Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 4
4 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR ORKUMÁL Guðlaugur Gylfi Sverris- son, fyrrverandi stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, segir ekki þörf á því að fara jafn bratt í hækkanir á gjaldskrá Orkuveit- unnar og raun ber vitni. Sýnt hafi verið fram á að mögulegt sé að fara mun hægar í sakirnar til að standa undir skuldbindingum fyrirtækis- ins til skamms tíma. Mat Guðlaugs gengur þvert á niðurstöðu stjórn- ar og orð núverandi stjórnarfor- manns, Haraldar Flosa Tryggva- sonar. „Ég vil meina að menn hafi valið hag fyrirtækisins á kostnað neytenda,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir það vitað mál að vandræði Orkuveitunnar felist í gengi krónunnar. „Ef geng- ið skríður saman um 20 prósent myndi eigið fé félagsins batna um 44 milljarða.“ Hann telur að slík styrking krónunnar myndi þurrka rúmlega 50 milljarða af skuldum fyrirtækisins. Guðlaugur segir að hækkunina, sem tekur gildi 1. október, hafi frá- farandi stjórn ætlað að ná á þrem- ur árum. „Ég vildi líka komast hjá því að greiða arð. 800 milljónir, sem greiddar voru síðast, jafngilda fimm prósent hækkun gjaldskrár.“ Guðlaugur segir Orkuveituna leið- andi á markaði og allar aðrar veit- ur muni koma á eftir með miklar hækkanir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, telur það skammsýni hjá stjórn OR að hækka gjaldskrá sína jafn mikið og raun ber vitni. „Þetta mun grafa undan krónunni en á föstudaginn var tilkynnt að rekstrarbati þess að undanförnu sé tilkominn vegna styrkingar krónunnar. Það myndi skipta meira máli fyrir Orkuveit- una að koma á trúverðugum stöð- ugleika en að stunda svona leik- fimi.“ OR birti hálfsárs- uppgjör sitt á sama fundi og ákvörðun var tekin um miklar gjaldskrár- hækkanir. Rekstur OR skilaði 5,1 milljarðs króna hagn- aði á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 2,1 milljarðs króna tap á rekstrinum. Í fréttatilkynn- ingu fyrirtækisins segir að helsta ástæða rekstrarbatans sé styrking krónunnar. Skuldir OR eru um 230 milljarðar. OR tilkynnti um gjaldskrár- hækkanir eftir stjórnarfund fyrir- tækisins á föstudag sem nema 28,5 prósentum á meðalnotanda. Gjald fyrir dreifingu rafmagns hækkar um 40 prósent, rafmagnsverð um 11 prósent og verð á heitu vatni um 35 prósent. svavar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Skráð viðtöl, vitj- anir, símtöl og önnur samskipti á heilsugæslustöðvum landsins voru ríflega 2,5 milljónir árið 2009. Að símtölum frádregnum voru þau 5,8 á hvern íbúa lands- ins. Skráð viðtöl hjá læknum á heilsugæslustöðvum árið 2009 voru 668.744, eða 2,1 á hvern íbúa, sem er svipað og árið áður. Viðtölum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra fjölgaði hins vegar töluvert árið 2009 miðað við árið áður, eða úr 219.780 árið 2008 í 299.017 árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skýrir bólusetning gegn svínainflúensu að miklu leyti þessa aukningu. - shá Álag hjá heilsugæslunni: Skráð viðtöl 2,1 á hvern íbúa LEITAÐ TIL LÆKNIS Viðtöl hjá læknum voru tæplega 669 þúsund í fyrra. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 14° 15° 18° 14° 16° 19° 19° 26° 17° 30° 35° 33° 17° 18° 18° 16° Á MORGUN 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur suðvestast annars mun hægari. 12 14 13 14 14 15 12 13 12 7 13 6 5 6 7 6 6 7 3 4 5 5 14 12 13 13 14 1716 16 14 14 MILT UM ALLT LAND Vikan býður upp á suðlæg- ar áttir með vætu um suðvestanvert landið en annars staðar verður nokk- uð bjart og hitinn með ágætum. Suð- austan strekkingur suðvestast á mið- viku- og fi mmtu- dag en annars verður veður nokk- uð skaplegt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur verið dæmdur í fjög- urra ára fangelsi fyrir gróf kyn- ferðisbrot gegn andlega fötluðum bróðurbörnum sínum, dreng og stúlku. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og drengnum eina milljón króna. Þá var hann sak- felldur fyrir vörslu á miklu magni af barnaklámsmyndum, sem sýndu gróft ofbeldi gegn börnum. Það var Héraðsdómur Norðurlands eystra sem kvað dóminn upp. Maðurinn bjó í kjallaraíbúð en faðir barnanna á tveim efri hæðum. Þar komst maðurinn í tæri við systkinin er þau dvöldu hjá föður sínum. Hann harðneitaði sök bæði við þingfestingu og fyrir dómi. Við meðferð málsins bar stúlkan að maðurinn hefði meðal annars farið með þau systkinin í ökuferðir í hvítum húsbíl og þá brotið á gróf- asta hátt gegn þeim báðum. Dómurinn sagði athæfi mannins til þess fallið að auka enn á vanda barnanna í lífinu. Faðir barnanna tveggja var einn- ig ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni en sýknaður. - jss Karlmaður á fimmtugsaldri dæmdur í fjögurra ára fangelsi: Misnotaði fötluð frændsystkin sín Hækkun gjaldskrár kemur í bakið á OR Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar segir enga þörf á því að hækka gjaldskrána um tæp 30 prósent á einu bretti. Forseti ASÍ segir aðgerðina skammsýna og hafa áhrif á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í haust. GYLFI ARNBJÖRNS- SON GUÐLAUGUR GYLFI SVERRISSON HÉRAÐSDÓMUR NORÐURLANDS EYSTRA Börnin urðu fyrir verulegri tilfinninga- röskun og andlegum þjáningum að því er kemur fram í dóminum. IÐNAÐUR Fljótlega hefst borun vinnsluholu hitaveitu í Skarðsdal við Siglufjörð á vegum RARIK. Fram kemur á vef RARIK að jarðhitasvæðið í Skútudal hafi gefið nokkuð eftir að undanförnu og uppfylli ekki lengur þörfina fyrir heitt vatn á Siglufirði. Í byrjun ágúst voru boraðar tvær 70 metra djúpar hitastiguls- holur í Skarðdal í Siglufirði. Sú tilraunaborun er sögð hafa gefið góða raun og væntingar um nægt vatn til að fylla upp í þann skort sem orðið hefur vart. - óká Skútudalur gefur eftir: Bora bráðum í Skarðsdal KIRKJAN Hjálmar Jónsson, prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, vék að máli Sigrúnar Pálínu Ingvars- dóttur í prédik- un sinni í gær. Bað Hjálmar hana fyrirgefn- ingar á því að hafa brugðist henni. Eins og altal- að er leitaði Sigrún Pálína til séra Hjálm- ars árið 1996 og sagði Ólaf Skúla- son hafa leitað á sig. Hún hefur gagnrýnt Hjálmar og Karl Sig- urbjörnsson biskup harkalega fyrir að hafa reynt að þagga málið niður. Séra Hjálmar sagði í gær að hann hefði ekki veitt henni þá hjálp sem hún leitaði að. „Það sem ég gerði var ekki nóg. Fyrir það bið ég hana fyrirgefningar.“ - shá Séra Hjálmar Jónsson: Bað Sigrúnu Pálínu forláts SERBÍA, AP Í matreiðslukeppni, sem haldin er árlega í fjallaþorpinu Ozrem í Serbíu, keppast menn um að matreiða eistu úr ýmsum dýra- tegundum, svo sem nautum, kam- eldýrum, villigöltum, strútum og jafnvel kengúrum. „Nautspungarnir eru bestir, í gúllasi,“ segir Zoltan Levai, sigur- vegari keppninnar í fyrra. Þessi matvara er nefnd „hvít nýru“ á serbnesku, og á sér langa hefð þar í landi. Margir telja hana efla karlmennsku, en ekki þora allir að leggja sér hana til munns. „Þetta snýst allt um skemmtun, mat og hugrekki,“ segir Ljubomir Erovic, skipuleggjandi keppninn- ar. - gb Fleira ætt en hrútspungar: Matreiða punga af ýmsu tagi HJÁLMAR JÓNSSON Með sjö farþega í bílnum Sjö farþegar reyndust vera í fólksbíl ungs ökumanns sem lögreglan á Húsavík stöðvaði fyrir hraðakstur. Viðkomandi var sendur heim að lesa umferðarreglurnar. LÖGREGLAN Áhrif á orkureikning heimilis á mánuði 100m² íbúð með fjóra í heimili þar sem heitavatnsnotkun er 495m³ á ári Krónur fyrir Krónur eftir Breyting í krónum Breyting í prósentum Hiti 4.005 5.407 1.402 35,0% Rafmagn 4.794 5.828 1.034 21,6% Orka alls 8.799 11.235 2.436 28,5% Orka vegur 2,57% í vísitölu neysluverðs (NVT) Áhrif hækkunarinnar á NVT, að teknu tilliti til markaðshlutdeildar OR, nema 0,39% AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 27.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,0143 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,20 120,78 186,46 187,36 152,82 153,68 20,516 20,636 19,106 19,218 16,263 16,359 1,4197 1,4281 181,52 182,60 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.