Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 28.08.2010, Blaðsíða 94
62 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. slitna, 6. samanburðartenging, 8. mælieining, 9. hljóð rjúpunar, 11. núna, 12. rithöfundur, 14. barn, 16. kind, 17. nægilegt, 18. óðagot, 20. skammstöfun, 21. formóðir. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. í röð, 4. fugl, 5. hyggja, 7. fáeinum, 10. krass, 13. léreft, 15. liðormur, 16. iðka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. mást, 6. en, 8. bar, 9. rop, 11. nú, 12. skáld, 14. kríli, 16. ær, 17. nóg, 18. fum, 20. al, 21. amma. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. áb, 4. sandlóa, 5. trú, 7. nokkrum, 10. pár, 13. lín, 15. igla, 16. æfa, 19. mm. Logi Hilmarsson Aldur; 25 ára Starf: Kvikmyndagerðarmaður Fjölskylda: Dominique Poulain, listakona í Suður-Frakklandi og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld. Búseta: Reykjavík, miðbær. Stjörnumerki: Ljón „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir leikstjór- inn Gunnar Björn Guðmundsson sem verður á tveimur vígstöðvum um jólin. Kvikmynd hans Gauragangur verður frum- sýnd 26. desember og fimm dögum síðar, eða á gamlárskvöld, verður áramótaskaup hans í Sjónvarpinu. Þetta verður annað árið í röð sem hann leikstýrir skaupinu, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Þetta er bara frábært,“ segir Gunnar Björn, sem er þegar búinn að fá grænt ljós frá konunni sinni fyrir þessa jólatörn. „Hún er búin að samþykkja þetta,“ segir hann og hlær. Vinnan við áramótaskaupið er hafin og verða handritshöfundarnir þeir sömu og síð- ast, eða þau Ari Eldjárn, Halldór Högurður, Sævar Sigurgeirsson og Anna Svava Knúts- dóttir. „Við erum að byrja að kasta fram hug- myndum og hnoða hópinn saman aftur,“ segir Gunnar. Tökur eru fyrirhugaðar í nóvember og peningurinn sem hópurinn hefur úr að moða verður líkast til svipaður og síðast. Hvað varðar Gauragang þá stendur eftir- vinnslan á myndinni yfir. Hin 21 árs Hildur Berglind og hinn tvítugi Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í myndinni, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar. - fb Skaupsstjóri fékk samþykki hjá frúnni GUNNAR BJÖRN GUÐMUNDSSON Leikstjórinn verður á tveimur vígstöðvum um jólin. Fyrst í Gauragangi og síðan í áramótaskaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það var kominn tími á smá breyt- ingar,“ segir Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari Sigur Rósar. Hann og hljóðversmaðurinn Birgir Þór Birgisson hafa form- lega tekið við rekstrinum á hljóð- verinu Sundlauginni í Mosfellsbæ úr höndum hinna meðlima Sigur Rósar. Kjartan og Birgir Þór hafa rekið Sundlaugina undanfarið eitt og hálft ár en núna hefur yfirtak- an loksins verið skjalfest. „Stákarnir voru kannski orðnir þreyttir á að þurfa að halda utan um þetta,“ segir Kjartan. „Við ætl- uðum að losa okkur við þetta en ég tímdi ekki alveg að gera það sjálf- ur. Þannig að við keyptum þetta bara. Sigur Rós vinnur þarna oft og þetta eru bara smá breytingar á rekstrinum.“ Sigur Rós hefur rekið Sundlaug- ina í sameiningu frá árinu 2001 og tekið þar upp fjölda hljómplatna. Með nýjum eigendum verða breyt- ingar á rekstrinum og er ætlunin að hljóðverið laði fleiri tónlist- armenn að í framtíðinni. „Þetta var orðið svo mikið heimili fyrir Sigur Rós en núna er þetta orðið opnara. Við erum búnir að reyna að bæta og breyta ýmsu til að gera þetta meira samkeppnishæft,“ segir Kjartan. „Það hafa marg- ir í gegnum tíðina haldið að þetta sé bara Sigur Rósar-stúdíó og að það sé ekki hægt að vinna þar. En það eru allir velkomnir. Það hefur alltaf verið þannig en Sigur Rós hefur bara oft tekið upp alveg í hálft ár í stúdóinu.“ Spurður um framtíð Sigur Rósar segir Kjartan að sveit- in haldi líklega áfram að vinna í nýrri plötu eftir áramót en söngv- arinn Jónsi er á tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir fyrstu sólóplötu sinni Go. - fb Sigur Rós selur Sundlaugina SIGUR RÓS Kjartan Sveinsson (lengst til vinstri) og hljóðversmaðurinn Birgir Þór Birgisson hafa keypt hina meðlimi Sigur Rósar út úr Sundlauginni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er alveg ótrúlega skemmti- legt,“ segir Valgeir Skagfjörð yngri sem hefur fengið hlutverk í myndinni Okkar eigin Osló og er þessa dagana við tökur á myndinni á Þingvöllum. Valgeir er barnabarn Valgeirs Skagfjörð leikara og er því að feta í fótspor afa síns en Valgeir yngri hefur áður látið til sín taka á leik- sviðinu. „Ég lék í Oliver Twist um jólin í Þjóðleikhúsinu sem var mjög gaman og skemmtileg reynsla,“ segir leikarinn ungi en hann við- urkennir að það sé aðeins öðruvísi að leika í bíómynd. „Það sem er mesti munurinn er að í bíómynd er alltaf hægt að taka sömu tökuna aftur og aftur en það er náttúrulega ekki hægt í leik- húsinu. Það er mjög spennandi að vera á svona setti og Reynir [Lyng- dal] leikstjóri er snillingur,“ segir Valgeir yngri. Hann bætir við að það sé algjör draumur að vinna með mörgum af fremstu leikur- um landsins, en með önnur hlut- verk í myndinni fara meðal annars Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilm- ir Snær, Þorsteinn Guðmundsson og Þórhallur Sigurðsson – Laddi. „Það eru allir mjög skemmtilegir og hressir hérna og ég er að læra mikið af þessu fólki,“ segir Valgeir glaður í bragði en hann er staðráð- inn í að verða leikari þegar hann verður stór. „Það er náttúrulega alveg hryll- ingur að strákurinn skuli velja sér að fara þessa leið í lífinu,“ grínast afinn Valgeir Skagfjörð leikari „Nei nei, auðvitað hefði verið ákjósan- legra ef hann vildi verða lögfræð- ingur eða læknir en svona er þetta. Hann ræður þessu drengurinn,“ segir Valgeir og bætir við að þegar hann sá barnabarn sitt á sviði í Oli- ver Twist um síðustu jól hafi hann heillast af hæfileikum hans, burtséð frá skyldleikanum. „Maður sá bara strax að þetta er honum í blóð borið og að drengurinn hefur mikla hæfi- leika á þessi sviði. Ég held að stund- um séu svona hlutir bara í genun- um,“ meinar Valgeir en er um leið klár á því að hlutirnir breytast hratt á þessum árum. „Það getur vel verið að honum snúist hugur eftir nokk- ur ár og vilji taka sér eitthvað allt annað fyrir hendur en þangað til styð ég hann í að verða leikari og gef honum ráðleggingar ef hann þarfn- ast þess,“ segir Valgeir Skagfjörð að lokum. Myndin Okkar eigin Osló verður frumsýnd í byrjun næsta árs og þá er hægt að berja þessa frum- raun leikarans unga á hvíta tjaldinu augum. alfrun@frettabladid.is VALGEIR SKAGFJÖRÐ: ÞETTA ER HONUM Í BLÓÐ BORIÐ Í fótspor afa síns og nafna NAFNARNIR Valgeir eldri og yngri eru á sömu hillu en sá yngri er að leika í myndinni Okkar eigin Osló og er staðráðinn í að leggja leikarastarfið fyrir sig í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það telst til tíðinda þegar matreiðsluþáttur er vinsæl- asta sjónvarpsefni landsins en samkvæmt fjölmiðla- mælingu Capacent er matreiðsluþáttur Áslaugar Snorradótt- ur og Sveins Kjartanssonar, Fagur fiskur í sjó, eftirlætissjónvarpsefni íslenska áhorfenda. Það sem gerir þetta enn merkilegra er að þar eru ekki reiddar fram dýrindis góðæris- steikur eða pastaréttir heldur fiskur af öllum stærðum og gerðum. Segir kannski sitthvað um íslenskt samfé- lag í dag. Fjölmiðlakönnunin leiðir það einnig í ljós að Ameríkuferð skyttanna fjögurra, Audda, Sveppa, Villa og Gillz fer hægt af stað. Samkvæmt Capacent er ferðalagið þeirra með rúm þrettán prósent í markhópnum 12-49 ára. Þeir Auddi og Sveppi þekkja þennan hæga gír nokkuð vel því áhorfið á spjallþáttinn þeirra var nokkuð rólegt til að byrja með en endaði síðan í 22 prósentum þegar best lét. Æfingar á Enron, leikverki sem bygg- ir á sögu orkufyrirtækisins fræga, eru í fullum gangi í Borgarleikhúsinu en verkið verður frumsýnt á Stóra svið- inu þann 23. september. Æfingarnar á miðvikudaginn gengu hins vegar ekki snurðulaust fyrir sig því Valur Freyr Einarsson varð fyrir því óláni að rekast á mótleikara sinn í einni senu með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni hans. Valur var fluttur á slysavarðsstofuna en mótleikarar hans héldu áfram æfingum sínum eins og ekkert hefði í skorist. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Páll Hjartarson. 2. Guðjón Davíð Karlsson, með nýjan skemmtiþátt. 3. Um ellefu hundruð íbúðir. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 Lei khú sko rtið 201 0/2 011 OPIÐ KORT 200 Gildir ág Lei khú sko rtið 201 0/2 011 ÁSKR www .leikh usid.i s I mi dasal a@le i Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Hamskiptin (Stóra sviðið) Nígeríusvindlið (Kassinn) Lau 11/9 kl. 15:00 Ö Sun 12/9 kl. 13:00 Ö Sun 12/9 kl. 15:00 Ö Fim 16/9 kl. 20:00 U Fös 17/9 kl. 20:00 Ö Lau 18/9 kl. 20:00 Ö Sun 19/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00 Fim 2/9 kl. 20:00 Ö Fös 3/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 13:00 U Lau 4/9 kl. 15:00 Ö Lau 11/9 kl. 13:00 Ö Fös 10/9 kl. 20:00 Ö Lau 11/9 kl. 20:00 Ö Sun 12/9 kl. 20:00 Fim 9/9 kl. 19:00 Ö Fös 10/9 kl. 19:00 Ö Lau 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 28/8 kl. 20:00 Ö Sun 29/8 kl. 20:00 Ö Lau 28/8 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Ö Sun 19/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Ö Fös 1/10 kl. 19:00 Lau 2/10 Kl. 19:00 Mið 27/10 Kl. 19:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 5/9 kl. 20:00 50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári! ***** Fbl *****Mbl Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningar hefjast kl. 19:00 Rómið sýning Vesturports í Þjóðleikhúsinu á ný eftir sigurgöngu víða um heim. Örfáar sýningar! Aðeins sýnt til 5. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.