Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 18
 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Þegar veður er gott, landsmenn í fríi og fáir við tölvu, stendur Orf Líftækni hf. í markvissri aug- lýsingaherferð í gegnum gagn- rýnislausa fjölmiðla. Þar hefur verið talað um „stórfellda akur- yrkju“ á erfðabreyttu lyfjabyggi um allt land, í útiræktun og fullyrt að bændur bíði í röð eftir að fá að rækta þetta. „Verðmætara en gull“ segir í millifyrirsögn Fréttablaðs- ins þann 10. júlí, já hvert gramm er mjög verðmætt í líftækni. – Það er greinilega ekki hægt að treysta fjölmiðlum til að standa fyrir eigin og nauðsynlegri rannsóknarvinnu í þessum málum. Gagnrýnisleysi blaðsins til að grafast fyrir um það hvað býr að baki þessum fullyrðing- um er áberandi, áhugaleysi þess á sjónarmiðum þeirra sem hafa bent á að fara beri með gát í að sleppa erfðabreyttum lífverum út í nátt- úru Íslands er algert. Í orðum rit- stjóra Fréttablaðsins í leiðara sínum 13. júlí sl. fólst í ofanálag hreinlega hótun í garð umhverfis- ráðherrans ef hún skyldi leyfa sér að greiða ekki götu Orf Líftækni í alla staði. Kynningarátak um erfða- breyttar lífverur (www.erfdabreytt. net) sendi frá sér fréttatilkynningu til allra fjöl- og netmiðla um málið stuttu seinna til að leiðrétta rang- færslurnar – ekki eitt orð hefur birst. Hver er raunveruleikinn í þessu máli? 1. Útiræktun á erfðabreyttum lífverum Orf Líftækni er háð leyfi sem veitt er skv. ESB tilskipunum, hvort sem hún er til matvælafram- leiðslu eða lyfjaframleiðslu. Þetta gildir um öll fyrirtæki innan EES og ESB. Orf Líftækni hefur ekki sótt um leyfi til framleiðslu utan dyra, einungis um leyfi til tilrauna og Umhverfisstofnun ber fulla ábyrgð á að afurðir frá þeirri rækt- un fari ekki á markað. Þannig að það er fullkomlega tilgangslaust af Orf Líftækni að tala um þessa „stór- fellda akuryrkju á erfðabreyttu byggi“ sem fyrirtækið boðar í fjöl- miðlaumfjöllun um fyrirtækið. Leyfið sem Orf Líftækni fékk gildir einungis til að bera saman tvö mis- munandi yrki (þar af eitt sem Orf Líftækni hefur einkaleyfi á) og ef milljarðar eru í húfi þá er það ekki af „framleiðslunni“ sem verður í Gunnarsholti á þessum tilrauna- reit því þar verða aldrei framleidd lyfjaprótein í erfðabreyttu byggi til að senda á markað. 2. Útiræktun Orf Líftækni hf. er að eigin sögn ætluð snyrtivörufram- leiðslu, sem sagt hrukkukremi sem hefur ákveðinn markað og gefur góðar tekjur fyrir fyrirtækið. Björn Lárus Örvar sagði sjálfur á opnum fundum í Gunnarsholti og á Grand Hótel í Reykjavík að lyfjaprótein fyrir lyfjaiðnaðinn séu of verð- mæt til að taka þá áhættu að rækta utandyra. Samkvæmt því er eini til- gangurinn með „stórfelldri útirækt- un“ erfðabreyttra lyfjaplantna Orf Líftækni að það er ódýrara að fram- leiða prótein í hrukkukrem úti undir berum himni en í gróðurhúsi. 3. Nokkur öflug félagasamtök (Neytendasamtökin, Slow Food Reykjavík, Matvís, NLFÍ, VOR líf- rænir bændur, Náttúruverndarsam- tök Suðurlands og Dýraverndunar- samband Íslands) lögðu fram vel rökstudda stjórnsýslukæru gegn leyfisveitingu til Orf Líftækni fyrir ári síðan. Ákvörðunar umhverf- isráðherra er að vænta í ágúst. Sú kæra, rökstudd með álitum ýmissa sérfræðinga og niðurstöðum vís- indalegra rannsókna, undirstrik- ar að ekkert lögbundið áhættumat hefur farið fram. Ein rannsókn hefur farið fram sem á að sýna að bygg víxlfrjóvgast ekki við aðrar plöntur og að það dreifir sér lítið. Þessa rannsókn vísa umsækjendur (Orf Líftækni) oftast til sem sönn- un þess að áhættulaust sé að stunda ræktun lyfjaplantna úti undir berum himni. Sá hængur er hins vegar á að hún var framkvæmd af aðila sem þá var hluthafi í Orf Líftækni, Land- búnaðarháskóla Íslands. Enn hefur ekkert verið skoðað t.d. varðandi genaflæði, áhrif á jarðveg, áhrif á dýr, svo eitthvað sé nefnt. Það hefur þar að auki sýnt sig ítrekað, nú síð- ast fyrir fáeinum dögum, að örygg- iskröfum til að hamla aðgengi fugla og dýra á ræktunarsvæðinu eins og skilyrt er skv. leyfinu frá Umhverf- isstofnun er alls ekki fylgt. Enginn fjölmiðlamaður hefur gefið sér tíma til að setja sig inn í málið, t.a.m. lesið kæruna sem er aðgengileg öllum. Fjöldi Íslend- inga er á móti því að erfðabreytt- um lífverum sé sleppt út í náttúru Íslands, bændur eiga þarna beinna hagsmuna að gæta, s.s. bændur í lífrænum landbúnaði sem hafa sitt lífsviðurværi af ómenguðum jarð- vegi og umhverfi. Mikið er gert til að láta þetta líta út eins og ein- hvern minnihlutahóp, jaðarhóp, já jafnvel skríl sem gerir hvað sem er til að koma í veg fyrir að sprota- fyrirtæki með bjarta framtíð færi þjóðarbúinu milljarða á milljarða ofan. Að það sé ekki farið að lögum skiptir svo sem ekki öllu máli – vís- indamönnunum liggur á að græða og engin umræða má eiga sér stað nema á þeirra forsendum og þegar þeim hentar, og öll brögð, almanna- tengslafyrirtækin og lögfræðistof- ur eru notuð í þeim tilgangi. Það sem við förum fram á er ein- faldlega að framleiðsla Orf Líf- tækni eigi sér stað í gróðurhúsi eins og í „Grænu Smiðjunni“ þeirra og að það sé gert faglega og sam- kvæmt gildandi lögum, með virð- ingu fyrir umhverfi og samfélagi. Þeir hafa þegar forskot í samkeppn- inni í heiminum þar sem orkuverð hér er mun ódýrara en gengur og gerist erlendis – það þarf ekki að ganga nærri landinu og gegn hags- munum annarra en þegar hefur verið gert, í málaflokki sem er einn sá umdeildasti í heiminum í dag. Ísland á að vera yfirlýst án erfðabreyttra lífvera eins og Írland, Austurríki, Grikkland og fleiri lönd, líkt og Norðurlönd stefna að því að verða. Ef umhverfisráðherra gefur úrskurð sem verður Orf Líftækni ekki að skapi verða allir Íslending- ar og fjölmiðlar að vita að það er ekki með því verið að eyðileggja milljarðadrauma fyrirtækisins – það er einungis verið að tryggja það að fyrirtækið framkvæmi loks- ins sínar tilraunir í samræmi við alþjóðleg lög svo og íslensk sem gilda í þessum umdeilda mála- flokki í allri Evrópu, og að almenn umræða um erfðabreyttar lífverur sé höfð með heiðarlegum rökfærsl- um, ekki í áróðursskyni. Það ætti ekki að vera svo erfitt. Erfðabreytt lyfjabygg í íslenskri náttúru Umhverfismál Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food Reykjavík Ef umhverfisráðherra gefur úrskurð sem verður Orf Líftækni ekki að skapi verða allir Íslendingar og fjölmiðlar að vita að það er ekki með því verið að eyðileggja milljarðadrauma fyrirtækisins – það er ein- ungis verið að tryggja það að fyrirtækið framkvæmi loksins sínar tilraunir í samræmi við alþjóðleg lög. Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2010. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar. Kennslugreinar í fyrri hluta eru: Einkamálarétt- arfar, sakamálaréttarfar, fullnusturéttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lög- fræðileg skjalagerð. Kennslugreinar í síðari hluta eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þar á meðal siðareglur lögmanna og þóknun fyrir lögmannsstörf, málflutningur og önnur störf lögmanna, svo sem samningsgerð og meðferð stjórnsýslumála. Í tengslum við nám- skeiðið fer fram kynning á rekstri lögmanns- stofa og starfsemi Lögmannafélags Íslands og úrskurðarnefndar lögmanna. Auk kennslu í fyrri og síðari hluta er verklegur hluti, sem felst í aðstoð við flutning eins máls fyrir héraðsdómi. Kennsla fer fram í kennslusal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Stefnt er að því að kennsla í fyrri hluta fari fram dagana 20. september til 1. október 2010. (Tímar frá 09:15-12:00 og frá 13:15 eða 14:15-17:00 eða 18:00) Jafnframt er stefnt að því að próf í fyrri hluta námskeiðsins verði haldin á tímabilinu 8. til 22. október 2010. Nánari upplýsingar um fjölda kennslustunda og fyrirkomulag kennslu verða kynntar síðar. Stefnt er að því að kennsla í síðari hluta fari fram dagana 1. til 12. nóvember 2010. Verklega prófraun skal þreyta eftir að fyrra hluta prófi er lokið og eigi síðar en einu ári eftir að lokið er síðari hluta prófi. Gjald fyrir þátttöku á fyrri hluta prófraunar er kr. 250.000 og greiðist við skráningu. Gjald fyrir síðari hluta verður ákveðið síðar. Próf- gjald er innifalið í námskeiðsgjaldi. Skráning fer fram á skrifstofu Lögmanna- félags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík. Sími 568 5620. Fax 568 7057, en einnig er hægt að ganga frá skráningu með tölvupósti á netfangið: hjordis@lmfi.is. Við skráningu á námskeiðið þarf að tilgreina nafn, kenni- tölu, heimilisfang, símanúmer (heimasíma, vinnu síma og gsmsíma), auk netfangs. Við skráningu skal jafnframt leggja fram afrit próf- skírteinis eða vottorð háskóla til staðfestingar því að umsækjandi hafi lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi. Frestur til að skrá sig á námskeið er til 10. september 2010. NÁMSKEIÐ TIL UNDIRBÚNINGS PRÓFI TIL AÐ ÖÐLAST RÉTTINDI TIL AÐ VERA HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, 27. ágúst 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.