Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 1
30. ágúst 2010 — 202. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag Sterkar tennur og fallegt bros. Flux flúormunnskol fyrir alla fjölskylduna. Fæst í næsta apóteki. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hefur þú skolað í dag? Vel heppnuð endurgerð Skúli Gunnar Sigfússon hefur fengið þakkir vegfarenda fyrir endurgerð Þingholtsstrætis 2–4. allt 2 Djarfar ljósmyndir Ilmur Kristjánsdóttir vekur mikla athygli. fólk 26 Leikglaðir Eyjamenn Leikfélag Vestmannaeyja er hundrað ára og þriðja elsta leikfélag landsins. tímamót 14 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FYRSTA HÚSGAGNALÍNAN frá nýja sænska vörumerkinu RVW verður kynnt á hönnunarhátíð í London í næsta mánuði. Meðal hluta í línunni eru sófar hannaðir af Arthur & Jones sem kallast Flight. „Þetta er hús sem höfðar til barnsins í sjálfri mér og er líka svo fallegt og verklegt,“ segir Fríður Gestsdóttir myndlistar-kona og sýnir skondið hús sem hún lætur standa á gólfi, nema þegar Fréttablaðsljósmynd-ari þarf að mynda það. „Ég féll alveg fyrir þessu húsi þegar ég sá það á markaði hjá Sólheima-fólki fyrir tíu árum. Kannski afþví mig lan ð Fríður aðspurð alveg hugsað sér að búa í því. „Reyndar er enginn gluggi á því,“ segir hún aðeins hugsi. Út um stofugluggann hjá Fríði blasir Sjómannaskólinn við og húsið líkist svolítið turnin-um á honum. Á því er bogalöguð hurð sem hægt er að taka úr með smá afli og svo er hægt að takaofan af turninum engin höft heldur er allt leyfilegt. Ég held að fullorðnir listamenn öfundi börn af því þau skapa svo óheft. Sumir þeirra reyna að mála barnalega en það verður aldrei eins einlægt.“ Sjálf er Fríður að mála og hefur verið með myndir í Galle í Aá L Þetta er hús sem höfðar til barnsins í sjálfri mér Listakonan Fríður Gestsdóttir keypti lítið hús á markaði hjá íbúum Sólheima í Grímsnesi. Þar með rætt- ist gamall draumur því hana langaði alltaf í dúkkuhús þegar hún var lítil en eignaðist það aldrei. „Ég féll alveg fyrir þessu húsi,“ segir Fríður Gestsdóttir listakona og bendir á að það líkist svolítið turninum á Sjómannaskólanum sem hún horfir á út um stofugluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is Tilboð á Weber Summit S650 Takmarkað magn- g lý si n g a sí m i FASTEIGNIR.IS 30. ÁGÚST 2010 35. TBL. Vandað hús á einn hæð Húsinu fylgir viðarpallur með heitum potti. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Óskum eftir fleiri eignum á söluskrá! Erum allir mættir aftur eftir sumsrfrí og klárir í slaginn. Bjóðum góða þjónustu og vandaða vinnu hvort sem er verðmöt, aðstoð við kaup eða sölu fasteigna. Hringdu núna og skráðu eign þín í sölu hjá okkur.Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson lögg. leigumiðlari sími 483 5800 Soffía Theodórsdóttir , löggiltur fasteignasali. Freydís Þrastardóttir, löggiltur fasteignasali. Hveragerði Austurmörk 4, Hveragerði, www.byrfasteign.is Valsheiði, Hveragerði Fallegt 4ra - 5 herbergja einbýlishús Borgarheiði, Hveragerði Snyrtilegt og mikið endurnýjað parhús með 24fm bílskúr. Herbergin eru 3 þ.e. 2 svefnherbergi og eitt herbergi innaf sólstofu. Eignin hefur alla tíð fengið gott viðhald og er með fallegum garði. Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VÍÐA DÁLÍTIL VÆTA Í dag verða suðvestan 3-8 m/s. Dálítil rigning eða súld en þurrt og bjart suðaustan til. Hiti 8-16 stig. VEÐUR 4 13 13 14 14 15 Á VIT LIÐINNA TÍMA Margt var um manninn á markaðsdegi í Árbæjarsafni í gær. Aðsókn að safninu hefur verið með besta móti í veðurblíðunni í sumar að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgar- minjavarðar og hefur fjölskyldufólk sótt safnið í auknum mæli á virkum dögum. Þetta var jafnframt síðasta helgi sumarsins sem dagskrá er í safninu en vetraropnun hefst 1. september. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ORKUMÁL Guðlaugur Gylfi Sverris- son, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir gjald- skrárhækkanir fyrirtækisins allt of brattar. Hann telur afborgunarþörf á lánum fyrirtækisins ekki kalla á slíka hækkun. Það gengur þvert á orð sitjandi stjórnarformanns. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir Orkuveituna segja sig frá öllum tilraunum í samfélaginu til að viðhalda stöðugleika. Þar þurfi allir að toga í sömu átt. Hann telur víst að verkalýðshreyfingin muni líta til hækkunarinnar við undir- búning að kjara- viðræðum sem hefjast í haust. Báðir benda þeir Gylfi og Guðlaugur á að gengi krónunn- ar sé það sem stjórn OR ætti að horfa til við ákvarðanir um rekstur fyrir- tækisins. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Þó ætti viðsnúningur í rekstri og ástæður hans að gefa stjórn OR vísbendingar um hvað fyrirtækinu er fyrir bestu. Rekst- ur OR skilaði 5,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 2,1 milljarðs króna tap á rekstrinum. Í fréttatilkynn- ingu fyrirtækisins segir að helsta ástæða rekstrarbatans sé styrking krónunnar. Samkeppniseftirlitið mun skoða gjaldskrárhækkanirnar í vikunni. Sérstaklega þá ákvörðun að hækka raforkudreifinguna um 40 prósent. - shá / sjá síðu 4 Fyrrverandi stjórnarformaður gagnrýnir boðaðar hækkanir hjá Orkuveitunni: Farið allt of hratt í hækkanir FÓLK Prestarnir Guðni Már Harð- arson og Guðmundur Karl Brynj- arsson í Lindakirkju hafa unnið að sunnudagaskólaefni ásamt leiklistarnem- anum Þorleifi Einarssyni. Afraksturinn er væntanlegur á DVD-mynd- disk sem á að koma út í nóv- ember. Fjöldi reyndra sunnu- dagaskólakenn- ara hefur lagt þeim lið en í aðalhlutverkum eru persónurnar Hafdís og Klemmi sem lenda í ótrúlegum ævintýr- um. „Það hafa um eitt hundr- að manns komið að þessu og við erum búin að vera að taka þetta upp í allt sumar,“ segir Guðni Már í samtali við Fréttablaðið. - fb/ sjá síðu 26 Guðni Már Harðarson: Sunnudagaskól- inn á DVD EFNAHAGSMÁL Bílgreinasamband- ið leggur til að tíu ára gaml- ir bílar verði afskrifaðir og eig- endur þeirra fái á móti afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bíl. Sambandið vill sömuleiðis að innflutningsgjöld á nýjum bílum verði lækkuð. Markmiðið er að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans og koma markaðnum á hreyfingu á ný eftir gífurlegan samdrátt í bílasölu eftir bankahrun. Bílgreinasambandið lagði afskriftir á gömlum bílum til við fjármálaráðuneytið snemma árs 2009. Ástæðan var hrun í sölu nýrra bíla. Að mati sambandsins þarf að flytja inn milli 14 og 15 þúsund bíla á ári til að bílaflotinn verði ekki of gamall. Á þessu ári megi hins vegar gera ráð fyrir að einungis um 3.000 nýir bílar verði fluttir inn. Sverrir Viðar Hauks- son, formaður Bílgreinasam- bandsins, segir að þegar meðal- aldur bílaflotans hækki jafnmikið og gerst hefur undanfarið þýði það aukinn viðhaldskostnað fyrir eigendur auk þess sem eldri bílar mengi meira og séu óöruggari á vegunum. Sala nýrra bíla dróst saman um 95 prósent á árunum 2007 til 2009. Fjármálaráðuneytið hefur að sögn Sverris frekar viljað fara þá leið að lækka innflutningsgjöld á bílum en hækka skatta á notkun. „Nú er búið að hækka eldsneytis- skattana duglega en enn hafa inn- flutningsgjöldin ekki verið lækk- uð,“ segir Sverrir. Hann segir frumvarp um lækkun innflutn- ingsgjaldanna í smíðum og það fáist vonandi samþykkt á haust- þingi og geti tekið gildi 1. jan- úar. Bílgreinasambandið leggur einnig til að eigendur bíla geti fengið virðisaukaskatt á viðgerð- um endurgreiddan, rétt eins og virðisaukaskattur vegna vinnu við framkvæmdir við íbúðarhús hefur verið endurgreiddur. Sverrir segir viðgerðir á svört- um markaði hafa aukist mjög mikið undanfarið og nauðsyn- legt sé fyrir ríkið að stíga þar inn. „Flestir þessir aðilar eru að sinna vinnu sinni við ófullnægj- andi aðstæður og starfsemi þeirra er öll meira og minna óuppgefin til skatts,“ segir Sverrir. „Með því að útfæra hlutina til dæmis á þann veg að uppsafnaðir viðgerð- arreikningar þurfi að ná ákveð- inni upphæð til þess að möguleiki sé fyrir því að sækja um endur- greiðslu virðisaukaskatts, ætti þetta að geta komið sér vel fyrir alla aðila.“ Ekki náðist í Steingrím J. Sig- fússon fjármálaráðherra vegna málsins. - sv Skattalækkun örvi bílasölu Bílgreinasambandið vill gera eigendum gamalla bíla kleift að afskrifa þá og fá afslátt af innflutningsgjöld- um nýs bíls. Leggja til endurgreiðslu virðisaukaskatts á bílaviðgerðum til að hamla gegn svartri vinnu. Nýskráðir bílar Ár 2007 2008 2009 2010 Fjöldi 15.925 9.158 2.181 2.300 *Heimild: Umferðarstofa GUÐNI MÁR HARÐARSON GUÐLAUGUR G. SVERRISSON Sigrar hjá toppliðunum Breiðablik og ÍBV gefa ekkert eftir í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. íþróttir 20 & 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.