Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 2
2 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært, fyrir Héraðsdómi Norð- urlands eystra, tvo handrukkara fyrir að misþyrma rúmlega tví- tugum manni hrottalega. Öðrum handrukkaranum er meðal annars gefið að sök að hafa stungið unga manninn með blóðugri sprautunál og smitað hann af lifrarbólgu C. Ofbeldismennirnir eru ákærð- ir fyrir frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Þeir héldu unga manninum nauðugum frá klukkan níu að kvöldi sunnudags- ins 9. ágúst 2009 til níu morgun- inn eftir. Auk þess sem þeir beittu hann líkamlegu ofbeldi hótuðu þeir ítrekað að meiða eða lífláta hans nánustu greiddi hann þeim ekki allt að einni milljón króna. Annar ódæðismannanna er ákærður fyrir að hafa svipt mann- inn frelsi eftir að hann kom sjálf- viljugur heim til hans. Sá fyrr- nefndi ógnaði hinum síðarnefnda með hnífi, lét hann setjast á stól, vafði kaðli utan um líkama hans og herti að þannig að hann átti erf- itt með andardrátt. Þá barði ofbeld- ismaðurinn fórnarlambið ítrekað með ryksuguröri í andlitið. Handrukkarinn veittist enn frem- ur að fórnarlambinu með spörk- um, kýlingum og barefli, og lentu höggin bæði á höfuð og líkama. Þá stappaði hann á unga mannin- um, hótaði að smita hann af lifrar- bólgu, ógnaði honum með blóðugri sprautunál, sem hann stakk síðan í eyrnasnepil hans. Loks skvetti hann tvisvar heitu kertavaxi á fórnarlambið, kastaði af sér þvagi yfir hann, hellti yfir hann áfengi og henti á hann logandi pappír. Hinn handrukkarinn tók drjúgan BLÓÐSMITUN Lifrarbólga C smitast með blóðsmitun. Aðalsmitleiðin er við notkun sprautufíkla á óhreinum nálum og sprautum, að því er fram kemur á vef land- læknisembættisins. Smitaði fórnarlamb af lifrarbólgu C Tveir handrukkarar hafa verið ákærðir fyrir að svipta ungan mann frelsi sínu og beita hann hrottalegu ofbeldi. Annar þeirra stakk hann meðal annars með blóðugri sprautunál í eyrnasnepilinn og smitaði hann af lifrarbólgu C. Lifrarbólga C er bólgusjúkdómur í lifur af völdum veiru sem kölluð er lifrar- bólguveira C. Hún smitast aðallega við blóðblöndun, þegar sýkt blóð berst frá einum eintaklingi til annars. Flestir sem sýkjast af veirunni fá langvinna lifrarbólgu. Lyfjameðferð við þessum sjúkdómi kemur aðeins hluta sjúklinga að gagni. Aukaverkanir eru algengar og meðferðin tekur marga mánuði. Hvað er lifrarbólga C? þátt í ofbeldinu eftir að ungi maður- inn hafði verið sviptur frelsi sínu, bæði með höggum og spörkum. Þá lagðist hann ofan á manninn, hótaði honum lífláti og jafnframt að beita systur hans og móður hrottalegu ofbeldi og lífláta systurina. Að misþyrmingunum loknum neyddu handrukkararnir manninn til að þrífa húsnæðið. Þeir létu hann vaska upp og þrífa baðherbergið, auk þess sem annar handrukkar- anna neyddi hann til að sleikja sal- ernisskálina. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að ungi maður- inn smitaðist af lifrarbólgu C og hlaut miklar bólgur, mar og eymsli á höfði og líkama, auk skurðsára á hálsi, að því er fram kemur í ákæru. Hann krefst ríflega fjögurra millj- óna í skaðabætur. jss@frettabladid.is RÚANDA, AP Rúandastjórn hótar því að hætta þátttöku í friðar- gæslustarfi Sameinuðu þjóðanna, ef stofnunin birtir skýrslu þar sem Rúandaher er sakaður um að hafa framið þjóðarmorð í Kongó á tíunda áratugnum. Í skýrslunni, sem að hluta var lekið til fjölmiðla í síðustu viku, eru hermenn frá Rúanda og upp- reisnarsveitir hliðhollar núver- andi forseta Kongó sagðar hafa myrt tugi þúsunda hútúa í Kongó, tveimur árum eftir að Rúandaher stöðvaði þjóðarmorð á tútsum í Rúanda árið 1994. - gb Ásakanir um þjóðarmorð: Rúanda hótar Ban Ki-moon Magnús, er þetta rótgróið félag? „Já, og sprotar út um allt. Gróskan leynir sér ekki.“ Magnús Gunnarsson er formaður Skóg- ræktarfélags Íslands en það fagnaði 80 ára starfsafmæli í gær. Félagsmenn eru milli sjö og átta þúsund í 61 skógræktar- félagi um allt land. INDÓNESÍA, AP Allt að tíu þúsund manns forðuðu sér að heiman þegar fjallið Sinabung á norðan- verðri Súmötru tók upp á því að gjósa í fyrrinótt, eftir að hafa ekkert bært á sér í rúmlega fjórar aldir. Að sögn eldfjallafræðingsins Surono, sem eins og fleiri landar hans ber aðeins eitt nafn, hófust skjálftar í fjallinu fyrir nokkrum dögum. Íbúar vöknuðu síðan við það í gærmorgun að gos var hafið. Aska þeyttist allt að einn og hálfan kílómetra í loft upp, en hraun streymdi aðeins rétt í kringum gíginn. Gosið olli engum teljandi skaða og hafði að mestu lognast út af síðar um daginn. Surono segir fjallið síðast hafa bært á sér árið 1600. Fræðimenn hafa þó afar takmarkaðar heimildir um það hvernig fjallið hefur hagað sér í fyrri gosum, þannig að grannt er fylgst með því áfram. Byrjað var að flytja fólk úr húsum í hlíðum fjallsins strax á föstudag. Fólkið hefst við í opin- berum byggingum, bænahúsum og fleiri bygg- ingum í tveimur borgum skammt frá. - gb Eldfjall á Indónesíu rumskar eftir að hafa legið í dvala í fjögur hundruð ár: Þúsundir manna flúðu ELDFJALLIÐ VAKNAÐ Gosið reyndist ekki mjög stórt og lognað- ist smám saman út af. NORDICPHOTOS/AFP TRÚFÉLÖG Samstarfshópur á vegum Þjóðkirkjunnar og annarra kristinna trúfélaga mun hleypa af stokkunum átaki gegn kynferðislegu ofbeldi næstkomandi þriðjudag. Alls taka fimmtán trúfélög þátt í átakinu. Þetta samkirkjulega átak nær beint og óbeint inn í allar kirkjur og til allra kristinna söfnuða landsins. Kortum og plakötum verður dreift því til áréttingar að kynferðisof- beldi verði aldrei liðið í kristnum söfnuðum. Þar er fjallað um hvar kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað. Kynferðislegt ofbeldi er skil- greint, algengar tilfinningar þeirra sem lenda í kynferðislegu ofbeldi til- greindar auk þess sem fólki er bent á ýmsar leiðir sem í boði eru fyrir þá sem hafa lent í slíku ofbeldi. Á sama tíma heldur guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, auk Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, fyrir- lestraröð undir yfirskriftinni Kirkj- an og kynferðisofbeldi. Í tilkynningu segir að síðustu daga hafi verið hávær umræða í samfélaginu um kynferðisbrot innan kirkjunnar og að úrræði skorti í kirkjunni til að taka á slík- um málum. Í fimm erindum verður tekist á við birtingarmyndir kyn- ferðisofbeldis og leitað svara. - shá Fimmtán trúfélög í sameiginlegu átaki gegn kynferðislegu ofbeldi: Kynferðisofbeldi ekki liðið FRÁ KIRKJUSTEFNU Fimmtán trúfélög sameinast um átak gegn kynferðislegu ofbeldi og Háskóli Íslands boðar til fyrirlestraraðar um sama efni. PAKISTAN, AP Nærri allir íbúar í Sujawal, 250 þúsund manna borg í sunnanverðu Pakistan, flúðu borgina í gær vegna flóðanna, sem vikum saman hafa vald- ið ómældu tjóni og þjáningum í landinu. Flóðið kaffærði borgina í gær, tveimur dögum eftir að stífla brast á Indusfljóti sem til þessa hafði varið borgina. Á vegum stjórnvalda var reynt að reisa nýjar stíflur úr grjóti og leir til að koma í veg fyrir að íbúar borgarinnar Thatta þurfi einnig að hrekjast að heiman, en þar búa 350 þúsund manns. Meira en átta milljón manns eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. - gb Reynt að reisa nýjar stíflur: Fjölmenn borg á kafi í vatni NEYÐIN ER BRÝN Gamall maður með búslóð sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti þorskafurða nam 36,9 milljörðum árið 2009. Heildaraflaverðmæti var 115 milljarðar svo 32 prósent þess liggja í þorskinum. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að aflaverð- mætið hafi lækkað um 2,8 prósent að raungildi, þ.e. á föstu verðlagi. Á árinu 2009 voru veidd 189 þúsund tonn af þorski sem er 38 þúsund tonnum meira en 2008. Aflaverðmætið jókst um 4,7 millj- arða sem þýðir 20 prósent raun- verðslækkun. - shá Verðmæti þorskafurða: Þorskurinn skil- ar þriðjungi VEIÐI Félagsmenn Stangveiði- félags Reykjavíkur eru orðnir 4.000 talsins. Á föstudaginn gerð- ist sá merkisatburður að úthlutað var félagsnúmeri 4.000 í félaginu, eins og segir á vef svfr. Aldrei hafa félagsmenn verið fleiri. Síðustu tvo mánuði hefur á sjötta tug félaga gengið til liðs við félagið og þykir það mikið yfir sumarmánuðina. Af þessum félagafjölda eru um tíu prósent börn og unglingar undir 18 ára aldri. Telja forsvars- menn SVFR það til merkis um að grasrótarstarf félagsins sé að skila verulegum ávinningi. - shá Stangveiðifélag Reykjavíkur: Yfir 4.000 félag- ar í fyrsta skipti VEITT Í ELLIÐAÁNUM Veiðiperlan innan borgarmarkanna hefur lengi verið undir merkjum Stangveiðifélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Maðurinn, sem handtekinn var í síðustu viku grunaður um að hafa orðið Hann- esi Þór Helgasyni að bana, er enn í gæsluvarðhaldi og einangrun. Engar yfirheyrslur voru yfir honum um helgina. Hann var handtekinn á fimmtudag og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á fjög- urra vikna gæsluvarðhald. Þeim úrskurði var áfrýjað til Hæsta- réttar, en maðurinn hafði fyrir helgi staðfastlega neitað allri sök í málinu. - gb Rannsókn morðmálsins: Ekki yfirheyrð- ur um helgina SPURNING DAGSINS Heitar sósur skilja sig. Ég skil ekki af hverju. – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 0 7 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.