Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 84
52 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Tvö ár eru liðin síðan síð- ustu stórtónleikarnir með erlendum flytjanda voru haldnir hér á landi. Koma Pauls Pott og Alexanders Ryback til Íslands gefur vísbendingar um að eyði- merkurgöngu íslenskra tón- listarunnenda sé brátt að ljúka. Áttunda ágúst síðastliðinn voru tvö ár liðin síðan síðustu stórtón- leikar voru haldnir hér á landi með erlendum flytjanda. Þá steig á svið í Egilshöll goðsögnin Eric Clap- ton fyrir framan þrettán þúsund áhorfendur. Tveimur mánuðum síðar hrundi íslenska bankakerf- ið og tóku þá við miklir timbur- menn eftir margra ára tónleika- veislu, sem sumir telja reyndar að hafi farið úr böndunum með allt- of miklu framboði erlendra lista- manna. Koma Pauls Pott og Alexanders Ryback til landsins til að syngja á jólatónleikum Björgvins Hall- dórssonar gefur vísbendingu um að kannski sé markaðurinn eitt- hvað að glæðast. Hver veit nema enn stærri erlendir flytjendur kíki hingað til lands á næstu misserum og brúnin fari að lyftast á á íslensk- um tónlistarunnendum á nýjan leik eftir tveggja ára þurrkatíð. Fréttablaðið tók saman lista yfir tíu af helstu stjörnununum sem flugu hingað til lands á árunum 2004 til 2008 þegar íslenska bankakerfið virtist vera í blóma og allt flæddi hér í peningum. En síðan ekki sög- una meir. Pott og Ryback gefa von um bjartari framtíð PINK - LAUGARDALSHÖLLMETALLICA - EGILSHÖLL FOO FIGHTERS OG QUEENS OF THE STONE AGE - EGILSHÖLL DURAN DURAN - EGILSHÖLL SNOOP DOGG EGILSHÖLLPLACIDO DOMINGO - EGILHSÖLL R O G ER W A TE R S EG IL SH Ö LL PAUL SIMON LAUGARDALSHÖLL BOB DYLAN LAUGARDALSHÖLL ERIC CLAPTON EGILSHÖLL Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur í langa tón- leikaferð um Evrópu og Bandaríkin í vetur í kjöl- far útgáfu plötu sinnar Innundir skinni sem kemur út 13. september. Í ferðinni hitar Ólöf upp fyrir frönsku hljómsveitina Air á fernum tónleikum í Frakklandi í nóvember og hitar upp fyrir sveitina Blonde Redhead í Bandaríkjunum í nóvember og desember. Búið er að staðfesta 32 tónleika fyrir ferðina, sem hefst á End of the Road Festival í Bretlandi 12. sept- ember og lýkur í Austin, Texas, 1. desember. Nýtt myndband við lag hennar Crazy Car var nýlega frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Stereogum. Lagið er eitt af þremur lögum plötunnar sem Ólöf syngur á ensku. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson leggur Ólöfu lið í laginu og myndbandinu, sem hann leikstýrir ásamt Ásdísi Sif Gunnarsdóttir. Hitar upp fyrir Air ÓLÖF ARNALDS Ólöf fer í langa tónleikaferð um Evrópu og Banda- ríkin í vetur. Hljómsveitin Dúndurfréttir fagn- ar fimmtán ára starfsafmæli sínu í haust og ætlar af því tilefni að flytja tónlistina úr Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice í heild sinni. Það verk kom fyrst út á plötu í október 1970 og er því fjörutíu ára í haust. Dúndurfréttir hafa í gegnum tíðina spilað lög frá þessu tímabili með sveitum á borð við Led Zeppelin, Deep Pur- ple og Pink Floyd. Söngleikurinn Jesus Christ Superstar er ekki óskyldur þessari tónlist enda fór söngvari Deep Purple, Ian Gillan, með hlutverk Jesú Krists á plötu sem kom út með lögum úr söng- leiknum. Þess má geta að söngv- arar Dúndurfrétta, þeir Matthías og Pétur, tóku þátt í uppfærslu á Súperstar í Borgarleikhúsinu árið 1995. Matthías söng hlutverk Pét- urs postula og Pétur söng hlutverk Krists. Tónleikar Dúndurfrétta verða einmitt í Borgarleikhús- inu 19. október og miðasala hefst í byrjun september. Dúndurfréttir hélt síðast vel heppnaða tónleika í Borgarleik- húsinu í júní þar sem hljóm- sveitin tók lög Led Zeppelin í til- efni af því að fjörutíu ár voru þá liðin síðan sveitin hélt tónleika á Íslandi. Einnig héldu Dúndur- fréttir tónleika með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Laugardals- höll í júlí 2007, þar sem Pink Floyd-verkið The Wall var flutt í heild sinni. Pétur Jesús á ný DÚNDURFRÉTTIR Hljómsveitin fagnar fimmtán ára starfsafmæli sínu með því að spila Jesus Christ Superstar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Spennandi konuferð! 9.-17. október 2010 Úrval Útsýn kynnir með stollti spennandi golfferð fyrir konur í október. Spilað verður golf ásamt úrvals golfkennslu 4 daga, yoga tímar 4 morgna og hótelið er tengt við stóran verslunarkjarna. Njóttu þess að spila og læra golf við frábærar aðstæður, slaka á í leiðinni, versla og skemmta þér í frábærum hópi! Nánar á urvalutsyn.is MEIRA Á urvalutsyn.is VERÐ FRÁ: 179.500 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með morgunverði. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting með morgunverði, 4 golfdagar með kennslu, yoga, íslensk fararstjórn og spennandi dagskrá. Umsjón: Bjargey Aðalsteinsdóttir og Nökkvi Gunnarsson Golf á Florida 9.–17. okt. GOLF VERSLA YOGA Vertu vinur Ný & betri á Facebook og þú gætir unnið 10.000 kr. gjafabréf í ferðina. Þú gætir unnið 10.000 kr. gjafabréf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.