Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 16
16 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Sjávarútvegs- og landbún-aðarráðherra tókst í lið-inni viku að láta Evrópu-umræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópu- sambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. Veruleikinn er nokkuð á annan veg. Það veit ráðherrann jafn vel og aðrir talsmenn Heimssýnar. Þetta útspil á hins vegar rætur að rekja til þeirrar valdabaráttu sem nú er háð innan VG um völd og ráð- herrastóla. Heimssýnararmar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins styðja Jón Bjarnason og órólegu deildina í VG í þeim átök- um. Með því að ráðherrann hafði engin málefni til að styrkja stöðu sína í þess- ari baráttu var ákveðið að blása þessa staðhæf- ingu upp eins og hún væri sönn og sjá hvort það dygði ekki. Umsókn felur í sér markmið um aðild ef samningar takast. Við stígum þetta skref í þágu eigin hagsmuna. Ísland hefur þegar lagað sig að stærstum hluta reglu- verks Evrópusambandsins vegna EES-samningsins. Þar eru þó ein- hver óleyst mál sem þrýst verður á, til að mynda varðandi tölfræði- upplýsingar. Það hefði reyndar gerst óháð aðildarumsókn. Ugglaust mun koma þar í við- ræðunum að Ísland þarf að sýna fram á hvernig það hyggst leysa mál þar sem breytinga er þörf eftir að aðildarsamningur verð- ur samþykktur. Það á hins vegar ekkert skylt við þær fullyrðingar sem Heimssýn og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann nota í innanflokksátökunum. Það lýsir veikleika fjölmiðlun- ar í landinu að unnt skuli vera að rugla þjóðina í ríminu með ómál- efnalegum sápukúlum af þessu tagi. Sápukúlur í valdabaráttu Hitt þarf að hafa í huga að ríkisstjórnin hefur unnið kappsamlega að því að staðfæra og inn- leiða regluverk eftir fyrirmynd frá sumum Evrópusambandslöndum án þess að nokkur ósk hafi komið fram um það. Þetta á fyrst og femst við í sjávarútvegsmálum. Í tuttugu ár hafa tvö markmið ráðið stefnunni í sjávarútvegsmál- um. Annars vegar sjálfbærni veiða og hins vegar þjóðhagsleg hag- kvæmni. Í flestum Evrópusam- bandslöndum hefur þessum tveim- ur markmiðum verið fórnað fyrir það markmið að fjölga störfum. Núverandi ríkisstjórn aðhyllist sömu sjónarmið í sjávarútvegsmál- um og ríkir í flestum löndum Evr- ópusambandsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í nokkr- um smáum skömmtun verið að koma þessari stefnu í framkvæmd. Þessi hugmyndafræði þjónar vel hagsmunum þeirra sem fá ný störf og geta hafið útgerð nýrra skipa. Hún kostar hins vegar eig- endur auðlindarinnar, skattborgar- ana, mikla fjármuni. Þeir verða að standa undir óarðbærum rekstri. Enginn vill skrifa undir aðildar- samning ef því fylgir skuldbinding um að innleiða fiskveiðistjórnun af því tagi sem birst hefur í aðgerð- um ríkisstjórnarinnar á þessu sviði fram til þessa. Sú aðlögun að Evr- ópuhugmyndafræði í sjávarútvegs- málum sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra hefur haft forystu um veikir samningsstöðu Íslands. Hvernig á að sannfæra Evrópu- sambandið um réttmætar kröfur Íslands í sjávarútvegsmálum ef við erum að innleiða vitleysur með fyrirmynd í regluverki þess sem við viljum á hinn bóginn verjast í samn- ingaviðræðunum? Ástæða er til að ræða þessa aðlögun. Þversögnin í henni er raunveruleg og varasöm. Varasöm aðlögun Órólega deildin í VG held-ur því fram að forsendur fyrir stuðningi flokksins við umsókn að Evrópu- sambandinu séu brostnar. Heims- sýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja óró- legu deildina í þessum málflutningi til að styrkja stöðu hennar í valda- taflinu. Fulltrúar Heimssýnar hafa flutt þingsályktunartillögu um að draga aðildarumsóknina til baka. Sú tilgáta hefur heyrst að ríkis- stjórnin myndi falla verði tillagan samþykkt. Eini stjórnarkosturinn sem þá blasir við er samstjórn óró- legu deildar VG, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingar- innar. Slík stjórn er ugglaust mark- mið margra með valdabaráttunni sem fram fer á bak við tjöldin. Hitt gæti þó eins gerst að ríkis- stjórnin sæti. Samfylkingin er mál- efnalega veikari flokkurinn í sam- starfinu. Fram til þessa hefur hún ævinlega gefið eftir. Orkunýtingar- málin eru gott dæmi þar um. Svo er ekki unnt að útiloka að meirihlut- inn frá í fyrra haldi. Allt eru þetta vangaveltur. Kjarni málsins er sá að ólíðandi er að vafi ríki um það hvort árs- gömul ákvörðun Alþingis standi. Óskiljanlegt er hvers vegna ekki voru greidd atkvæði fyrir þinglok um þessa tillögu Heimssýnar. Mikilvægt er að Alþingi eyði þessari óvissu með atkvæða- greiðslu þegar í byrjun september. Allt annað er óásættanlegt gagn- vart fólkinu í landinu. Hitt má líka vera ljóst að óbreytt ástand er ekki til þess fallið að styrkja stöðu Íslands út á við; svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Eyða þarf óvissu um afstöðu Alþingis ÞORSTEINN PÁLSSON Tökum að okkur viðhald og nýbyggingar Gerum föst verðtilboð Tryggjum að verkin standist tímamörk Sími: 8637180 Email: finnurogfelagar@gmail.com S taða þjóðkirkjunnar er til umræðu eins og eðlilegt má teljast eftir atburði undanfarinna daga. Kröfur hafa komið upp um aðskilnað ríkis og kirkju; helmingurinn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar segist honum hlynntur og stjórnarþingmaður boðar frumvarp um aðskilnað í haust. Þjóðkirkjan hefur átt nokkuð undir högg að sækja undanfarinn hálfan annan áratug. Á þessum tíma hefur hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni lækkað úr yfir 90 prósentum í undir 80. Um níutíu prósent landsmanna eru þó áfram í kristnum trúfélögum. Mál Ólafs Skúlasonar biskups varð á sínum tíma til þess að úrsögnum úr kirkjunni fjölgaði. Síðar varð óánægja margra með afstöðu kirkjunnar í málefnum sam- kynhneigðra til þess að margir sögðu skilið við kirkjuna. Á síðustu dögum hefur enn riðið yfir bylgja úrsagna úr kirkjunni. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á, að í stað þess að láta vandamálin velkjast langtímum saman í stofnunum kirkjunnar brást þjóðkirkjan hratt við gagnrýni og óánægju almennings. Kirkjuráð tók ákvörðun um að sett yrði á fót sann- leiksnefnd til að rannsaka mál Ólafs biskups og viðbrögð kirkj- unnar við því á sínum tíma og bað konurnar, sem komið hafa fyrir kirkjuráð og lýst brotum hans, fyrirgefningar. Þegar rætt er um aðskilnað ríkis og kirkju er oft á reiki við hvað menn eiga. Þjóðkirkjan er ekki lengur ríkiskirkja; hún nýtur mikils sjálfstæðis og tengsl hennar við ríkisvaldið lúta einkum að ýmsum formsatriðum. Ríkið greiðir laun fastákveðins fjölda presta og starfsmanna Biskupsstofu og þeir teljast opinberir starfsmenn. Þetta er gert á grundvelli samnings frá 1997, sem fól í sér að ríkið eignaðist allar jarðeignir kirkjunnar, sem á sínum tíma voru um 16% af jarðeignum á landinu. Ætti fullur fjár- hagslegur aðskilnaður ríkis og kirkju að fara fram, yrði kirkjan væntanlega að fá bætur fyrir jarðirnar. Innheimtu sóknargjalda annast ríkið fyrir öll trúfélög, ekki aðeins þjóðkirkjuna. Í stjórnarskránni er tekið fram að hér sé þjóðkirkja og ríkis- valdið skuli styðja hana og vernda. Þetta ákvæði hefur ekki leng- ur neina praktíska þýðingu. Núorðið má fremur líta á það sem eins konar yfirlýsingu um kristinn siðferðisgrundvöll íslenzka ríkisins, sem flestir landsmenn hafa sennilega viljað hlúa að. Á næstunni gefst hins vegar tækifæri til þess, á stjórnlaga- þingi, að ræða hvort halda eigi þessu ákvæði stjórnarskrárinnar óbreyttu. Í núverandi stjórnarskrá er reyndar kveðið á um að verði kirkjuskipan ríkisins breytt, verði að halda um það þjóðar- atkvæðagreiðslu. En jafnvel þótt menn afnemi stjórnarskrárákvæðið, verða íslenzka ríkið og kristindómurinn trauðla aðskilin. Ísland er ríki með kross í þjóðfánanum og skjaldarmerkinu, sálm fyrir þjóð- söng og lögbundið frí á hátíðum kirkjunnar. Viljum við breyta því? Áður en hægt er að taka afstöðu til spurningarinnar um aðskilnað ríkis og kirkju, sem nú er komin upp vegna óánægju með kirkjuna, þarf að svara því hvaða þýðingu nákvæmlega slík- ur aðskilnaður hefur. Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju? Staða kirkjunnar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.