannsókn, bíður mikil vinna við að endurskoða og styrkja lagaumgjörð um auðlindamál með það að markmiði að treysta opinbert eignarhald á auðlindunum í sessi og forræði okkar Íslendinga sjálfra og þar með arðinn af auðlindanýting- unni. Það er eindregin skoðun und- irritaðs að vaxandi arður af sam- eiginlegum auðlindum geti orðið og eigi að verða vaxandi hluti ríkis- tekna á komandi árum og áratugum. Þó ekki sé nema horft til þróunar raforkuverðs í heiminum, svo ekki sé minnst á græna orku, þá skiptir sköpum að við sjálf innleysum þann tugmilljarða aukna arð sem hægt á að vera að sækja til núverandi orku- vinnslu svo ekki sé talað um það sem við kann að bætast. Núverandi ríkis- stjórn hefur einsett sér það markmið til að svo verði. 2011 lýkur samstarfi við AGS Samstarfsáætlunin með Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum er nú komin á rekspöl á nýjan leik og verði ekki frekari tafir lýkur henni síðsum- ars 2011. Vera AGS hér er eðlilega umdeild og væntanlega finnast fáir landar sem ekki hefðu mikið vilj- að til vinna að til hennar hefði ekki þurft að koma. Úr því sem komið er skiptir mestu að málinu ljúki með farsælum hætti og Ísland geti sem fyrst staðið algerlega á eigin fótum án slíkrar aðstoðar og íhlutunar. Bætum allan ríkisreksturinn Sameining ráðuneyta og stofnana og endurskipulagning opinbers rekstrar hljóta að flokkast meðal brýnustu verkefna við núverandi aðstæður. Áformaðar eru viðamikl- ar og áframhaldandi breytingar í opinberum rekstri í því skyni að hagræða og spara eins og kostur er, en einnig til að unnt verði betur að verja nauðsynlega grunnþjónustu og störf. Liður í þessu eru áform um að sameina og fækka ráðuneytum sem greiðir götu þess að stofnanir er undir þau heyra verði sameinaðar. Til þessa standa ekki aðeins sparn- aðarrök heldur færir skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis okkur einn- ig heim sanninn um að meðal helstu veikleika í stjórnkerfi okkar eru of margar, dreifðar og veikburða ein- ingar. Glíman við atvinnuleysið Þó svo að atvinnuleysi hafi ekki orðið eins mikið og spár gerðu ráð fyrir hlýtur glíman við það að vera forgangsverkefni. Viðgangur hins almenna atvinnulífs skiptir þar mestu þó oft sé talað eins og ein- stakar stórframkvæmdir séu það eina sem máli skiptir. Stöðugleiki, lækkandi vextir og verðbólga, ásamt öllum þeim hvetj- andi og örvandi aðgerðum sem við- ráðanlegt er að ráðast í eru sjálfsagt framlag stjórnvalda. Á þeim grunni þarf síðan að skapast andrúmsloft aukinnar bjartsýni og trúar á fram- tíðina. Efnahagsástand er huglægt ekkert síður en efnislegt og um leið og til- trúin fer aftur vaxandi munu miklir kraftar leysast úr læðingi. Tækifær- in eru næg og að þeim verður betur vikið síðar. Landið tekur að rísa! Verkefnin fram undan Grein 4 Þjóðmál Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka starfar öflugur og reynslumikill hópur sérfræðinga sem veitir viðskiptavinum faglega þjónustu varðandi sparnað í sjóðum, verðbréfaviðskipti og lífeyrissparnað. Hringdu í síma 444 7000 eða komdu við hjá okkur í Borgartúni 19. Við tökum vel á móti þér. Starfsfólk Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka. Getum við aðstoðað? arionbanki.is/eignastyring ÍS L E N S K A S IA .IS A R I 4 9 7 3 0 0 8 /1 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.