Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 28. ágúst 2010 3 „Við erum að fara af stað með þetta námskeið í fimmta sinn og áhuginn er alltaf góður,“ segir gítarsmið- urinn Gunnar Örn Sigurðsson sem mun kenna nemendum að smíða gítar á námskeiði hjá Tækniskól- anum í haust. „Fólk fær í hendurnar fjór- ar spýtur og úr þeim verður raf- magnsgítar,“ lýsir Gunnar og bætir við að nemendur geti valið milli þess að smíða Telecaster, Strato- caster eða Jazz-bass. Tréefni er innifalið í námskeiðsverðinu sem er 140 þúsund krónur en nemend- ur kaupa sjálfir hardware og pick- up. Námskeiðið er í allt hundrað klukkustundir og er kennt tvisv- ar í viku frá september og fram í nóvember. Gunnar er inntur eftir gæðum gítara sem verði til á slíku nám- skeiði. „Þau eru auðvitað mismun- andi og fara eftir hverjum ein- staklingi,“ svarar hann en áréttar þó að allir séu þetta fullgildir gít- arar. „Og ég veit að nokkrir sem smíðað hafa gítar hjá mér nota þá í hljómsveitum.“ Gunnar sjálfur hefur haft brenn- andi áhuga á gítarsmíðum frá því að hann var smástrákur. Hann lærði að spila á tólfta ári en gít- arsmíði fór hann að fást við fyrir rúmum áratug, eftir nám í gítar- smíði á spænsku eyjunni Forment- era og í Svíþjóð. „Það er mikill munur á smíði kassagítara og rafmagnsgítara, en það tekur mörg ár að verða fullnuma í hvoru um sig,“ segir Gunnar. Hann segir flesta sem koma á námskeiðið til sín aðeins vilja smíða einn gítar en ætli sér svo ekki meira með námið. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á vef Tækni- skólans, www.tskoli.is, en Gunn- ar Örn heldur sjálfur úti síðunni www.luthier.is. solveig@frettabladid.is Fjórar spýtur verða gítar Námskeið í gítarsmíði verður haldið í Tækniskólanum í haust. Þar fá nemendur að smíða rafmagnsgítar frá a til ö. Kennari er gítarsmiðurinn Gunnar Örn Sigurðsson sem hefur stundað gítarsmíði í áratug. Gunnar Örn á verkstæði sínu við Laugalæk en námskeiðið í gítarsmíði fer fram í húsnæði Tækniskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLISTARNÁM fyrir þig Langar þig til þess að spila uppáhaldslögin þín eftir eyranu? Tónheimar bjóða skemmtilegt og hagnýtt tónlistarnám sem hentar fólki á öllum aldri. Haustönn hefst 13. september PÍANÓ DJASSPÍANÓ RAFMAGNSGÍTAR KASSAGÍTAR POPP • BLÚS • DJASS • SÖNGLÖGALLIR VELKOMNIR Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 553 2010 / 846 8888 Ástvaldur Traustason skólastjóri Tónheima Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.