Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 78
46 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Þessi vika var skemmtileg í lífi fjölskyld-unnar því þá hóf frumburðurinn skóla- göngu. Ég fékk mér far með skólarútunni fyrsta daginn og fylgdi syni mínum inn í stofu. Eitthvað súrnaði okkur mæðrunum í augum frammi á gangi eftir að hafa kvatt afkvæmin. Þau voru allt í einu eitthvað svo lítil og skólinn svo stór. Þegar ég sótti drenginn síðdegis spurði ég hann hvern- ig hefði verið þennan fyrsta skóladag en það varð fátt um svör. „Það er löng saga,“ lét barnið sér nægja að segja. Það var ekki fyrr en um kvöldið að ég fékk að heyra lagið sem sungið er í lok hvers skóla- dags og að það hefðu verið kjötbollur í matinn. Auðvitað reyndist allt hafa gengið vel. SJÁLF var ég aðeins nokkrar vikur í sex ára bekknum áður en ég var færð upp um bekk. Mér skilst að svona tilfæringar þyki ekki lengur jafn- sjálfsagðar nú og í þá daga. Til dæmis er nú tekið meira tillit til félagslífs og -þroska barna en tíðkaðist. Margir fullyrða líka að þótt skóla- vistin gangi ef til vill snurðulaust fyrir sig fyrstu veturna hjá þeim sem eru ári yngri en bekkjarfé- lagarnir sé hætt við að eitthvað komi upp á þegar viðkvæm ungl- ingsárin ganga í garð. Og þannig var það einmitt hjá mér. Árið 1982 rann upp maídagur bjartur og fagur og kennarinn leyfði okkur krökkunum að koma með nammi og kassettur að hlusta á. ÉG VAR ekki sein að kippa með mér uppá- haldskassettunni minni og dró góssið stolt fram um leið og leyfi var gefið; Deió með Ladda. Hjúkrunarfræðingur á Barnadeild Landspítalans hafði gefið mér hana þegar ég lá þar inni um haustið og Laddi hafði svo sannarlega gert sjúkrahúsdvölina þol- anlegri en ella. Ég hélt að allir yrðu yfir sig kátir með Deió en bekkjarsystkini mín áttu ekki orð. Hneyksluð hristu þau höfuð- ið og spurðu mig hvort ekki væri í lagi með mig – spurning sem ég hef aldrei almenni- lega vitað svarið við. En Deió kom ekki til greina, svo mikið skildi ég. DJÚP gjá hafði myndast milli bekkjarsyst- kina minna og mín. Sum þeirra voru þegar orðin 13 ára en ég var 11 ára, enda enn mánuður í 12 ára afmælið. Þau voru orðin unglingar. Ekki ég. Og þessir unglingar ætl- uðu sér sko ekki að hlusta á Ladda, heldur Queen. Queen! Ekki sungu þeir um Búkollu, hvað þá Skúla Óskarsson! Ég stakk kassett- unni minni aftur ofan í skólatösku en hélt auðvitað áfram að vera Laddamegin í lífinu. Svona getur skólinn einmitt stundum verið en oftast er hann auðvitað bráðskemmtileg- ur. Fyrst og fremst er skólinn auðvitað ákaf- lega löng saga. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hó-hó-hó! Pabbi! Nei, litli vinur, ég er jólasveinninn! Einmitt! Við skiptum ekki á næsta ári. Fyrirgefðu, gleðileg jól. Fyrirgefðu, ég vissi ekki að fóturinn á mér kæmi við þinn. Allt í góðu, tók ekki eftir því sjálfur. Njamm...lambakjöt, stút- fullt af próteini til að gera vöðvana stærri! Njamm...kartöflur, hell- ingur af kolvetnum fyrir þolið! grænar baunir, ríkar af kalíum sem hjálpar mér að verða stór og sterkur! MAMMA!!!! Hannes er að reyna að verða stærri og sterk- ari en ég! Bíddu bara! Georgi varð það snemma mjög ljóst að baráttan við eldinn með eld að vopni væri fyrst og fremst tjáningarform. Ummmm... S k a g f i r s k a s ö n g s v e i t i n Söngfólk óskast Skagfi rska Söngsveitin í Reykjavík Óskar eftir söngfólki í allar raddir. Æft er á mánudögum, fyrsta æfi ng er mánudaginn 6 sept. Skemmtilegt starfsár framundan. Upplýsingar gefur Ingunn í síma 897 9595 Eða email: ingunnsi@simnet.is Í haust kemur út vegleg ferilsplata Bubba Morthens með 60 bestu lögunum frá glæsilegum 30 ára ferli. Þér býðst að velja lögin á plötuna! Þitt er valið! Veglegir vinningar fyrir heppna þátttakendur! Geislaplötur · Miðar á tónleika · Áritaður kassagítar. Kíktu á Vísi.is fyrir 13. september og veldu þau 10 lög sem þér finnst best. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Kjötbollur og söngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.