Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 40
SÍÐASTA HELGIN í ágúst er í hugum margra einnig síðasta helgi sumarsins. Því er um að gera að nota daginn í dag og á morgun vel. Heiða Guðmundsdóttir ljósmyndari opnar í dag í Deiglunni á Akureyri sýningu á myndum sem hún hefur verið að taka síðustu ár af börn- um tólf ára og yngri. Langflestar myndirnar eru þó af alveg nýfædd- um börnum. Áhugi Heiðu á ljósmyndun kvikn- aði eftir að hún átti fyrsta barn- ið sitt en hún er fjögurra barna móðir í dag. „Frá 2000 til 2001 var ég í Frakklandi og þar kynntist ég Pétri Thomsen ljósmyndara sem var í námi þar og hann kenndi mér ýmislegt. Ég ætlaði að fara í skóla þarna úti en þá kom annað barnið svo ég fór aftur heim en hélt áfram að mynda. Ég komst á samning hjá Grími Bjarnasyni ljósmyndara og inn í Iðnskóla Reykjavíkur, sem nú heitir Tækniskólinn, árið 2005. Eftir útskrift 2006 vann ég í Myndrún á Akureyri í eitt ár en þá ákvað ég að fara að vinna sjálfstætt. Á þeim tíma vorum við að byggja okkur hús og það var bara ákveðið að búa til stúdíó þannig að ég gæti átt fleiri börn og unnið heima.“ Stúdíóið var tilbúið í ágúst 2007 og Heiða er mjög ánægð með það. „Það er heilir 65 fermetrar og rosa flott. Þegar það var tilbúið var ég orðin ófrísk að þriðja stráknum. Þá var ég farin að taka myndir af börnum og fann hvað mér fannst það yndislegt. Ég uppgötvaði að mér fannst best að mynda við gluggann og nota bara þá náttúrulegu lýsingu sem dagsbirtan er. Síðan varð ég ófrísk í fjórða sinn, þá að dóttur minni og þegar hún fæddist 2009 var farið beint heim af sjúkrahúsinu og hún mynduð enn með naflastrenginn. Þá var ég búin að æfa mig aðeins og koma við önnur lítil kríli og vissi svona hvað ég gat og að eftir því sem svefninn var dýpri hjá þeim þeim mun meira gat ég mótað þau eins og þau væru í móðurkviði,“ segir Heiða. Heiða segist ekki vita neitt skemmtilegra en að mynda litla sæta rassa. „Ef ég sé börn úti í búð reyni ég oft að plata mömmurnar með þau í myndatöku. En ef þau eiga að fara í svona myndatöku þar sem ég móta þau þá mega þau ekki vera eldri en tveggja vikna, eftir það eru þau meira vakandi og vilja ekki að neinn sé að kássast í þeim nema mamma. Fimm til tíu daga er besti aldurinn. Því hefur það líka verið þannig að þegar ég sé einhverja ólétta læt ég hana vita af mér og svo bara bíð ég eftir að hún hringi í mig þegar barnið er fætt. Heiða segist vera að skoða það að vera í Reykjavík tvo til þrjá daga í mánuði. „Þá get ég bara komið heim til fólks,“ segir hún. Nánari upplýs- ingar á heida.is.“ emilia@frettabladid.is Nýfæddar ofurfyrirsætur Ljósmyndarinn Heiða Guðmundsdóttir verður með sýningu í Deigl unni í Listagilinu á Akureyri í dag og á morgun þar sem hún sýnir myndir sem hún hefur verið að taka síðustu ár af börnum, flestum yngri en tveggja vikna en hún hefur sérhæft sig svolítið í myndum af þeim. Heiða gengin 39 vikur með dóttur sína að mynda lítinn barnskropp. Grensásvegur 16 - s ími 553 7300 - Opið mán - fös 14–19. Laugd. 12–17 SOHO / MARKET Á FACEBOOK ÚTSALAN Í FULLUM GANGI – 50–70% AFSLÁTTUR BOLIR - KJÓLAR - LEGGINGS - KLÚTAR - PILS - TÖSKUR - SKART - JAKKAR - PEYSUR Heiða segir best að mynda börnin fimm til tíu daga gömul. MYND/HEIÐA.IS Myndirnar á sýningunni eru af börnum alveg upp í 12 ára. MYND/HEIÐA.IS Flestar myndirnar eru af börnum yngri en tveggja vikna. MYND/HEIÐA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.