Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 26
26 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Sigurður segist hafa verið byrjaður að koma undir sig fótunum á nýjan leik í London, þegar handtökuskipun sérstaks saksóknara hafi kippt þeim undan honum. Hann segist ekki vita á þessari stundu hvort hann verði borgunarmaður fyrir þeim fjárhæðum, sem slitastjórn bankans krefst af honum vegna lána fyrir hlutabréfakaupum. Nú er slitastjórn bankans búin að höfða mál á hendur þeim sem fengu þessi lán, rifta ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgð starfsmanna á lánunum og krefjast þess að þau verði endurgreidd. Sjálfur fékkst þú, að því er segir í skýrslunni, 7,8 milljarða að láni fyrir hlutabréfakaup- um, sem þú hefur nú verið krafinn um að endurgreiða. „Áður en þessi ákvörðun stjórnar var tekin 25. september 2008 nam ábyrgð starfsmanna aldrei meiru en tíu pró- sentum af því sem við skulduðum. Ég er ekki að segja að það sé gott að það sé verið að krefja mig um mörg hundruð milljónir, en það er þó skárra að glíma við 10% af tölunni fremur en tæplega átta milljarða króna. Varðandi lang- flesta starfsmenn bankans var ekki um gjafagjörning að ræða því eign þeirra var hærri en ábyrgðin sem var felld niður.“ Í þínu tilviki eru þetta þá 780 milljón- ir. Ertu borgunarmaður fyrir því? „Það ríkir mikil óvissa um verðmæti eigna minna og tekjumöguleika. Ég hef þess vegna einfaldlega ekki svar við spurningunni en auðvitað er efinn íþyngjandi.“ Og hvað ætlarðu að gera í því? „Það sem ég er auðvitað að gera er að reyna að skapa mér nýja tilveru og það gekk býsna vel áður en saksóknarinn ákvað að setja mig á lista alþjóðalögregl- unnar. Sú ákvörðun hefur reynst mjög afdrifarík fyrir mig og mína fjölskyldu.“ Fjárfestar forðuðu sér Hvað hafðirðu þá verið að gera? „Ég var að skapa mér grundvöll í London. Ég vil ekki tiltaka nákvæmlega hvað það var. Ég er ekki að segja að ég hefði orðið auðugur á einni nóttu, en það hefði orðið býsna góð byrjun. Ég var búinn að vinna að því í eitt og hálft ár að laða fjárfesta til samstarfs við mig en eðlilega kippa menn að sér höndum þegar viðmælandi þeirra er allt í einu eftirlýstur á lista alþjóðalögreglunnar með raðmorðingjum og eiturlyfjasmygl- urum.“ En það er sem sagt vafamál að eignir þínar dugi fyrir þessari 780 milljóna króna kröfu slitastjórnarinnar? „Í augnablikinu get ég ekki svarað þeirri spurningu afdráttarlaust en ég hef bara enga trú á að þessi krafa verði viðurkennd – ekki ef meiningin er að fara að lögum. Þar að auki þarf að sækja málið gagnvart mér eftir breskum lögum.“ En ertu með einhverjar tekjur? „Þær eru minni en þær voru. En aðalatriðið í þessu máli er að ég, eins og væntanlega allir aðrir, var að vinna hörðum höndum að því að koma undir mig fótunum aftur. Sérstakur saksóknari brýtur að mínu viti allar reglur og setur mig á þennan alþjóðlega lista og gerir alla mína tekjuöflun til framtíðar mun óvissari en áður var. Ég er engu að síður sannfærður um að ég mun koma fótunum undir mig aftur. Það er sem betur fer til fólk sem trúir því að ég hafi ekkert brotið af mér og er reiðubúið til að njóta leiðsagnar minnar og ráðgjafar á nýjan leik.“ Þú segist vera sannfærður um að þú munir koma undir þig fótunum aftur. Sérðu fyrir þér að það verði erlendis eða muntu eiga afturkvæmt í íslenskt viðskiptalíf? „Ég hef ekkert velt því fyrir mér hvar það verður. Í dag starfa ég í London. Hvort ég starfa í London áfram eftir tvö eða þrjú ár, eða í Reykjavík, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi eða einhvers staðar annars staðar, það er ómögulegt að segja til um. Ég mun bara starfa þar sem möguleikarnir eru bestir eða þar sem mér tekst að koma undir mig fótunum.“ Nú er andrúmsloftið á Íslandi eins og þú þekkir í garð þeirra sem voru hátt- settir í fjármálalífinu. Trúirðu því að það muni breytast og að þú munir yfir höfuð eiga afturkvæmt til Íslands? „Já, ég hef fulla trú á því að það and- rúmsloft breytist og ég finn þegar að það er að breytast smám saman. Íslendingar eru skynsöm þjóð sem mun átta sig á að það gengur ekki fyrir þjóðfélag, og allra síst þjóðfélag af þeirri takmörkuðu stærð sem er hér á Íslandi, að útiloka stóran hóp af hæfu fólki frá hvers kyns þátttöku og verðmætasköpun í atvinnulífinu. Mér finnst það til dæmis sorglegt að fólkið sem nú situr í skilanefndum, sinnir ráðgjöf eða er við stjórnvöl bankanna hefur í fæstum tilvikum reynslu af starf- semi þeirra vegna þess að þeim sem á einhvern hátt voru í aðalhlutverkum fyrir hrun er einfaldlega ýtt til hliðar – og um leið oft á tíðum út fyrir landsteinana.“ Margir hafa sagt ósatt Sumir af þeim sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu, til dæmis Bjarni Ármannsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Jón Ásgeir sagði í blaðagrein að hann hefði gert mistök og þætti það leiðinlegt, án þess að biðjast beint afsökunar. Hvað með þig? Telurðu að þú skuldir íslenskum almenningi afsökunarbeiðni fyrir eitthvað sem þú gerðir eða lést hjá líða að gera? „Mitt viðhorf er að þeir sem geta beð- ist afsökunar gagnvart íslensku þjóðinni séu þeir sem hafa umboð frá þjóðinni, sem eru kosnir af þjóðinni í embætti. Ég hafði það umboð ekki. Ég var hins vegar kosinn af hluthöfum Kaupþings og er þar af leiðandi fær um að biðjast afsökunar á mistökum sem bitnuðu á þeim og starfsfólki bankans. Ég geri mér grein fyrir því að starfsemi bankans, með þeim endalokum sem urðu en hefðu ef til vill ekki þurft að verða, bitnar á þjóðinni allri og auðvitað þykir mér það leitt.“ Finnst þér þú enga ábyrgð bera á skellinum sem lífskjör almennings hlutu í hruninu? „Ég tel það annarra að biðjast afsök- unar á því. Það sem ég er að reyna að segja er að ég ber mína ábyrgð en ekki gagnvart þjóðinni og ég tel að það sé þeirra sem til hennar sóttu umboð að standa henni reikningsskil gjörða sinna. Í þeim efnum er ég auðvitað að tala um stjórnmálamenn og embættismenn í stjórnsýslunni. Öllum er ljóst að sumir þeirra hafa gert afdrifarík mistök ekki síður en við sem stóðum við stjórnvöl bankanna. Ég veit líka að margt af því sem bankamenn, forsvarsmenn í við- skiptalífinu, embættismenn og fleiri hafa sagt opinberlega er ósköp einfaldlega ekki sannleikanum samkvæmt. Sann- leikurinn í öllum málum sem tengjast bankahruninu og eftirleik þess verður að fá að koma í ljós og ég vona svo sannar- lega að svo muni verða á næstu árum.“ Til hvers ertu þá að vísa? „Ég tel ekki rétt að fara nánar út í það á þessari stundu né heldur að fara að munnhöggvast við einstaklinga sem jafnvel freista þess að koma eigin ábyrgð yfir á aðra. Sjálfur ætla ég ekki að fara þá leið.“ Eru til skýringar á þessu? „Já, það eru til skýringar á þessu öllu saman. Þær eru auðvitað mis- jafnar frá máli til máls og algjörlega fráleitt að tengja þessi mál saman. Þau hafa ekkert með hvert annað að gera. Það að menn hafi tekið veð í bréfum í bankanum, jafnframt öðrum veðum, fæ ég ekki séð að eigi að verða honum til tjóns. Ef þú lánar peninga, tekur veð í ýmsum eignum og til viðbótar veð í hlutabréfaeign viðkomandi í bankanum þá get- urðu ekki haldið því fram að bank- inn sé verr settur en ef hann hefði sleppt því að taka veð í hlutabréfum í bankanum sjálfum. Í langflestum þessara tilvika voru fyrst og fremst tekin önnur veð og viðbótarveðin í bréfum í bankanum höfðu þann til- gang að vera bæði með belti og axla- bönd í tryggingum bankans fyrir endurgreiðslu lánanna. Þótt það hafi orðið almennt verðfall á eignamörk- uðum og veð bankans hafi rýrnað verulega, og hugsanlega orðið lægri en lánveitingin eins og hefur orðið raunin í mjög mörgum tilvikum, þá stenst sú skoðun ekki að menn hafi gert eitthvað óeðlilegt þegar tekin var ákvörðun um að veita lánið.“ Eitt af því sem saksóknari telur sig hafa gögn um er að áhættustýr- ing Kaupþings undir stjórn Stein- gríms Kárasonar hafi leynt stjórn bankans upplýsingum um stór- fellda eign hans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli, hins vegar hafir þú og fleiri nafngreindir stjórnendur fengið daglegan tölvu- póst með ítarlegum upplýsing- um um kaup deildarinnar sem hét „eigin viðskipti“ á bréfum í bankan- um. Þetta telur saksóknari að séu umboðssvik og markaðsmisnotk- un. Hvað segirðu um þessar ásak- anir? Var þetta eitt af því sem var til umræðu í yfirheyrslunum? „Stjórn bankans hefur aldrei verið leynd neinu hvað þetta varð- ar né nokkuð annað sem henni við- kom.“ Hvers vegna var hætt að senda þessar upplýsingar á stjórnina þarna árið 2007? „Ég held að það sé bara ekki rétt að því hafi verið hætt. Framsetningu upplýsinganna var hins vegar breytt og það átti sér alveg eðlilegar skýr- ingar. Nýir reikningsskilastaðlar voru teknir upp á þessum tíma þar sem kveðið var á um að meðhöndl- un eigin bréfa skyldi vera öðruvísi en meðhöndlun annarra hlutabréfa. Þetta var þannig að viðskipti með eigin bréf bankans fóru ekki í gegn- um rekstrarreikning heldur sérlið sem féll undir eigið fé.“ En hvaða skýringar voru á þessari miklu eign eigin viðskipta á bréfum í bankanum? „Við höfðum það viðhorf að bank- inn ætti að stuðla að því að það væri hægt að kaupa og selja bréf í bank- anum. Eign bankans í eigin bréfum sveiflaðist á milli tímabila en var oftast óveruleg og ekki síst á fyrri hluta ársins 2007 þegar framsetn- ingunni var breytt. Það var alltaf skýrt að við værum ekki verðmynd- andi í viðskiptum með bréf bank- ans. Það hefur verið öllum ljóst sem voru á þessum markaði að Kaupþing stundaði viðskipti með bréf í sjálfu sér, eins og allir hinir bankarnir gerðu jafnframt. Og það er skýr- ingin. Þetta var meira á Íslandi en annars staðar, fyrst og fremst vegna smæðar markaðarins.“ Þið eruð líka sakaðir um umboðs- svik, skjalafals og að brjóta ýmsar reglur. „Ég hafna slíkum ásökunum algjörlega.“ Hefurðu lagt fyrir saksóknara einhver gögn sem sýna fram á hið gagnstæða? „Nei, og það hlýtur að vera þannig að ef menn eru ákærðir um eitthvað þá þurfi að sýna fram á gögn sem rökstyðja það að brot hafi verið framið. Þannig hafa réttarreglurn- ar að minnsta kosti verið hingað til í því réttarríki sem við búum vonandi ennþá við. Þess vegna vona ég auð- vitað að þetta verði allt rannsakað í kjölinn, ekki bara mál Kaupþings. Að það verði rannsakað hvernig hlutabréfaverð þróaðist og hvort verðþróun á Kaupþingsbréfunum var eitthvað frábrugðin því sem gerðist í öðrum bönkum. Ég veit að slíkt var ekki tilfellið og þess vegna hef ég enga ástæðu til að óttast nið- urstöður slíkrar rannsóknar.“ Icesave-klúðrið rannsakað sem sakamál „Það slær mig hins vegar mjög und- arlega að saksóknari skuli, að því er virðist, einungis snúa rannsókn sinni að Kaupþingi. Við höfum ekki fengið neinar skýringar á því. En ef maður veltir aðeins fyrir sér stöðunni þá er Kaupþing – sem var – enn í full- um rekstri á langflestum stöðum þar sem bankinn starfaði, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Lúxemborg. Endurheimtur í Bretlandi virðast ætla að verða 90 prósent, miðað við síðustu tölur sem ég heyrði, sem er algjörlega fáheyrt hjá banka sem er settur í þrot. Ef þú tekur eignastýr- ingu Kaupþings – peningamarkaðs- sjóðina – þá komu þeir langbest út úr þessum hremmingum, að minnsta kosti borið saman við hina íslensku bankana. Hvaða lífeyrissjóð er verið að auglýsa sem er með langbestu ávöxtunina síðustu þrjú, fimm eða sjö ár? Er það ekki Frjálsi lífeyris- sjóðurinn sem var í vörslu Kaup- þings? Þeir sem áttu fé á Edge-inn- lánsreikningum Kaupþings erlendis hafa allir fengið það greitt að fullu að því er ég best veit. Úr þessu má lesa að tjónið af falli Kaupþings er langminnst af því tjóni sem hlaust af íslensku bönkunum. Hvað má þá verða til þess að sá banki sé sá fyrsti sem er rannsakaður? Hvað þá ef ein- hver hætta er á því að hann verði sá eini af stóru bönkunum sem sérstak- ur saksóknari tekur til skoðunar. Þetta hefur enginn útskýrt nema hvað ég hef heyrt að réttlætingin sé sú að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn. Það eru engin rök. Auð- vitað þarf fyrst og fremst að rann- saka mál þeirra sem valdið hafa mesta tjóninu. Þess vegna velti ég því til dæmis fyrir mér af hverju menn hafa ekki rannsakað það, sem upplýst hefur verið opinberlega, að í marsmánuði 2008 eru samskipti og fundir þar sem þátttakendur eru meðal annarra Fjármálaeftirlitið á Íslandi, Seðlabankinn á Íslandi, fjármálaeftirlitið í Bretlandi, fjár- málaráðuneytið í Bretlandi, og líka fulltrúar íslenska fjármálaráðu- neytisins, íslenska bankamálaráðu- neytisins og Landsbanka Íslands. Af þessum fundum er ljóst að menn vita þá að eignir Landsbankans munu ekki geta staðið undir innlánssöfn- un Icesave-reikninganna, og ekkert er gert í málinu. Ekki bara aðhafast menn ekkert heldur fær bankinn að halda áfram að safna inn á Icesa- ve-reikningana í Bretlandi. Og ekki aðeins það, heldur fær bankinn að fara inn með sömu afurð í Holland og safnar þar einum og hálfum millj- arði evra. Samanlagt gætu þetta verið um um það bil 300 milljarð- ar íslenskra króna í skuldbinding- ar sem stofnað var til eftir að öllum var ljóst að bankinn var kominn að fótum fram. Það er algjörlega ofvax- ið mínum skilningi að þetta Icesa- ve-mál skuli ekki hafa verið fyrsta málið sem var rannsakað.“ Sem sakamál þá? „Sem sakamál, að sjálfsögðu. En auðvitað geri ég samt ráð fyrir að þetta verði rannsakað ásamt mörg- um öðrum málum sem hafa valdið íslensku þjóðinni miklu meira tjóni en Kaupþing hefur nokkurn tíma valdið. Til dæmis þarf að rannsaka hvers vegna Seðlabanki Íslands styrkti ekki gjaldeyrisvaraforða sinn þegar honum stóð það til boða og hvaða afleiðingar það eitt og sér hafði fyrir þjóðarbúið. Það þarf líka að rannsaka þær aðferðir sem voru notaðar við þjóðnýtingu Glitnis og afleiðingar þess feigðarflans. Varð- staða íslensku eftirlitsstofnananna er líka sjálfsagt rannsóknarefni út af fyrir sig og auðvitað þarf að rann- saka öll þau viðskipti sem íslensku bankarnir stunduðu. Ég er þess full- viss að geri menn það þá muni koma í ljós að þeir viðskiptahættir sem ég kom að í Kaupþingi eru ekki sak- næmir.“ Hreiðar fyrst yfirheyrður á síðasta degi Þér virðist finnast svo augljóst að það sé ekkert í þessu máli. „Já, ég tel ekki að það sé neitt í þessu máli.“ En á hinum endanum ertu með saksóknara sem er búinn að byggja upp heilmikið mál sem hann fær menn úrskurðaða í gæsluvarðhald út á. Hvað ber þarna í milli? „Varðandi gæsluvarðhaldsúr- skurðina í maí þá fullyrði ég að þær aðgerðir höfðu ekkert með hags- muni rannsóknarinnar að gera.“ Heldur hvers? „Ég get einungis verið með mínar vangaveltur um það. Embætti sak- sóknara hafði verið með ýmsar yfir- lýsingar um að brátt færi að líða að þessu og hinu, ákærum og svo fram- vegis. Ég held að það hafi verið kom- inn töluverður þrýstingur á að eitt- hvað gerðist. Þá var gripið til þess ráðs að þjarma hraustlega að okkur Kaupþingsmönnum og sumir jafnvel hnepptir í varðhald. Mér er kunnugt um að fyrrverandi forstjóri bank- ans, Hreiðar Már Sigurðsson, var hnepptur í tólf daga einangrun en ekkert talað við hann fyrr en á síð- asta degi varðhaldsins. Maður spyr: Er það eðlilegt? Þá mundu þeir auð- vitað segja: Við þurftum að tala við ýmsa aðra. En mér er kunnugt um það hverja aðra var talað við og það er ekkert þar sem réttlætir tólf daga gæsluvarðhald. Ekkert. Þetta er miklu mikilvægara en menn vilja ennþá viðurkenna. Nú er mér ljóst að fyrrverandi bankamenn eru nokk- urn veginn réttlausir í þessu landi í dag, en vilja menn virkilega að hægt sé að hneppa menn í gæsluvarðhald á jafn veikum grunni og raun ber vitni eingöngu vegna þess að þeir eigi það skilið eða annað álíka? Ég vona að einhvern tíma verði vinnu- lag sérstaks saksóknara rannsakað rétt eins og svo margt annað sem gert hefur verið eftir bankahrun- ið. Ég er viss um að síðar munum við sjá að ýmislegt hefði mátt gera betur síðustu misserin bæði af hálfu stjórnvalda og stjórnenda fjármála- fyrirtækjanna í landinu.“ BARA KAUPÞING? „Það slær mig hins vegar mjög undarlega að saksóknari skuli, að því er virðist, einungis snúa rannsókn sinni að Kaupþingi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAMHALD AF SÍÐU 24 Það er algjörlega ofvaxið mínum skilningi að þetta Icesave-mál skuli ekki hafa verið fyrsta málið sem var rannsakað. Annarra að biðjast afsökunar Þykir leitt hvernig endalok Kaupþings bitnuðu á þjóðinni Sigurður gagnrýnir að stjórnkerfið á Íslandi hafi ekki stutt Kaupþingsmenn þegar mikið lá við. Hann nefnir til dæmis þegar Kaupþing vildi koma sér út úr kaupunum á NIBC-bankanum í Hollandi. Þá hefði honum þótt æskilegt að fá til dæmis bréf frá íslenska Fjármálaeftirlitinu, sem myndi í raun banna bankanum að ljúka kaupunum. „Ég margræddi þessi mál við Fjármálaeftirlitið og átti samtöl við ýmsa ráðherra. Aðstæður höfðu breyst svo mikið að þetta var ekki skynsamlegt lengur og við gátum ekki bakkað út úr samkomulaginu einhliða. Á endanum tókst okkur að semja við JC Flowers, en það var ekki af því að við fengum neitt bréf frá neinum eða tilmæli, hvað þá stuðning frá opinberum aðil- um. Samt kemur Jóhanna Sigurðardóttir eftir á og segir að okkur hafi verið bannað að kaupa NIBC. En hún vissi náttúrulega ekki neitt um það, frekar en margt annað.“ SAKAR JÓHÖNNU UM ÓSANNINDI FRAMHALD Á SÍÐU 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.