Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 76
44 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tólf manna áhöfn bátsins Stíg- anda frá Ólafsfirði var bjargað eftir rúmlega fjögurra sólar- hringa hrakninga í björgunar- bát þennan dag árið 1967. Mikill fögnuður ríkti þá á Ólafsfirði. Stígandi hafði sokkið á síldar- miðum norður í höfum aðfara- nótt 24. ágúst. Sent hafði verið út neyðarskeyti en það heyrð- ist ekki. Tveir gúmbjörgunarbátar voru settir út og þilfarsbáturinn. Matarskammtur og vatn var sparað eins og kostur var. Skipsbrotsmennirnir reyndu öðru hverju að gera vart við sig með reykblysum. Þeir sáu þrettán skip fara fram hjá en þar tók eng- inn eftir þeim vegna fjarlægðar. Örvænting greip þó aldrei um sig. Bóas Jónsson, skipstjóri á Snæfugli, fann mennina á Stíganda. Þetta slys varð til þess að tilkynningaskyldu var komið á laggirnar. ÞETTA GERÐIST: 28. ÁGÚST 1967 Sjómenn heimtir úr helju ÓLAFSFJÖRÐUR Skógræktarfélag Íslands er 80 ára í ár. Það var stofnað á Alþingishátíð- inni árið 1930. Á morgun, sunnudag, verður hátíðardagskrá í Stekkjargjá á Þingvöllum, milli klukkan 13.30 og 15 til að minnast þeirra tímamóta. Lúðr- ar verða þeyttir, bæn, ávörp og ljóð flutt og karlakór syngur. Á eftir verð- ur skógarkaffi í Furulundinum. For- maður félagsins nú er Magnús Gunn- arsson sem kveðst hafa fengið sitt skógræktaruppeldi meðal eldhuga í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. „Ræturnar liggja kannski enn dýpra eins og hjá okkur Íslendingum mörg- um, í sveitasælunni,“ segir hann bros- andi. „Ræktunaráhuginn eflist með árunum og þegar menn eru í erilsöm- um störfum er mikil hugarhægð í að róta í mold.“ Magnús segir danskan sjómann hafa verið hvatamann að því að skipulögð skógrækt komst á í kringum aldamót- in 1900. „Almennur áhugi kom svo upp úr því og ungmennafélagshreyfingin tók skógrækt meðal annars upp á sína arma,“ segir hann og minnir á að ekki hafi af veitt því blessuð sauðkindin og mannkindin, veðurfarið og fleira hafi haft sín eyðingaráhrif á skóga lands- ins gegnum aldirnar. Nú segir hann skóg á þúsundum hektara og þess sjái stað þegar farið sé um landið enda hafi tré haft góð vaxtarskilyrði á síðustu árum, veður hafi farið hlýnandi og fé fækkandi. Magnús segir Skógræktarfélag Íslands með öfluga starfsemi og mikil tilhlökkun sé vegna afmælishátíðarinn- ar á morgun. „Félagið getur verið stolt af því að innan þess eru milli sjö og átta þúsund félagsmenn í 61 skógræktarfé- lagi um allt land,“ lýsir hann og getur einnig landgræðsluskógaátaks bænda sem hófst 1990 og hefur gert sitt til þess að nýskógrækt varð kraftmikil um allt land. Hann viðurkennir að beita þurfi skynsemi í skógrækt eins og öllu öðru og segir sums staðar vakna spurningar um hvort breyta eigi ásýnd lands en enn séu skógar á innan við tveimur prósent- um af flatarmáli Íslands. Magnús vekur athygli á verkefninu Opinn skógur. „Það þýðir að skógarreit- ir í alfaraleið eru opnir víða um land. Þar getur fólk lagt bílnum og staldrað við, fengið sér göngutúr, tyllt sér niður og borðað sitt nesti,“ segir hann og nefnir sem dæmi reit að Snæfoksstöð- um, rétt fyrir ofan Þrastaskóg, Daníel- slund í Borgarfirði, Hrútey við Blöndu- ós, Akurgerði í Öxarfirði og Hálsaskóg við Djúpavog. „Þetta sést allt á skog.is, Verkefni, Opinn skógur, bendir hann á. „Síðan má ekki gleyma verkefni sem Skógræktarfélagið styður dyggilega sem er Yrkjusjóðurinn sem var stofn- aður í tilefni 60 ára afmælis Vigdísar forseta árið 1990. Það þýðir að grunn- skólabörn fá plöntur á hverju ári til að setja niður og hlúa að,“ segir Magnús. „Allt sameinast þetta í því að klæða landið skógi.“ gun@frettabladid.is SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS: HELDUR ÁTTATÍU ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ Á MORGUN Hugarhægð í að róta í mold FORMAÐUR SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS Magnús Gunnarsson segir félagana vera á áttunda þúsund í 61 félagi um allt land. MYND/ÚR EINKASAFNI Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar Auðar Jónasdóttur Ljósvallagötu 8 og heiðruðu minningu hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Steinþórsson Gerður Steinþórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð, stuðning og hlýjar kveðjur vegna andláts Jónu Jónsdóttur frá Jarlsstöðum, Hrísholti 24, Selfossi. Gunnar Karl Gränz Kristín Ingólfsdóttir Freyr Guðlaugsson Guðrún Sandra Gunnarsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem heiðruðu minningu elskaðs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa okkar, Ingólfs Hjartarsonar, hæstaréttarlögmanns og sýndu okkur fjölskyldu hans samúð og hlýhug við andlát hans og útför. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngu- og legudeildar krabbameinslækn- ingadeildar LSH og Karitas, hjúkrunarþjónustu sem sl. ár veittu Ingólfi ómetanlegan stuðning og þjónustu af virðingu og kærleika. Lára Björnsdóttir, Jón Ingólfsson Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, Halldór Rúnar Jónsson, Iðunn Andrésdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Hildur Björg Ingólfsdóttir, Rebekka Lára Rósantsdóttir, Björn Freyr Ingólfsson Birna Hlín Káradóttir, Húni Ingólfur Björnsson, Birnir Kári Björnsson. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Svavars Jóhannssonar fv. skipulagsstjóra Búnaðarbankans, Brúnavegi 9, Reykjavík. Edda Svavarsdóttir Birgir Hólm Björgvinsson Jóhannes Svavarsson Unnur Guðjónsdóttir Gunnar Svavarsson Anna Þorsteinsdóttir Bragi Svavarsson Áslaug Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður og afa, Bjarna Björgvinssonar Hlíðarvegi 4, Kópavogi. Lára Magnúsdóttir Ingibjörg Árnadóttir Björgvin Bjarnason Guðrún Ósk Birgisdóttir Sigurlaug H. Bjarnadóttir Skúli Baldursson Stefán Pétur Bjarnason og barnabörn. BIRGIR SIGURÐSSON RITHÖFUNDUR ER SJÖTÍU OG ÞRIGGJA ÁRA Í DAG. „Lífið býður ekki upp á það að menn standi lengi og horfi til baka. Við erum á hröðum flótta inn í framtíðina.“ Birgir hefur starfað við blaða- mennsku og kennslu en þekktastur er hann fyrir ritstörf sín, ljóð, smá- sögur og leikrit, meðal annars Sel- urinn hefur mannsaugu og Dagur vonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.