Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 6
6 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Stjórn Íbúðalánasjóðs nær ekki samstöðu um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Að ráði Árna Páls Árnasonar félagsmála- ráðherra hefur nú verið skipuð sér- stök valnefnd til að gera tillögu um hæfasta umsækjandann. „Þetta er gífurlega mikilvæg stofnun og það eru mörg erfið verkefni fram undan. Ég mat það þannig og er þeirrar bjargföstu skoðunar að það sé nauðsynlegt fyrir nýjan framkvæmdastjóra að hafa mjög víðtækan styrk stjórnarmanna í þau verkefni sem bíða. Ráð- herra viðraði þessa hugmynd við stjórnina til að ná helst öllum atkvæð- um stjórnar- manna á bak við framkvæmda- stjórann,“ segir Hákon Hákonarson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs. Árni Páll Árnason tekur undir að mikilvægt sé að ná samstöðu um niðurstöðuna. „Við viljum vera viss um að nýr framkvæmdastjóri hafi tiltrú og að það sé víðtækur skilningur á því að um hæfasta umsækjandann sé að ræða,“ segir ráðherra sem aðspurður kveðst enga skoðun hafa á því hvern eigi að ráða. Starfandi framkvæmdastjóri, Ásta H. Bragadóttir, naut stuðn- ings þriggja af fimm stjórnar- mönnum í starfið. Ekki hefur þó verið gengið til atkvæða um málið. Ásta hefur nú dregið umsókn sína til baka. Starfsmenn Íbúðalána- sjóðs lýstu yfir stuðningi við Ástu með yfirlýsingu í gær. „Ég hefði viljað sjá hennar nafn í ferlinu allt til enda,“ segir ráðherrann. Þau sem skipa valnefndina eru Magnús Pétursson ríkissátta- semjari, Jón Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík og dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lekt- or við Háskóla Íslands. Niðurstaða þeirra á að liggja fyrir eftir um þrjár vikur. Staða Íbúðalánasjóðs er slæm. Koma þar bæði til vanskil þeirra sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og einnig milljarða tap vegna skulda- bréfakaupa af viðskiptabönkunum sem féllu haustið 2008. Þá segir Hákon um átta hundruð íbúðir í eigu sjóðsins. Staðan sé þó heldur að batna því fleiri lán séu að komast í skil og frystingum lána fækki. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí að gert væri ráð fyrir að ríkið þyrfti að leggja Íbúðalánasjóði til allt að tuttugu milljarða króna fram til ársins 2014. Ráðherrann segir forsendur varðandi þetta lítið hafa breyst. „Ríkið stendur að baki Íbúðalánasjóði og mun grípa til aðgerða til að styrkja sjóðinn og einnig til að draga úr áhættu hans,“ segir Árni Páll um framhaldið. gar@frettabladid.is Nefnd velur forstjóra fyrir Íbúðalánasjóð Stjórn Íbúðalánasjóðs gafst upp á að ná samstöðu um nýjan forstjóra og skipar að tillögu ráðherra valnefnd til að finna hæfasta umsækjandann. Nefndin á að ljúka störfum á þremur vikum. Sjóðurinn þarf almenna tiltrú segir ráðherra. ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Framkvæmdastjórinn hætti 1. júlí og aðstoðarframkvæmdastjór- inn hefur sinnt starfinu síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. UTANRÍKISMÁL „Stuðningur ESB við umsóknarríki er án kvaða eða skuldbindinga þannig að þótt ekk- ert verði af aðild gerir ESB enga kröfu um endurgreiðslu á styrkj- um eða kostnaðarþátttöku umfram það sem felst í mótframlögum ein- stakra verkefna,“ segir í minnis- blaði fyrir utanríkismálanefnd, sem dagsett er 25. ágúst síðastlið- inn. Í minnisblaðinu er farið nokkuð ítarlega yfir þær stuðningsaðgerð- ir sem Evrópusambandið býður Íslandi upp á í umsóknarferlinu. Þar kemur fram að Evrópu- sambandið krefst mótframlaga til sumra þeirra verkefna, sem styrkt eru, en annarra ekki. Þannig eru styrkir til fjárfestinga bundn- ir að minnsta kosti 15 prósenta mótframlagi, en beinir styrkir að minnsta kosti 10 prósenta mót- framlagi. Eins og áður hefur komið fram hefur Evrópusambandið lýst sig reiðubúið til að verja allt að 28 milljónum evra, eða ríflega fjórum milljörðum króna, til svonefndrar landsáætlunar fyrir Ísland næstu þrjú árin, sem er stærsti þáttur aðstoðarinnar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það, hvernig þetta fé verður nýtt hér á landi, en í minnis- blaðinu kemur fram að talsverðum hluta styrkjanna verði væntanlega veitt til nokkurra verkefna, sem ljóst þykir að verði sérlega kostnað- arsöm fyrir stjórnsýsluna. Eru þar nefnd tvö dæmi, annars vegar þýð- ingamál og hins vegar innheimta tolla og virðisaukaskatts. Í minnisblaðinu segir mikil- vægt að „útfæra verkefni þannig að þau verði gagnleg, óháð því hvort Ísland gerist aðili að ESB eða ekki.“ - gb Í minnisblaði fyrir utanríkismálanefnd er farið yfir stuðningsaðgerðir Evrópusambandsins við Ísland: Engin krafa um endurgreiðslu styrkja FÁNI EVRÓPUSAMBANDSINS Sumir styrkjanna eru bundnir að minnsta kosti tíu eða fimmtán prósenta mótframlagi af hálfu Íslands, en aðrir ekki. NORDICPHOTOS/AFP Fjölbreytt úrval af rafskutlum Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum. Hafðu samband og við Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA 150 lítrar af landa teknir Lögreglan á Akureyri lagði hald á 150 lítra af landa eftir húsleit í iðnaðarhús- næði í fyrrakvöld. Þá lagði lögreglan hald á 260 lítra af gambra auk tækja til landaframleiðslu svo sem eim- ingjartækja, umbúða og efna. Einn maður var handtekinn en honum sleppt að yfirheyrslum loknum. LÖGREGLUFRÉTTIR Aðstoðaði erlendan togara Varðskipið Týr kom til aðstoðar erlend- um togara sem varð vélarvana um 490 sjómílur vest-suð-vestur af Reykjanesi aðfaranótt miðvikudags. Þegar komið var að togaranum var dráttarlínu skotið yfir. Áætlað er að skipin verði komin í Faxaflóa á laugardag segir á vef Gæslunnar. LANDHELGISGÆSLAN NORÐUR-KÓREA, AP Bandaríkja- maðurinn Aijalon Gomes brosti lítillega þegar hann faðmaði Jimmy Carter, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, áður en hann steig upp í flug- vél áleiðis til Bandaríkjanna. Carter hafði tekist að fá Gomes lausan úr fangelsi í Norður-Kóreu, sjö mánuðum eftir að hann var handtekinn þar. Gomes hafði fengið átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa komið án heimildar til Norður- Kóreu yfir landamærin frá Kína. - gb Carter í N-Kóreu: Fékk fangann látinn lausan FÓLK Aðstandendur séra Ágústs Sigurðssonar fylgdu honum fót- gangandi til grafar í gær, úr Dóm- kirkjunni yfir í Hólavallakirkju- garð. Að líkindum er þetta í fyrsta sinn í áratugi sem líkfylgd er fót- gangandi. „Útfararstjórinn sagðist hafa verið í þessu í fimmtán til tuttugu ár og aldrei hafa gert þetta fyrr,“ segir séra Kristján Björnsson, bróðursonur Ágústs. Nú til dags er sjaldgæft að fólk sé jarðsett í Hólavallakirkjugarði, en áður fyrr tíðkaðist að bera kist- una alla leið úr kirkjunni yfir í garðinn eða notast við hest. Í gær var bíll látinn duga. - sh Gengið frá Dómkirkjunni yfir í Hólavallakirkjugarð: Líkfylgd á fæti að gömlum sið TILKOMUMIKIL FYLGD Margmenni gekk fylktu liði í garðinn, þar sem séra Ágúst var jarðsettur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ættu orkufyrirtæki frekar að selja græna orku til annarra fyrirtækja en álvera? JÁ 59,5 % NEI 40,5 % SPURNING DAGSINS Í DAG „Ætti að skipta Reykjavík upp í sjálfbær hverfi?“ Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.