Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 6
6 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Alþjóðleg málstofa verður haldin í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Rauðagerði 27, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 31. ágúst frá kl. 14–17. Fyrirlestrar, spurningar og umræður. Dagskrá Welcome: Björn Árnason, Chairman of the Federation of the Icelandic Musicians Dr. Sarah Baker, Lecturer, Griffith University, Australia: “Popular Music Heritage” and “Musicians at Work”: An introduction to two research projects on the Icelandic popular music industry Dr. Gestur Guðmundsson, Professor, University of Iceland: “Learning processes in rock culture; legitimization of rock as a cultural field” Dr. Njörður Sigurjónsson: Assistant Professor, Bifröst University: “Are you sitting comfortably? – The maestro, the marketer and the rock star” Stjórnandi: Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Pallborðsumræður Dr. Sarah Baker aðalræðumaður málstofunnar er þekktur rannsakandi í tónlist, einkum dægurtónlist. Hún kemur sérstaklega til Íslands til að kanna íslenskt tónlistarlíf. Sarah hefur birt fjölmargar vísindagreinar og bækur um tónlist og félagsfræði menningar. Allir áhugamenn um tónlist og menningu eru hvattir til að mæta. Tónlist sem vettvangur vísinda HEILBRIGÐISMÁL Slysum fækkaði merkjanlega á milli áranna 2008 og 2009, samkvæmt tölum úr Slysaskrá Íslands. Slys voru alls 40.694 árið 2009 en voru tæp- lega 42 þúsund árið áður. Skráning Slysaskrár er þó ekki nægilega tæmandi til að hægt sé að fullyrða um raunverulega fækkun, að því er segir í nýjasta talnabrunni Landlæknisembættisins. Tölur Vinnu- eftirlits og Umferðarstofu um fækkun vinnuslysa og umferðarslysa renna þó stoðum undir að það sé raunin. Heildarfjöldi slasaðra einstaklinga var 34.073. Þar af voru karlar 58 prósent en konur 42 prósent. Fleiri karlmenn lenda frekar í slysum fram að 65 ára aldri. Í efri aldurshópum lenda hins vegar hlut- fallslega fleiri konur en karlar í slysum. Þegar litið er á kynjamun innan hvers slysaflokks sést að hlut- Slysum fækkaði nokkuð á milli ára samkvæmt skráningu í Slysaskrá Íslands: Karlar slasa sig frekar en konur Tegund slyss Fjöldi % Umferðarslys 10.009 24,6% Vinnuslys 5.211 12,8% Heima- og frítímaslys 16.492 40,5% Flugslys 1 0,0% Sjóslys 61 0,1% Íþróttaslys 4.075 10,0% Skólaslys 2.322 5,7% Önnur slys 2.523 6,2% Samtals - 40.694 100,0% Fjöldi slysa eftir tegund, árið 2009 fallslega fleiri karlar slasast en konur í öllum slysa- flokkum nema umferðarslysum, þar er skiptingin jöfn. - shá FÉLAGSMÁL Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig haldið er utan um málefni fatlaðra. Í nýrri skýrslu er meðal annars gagn- rýnt að ekki liggi fyrir formlega samþykkt heildarstefna um þenn- an málaflokk og að fjárveitingar taki ekki mið af reglulegu mati á þörf fyrir þjónustu. Einnig sé eft- irliti með þjónustunni ábótavant og því ekki tryggt að jafnræði ríki meðal þjónustuþega. Svæðisskrifstofur í umboði félags- og tryggingamálaráðu- neytisins sjá um að veita þjón- ustu við fatlaða. Stjórn Lands- samtakanna Þroskahjálpar segir skýrsluna áfellisdóm yfir Alþingi og félags- og tryggingamálaráðu- neytinu. „Ríkisendurskoðun tekur í raun undir það sem við höfum bent stjórnvöldum á í mörg ár,“ segir Gerður A. Árnadóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp- ar. „Eftirlitið með þjónustunni er óviðunandi og árum saman hafa fjárveitingar ekki verið í neinu samræmi við þörfina en þarna er þó einungis um að ræða grunn- þjónustu í daglegu lífi, engan lúxus,“ segir Gerður. „Þetta er sérstaklega alvarlegt því þarna er um að ræða einstaklinga sem geta ekki staðið vörð um sín rétt- indi.“ Áformað er að flytja mála- flokkinn alfarið frá ríki til sveit- arfélaga í byrjun ársins 2011. Ráðuneytið mun þó bera ábyrgð á yfirstjórn hans og hafa eftir- lit með þjónustunni. Ríkisendur- skoðun telur ekki liggja fyrir mat á því hvaða ávinningi flutningur- inn mun skila og telur það ámæl- isvert. Félagsmálaráðherra segir flutning málaflokksins yfir til sveitarfélaganna hins vegar skapa tækifæri til leiðréttingar á þeim veikleikum sem kunni að vera á stjórnkerfinu. „Nýtt stjórnkerfi mun taka við af Svæðisskrifstofunum og ríkið mun leggja umtalsverða fjármuni í að greiða fyrir þeirri yfirfærslu og mæta uppsafnaðri þjónustu- þörf,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. „Þetta mun skila þeim ávinningi að þjónustan flyst nær þeim sem þurfa hennar með.“ Ráðherra segir jafnframt að ráðuneytið muni taka skýrsl- una til athugunar. „Þarna eru gerðar athugasemd- ir við skipulag þessa málaflokks til áratuga og við munum taka það til vandlegrar athugunar. Á næsta þingi verður lagt fram frumvarp hvernig eftirliti með réttinda- gæslu fatlaðra einstaklinga og þjónustunni við þá verði hagað. Við vinnum í samvinnu við hags- munasamtök fatlaðra enda lykil- atriði að notendur séu við borð- ið þegar verið er að skipuleggja þjónustuna.“ heida@frettabladid.is Umsýsla málefna fatlaðra gagnrýnd Ríkisendurskoðun telur að skipulagi og stjórnun í málefnum fatlaðra sé ábóta- vant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlaða. Félagsmálaráðherra segir skýrsluna verða tekna til athugunar. ENGINN LÚXUS Landssamtökin þroskahjálp segja fjáframlög ríkis ekki hafa dugað fyrir grunnþjónustu við fatlaða einstaklinga. Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjórnun í málefnum fatlaðra í nýrri skýrslu. Ætti að skipta Reykjavík upp í sjálfbær hverfi? JÁ 41,7% NEI 58,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið fram á launa- hækkun síðastliðin tvö ár? Segðu þína skoðun á visir.is HEILBRIGÐISMÁL Tveir Íslending- ar hafa verið greindir með CTD- sjúkdóminn á Landspítalanum. Þetta eru nánir ættingjar, og eru lausir við öll einkenni, svo sem mikla þreytu og ýmis óþægindi sem sjúkdómnum fylgja. Fólk- ið hefur fengið meðferð við sjúk- dómnum. Jón Jóhannes Jónsson, yfir- læknir erfða- og sameindadeild- ar á Landspítalanum, segir að í kjölfar umfjöllunar blaðsins um sjúkdóminn hafi hátt í tvö hundr- uð manns látið skima sig fyrir sjúkdómnum. „Það voru fleiri sem gáfu sig fram en engin ástæða var til að rannsaka þá,“ segir hann. Einung- is fólk sem er færeyskt í báðar ættir eða með sjúkdómssögu í ætt- inni eigi að láta skima sig. Enn hefur enginn Færeying- ur verið greindur hér á landi, en sjúkdómurinn herjar mun frekar á Færeyinga en aðrar þjóðir. Þar er nú talið að einn af hverjum 400 sé með sjúkdóminn. Á Íslandi hefur verið talað um að einn sé sýktur af hverjum 10.000 einstaklingum, en það er líklega ofmat, segir Jón Jóhannes. - kóþ Enginn Færeyingur verið greindur með CTD-sjúkdóminn á Íslandi: Tveir Íslendingar með CTD DR. JÓN JÓHANNES JÓNSSON Segir hátt í 200 manns hafa látið skima sig fyrir CTD-sjúkdómnum hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í nýjasta hefti tímarits Félags lífeindafræðinga segir frá þeirri kenningu að matarvenjur Fær- eyinga hafi orðið til þess að fólk með sjúkdóminn náði samt að lifa af (og þannig fjölga arfberum hans) í áranna rás. Hefð er fyrir því í Færeyjum að borða kjöt af sauð- fé, grindhval og mjólkurvörur, en allt þetta er ríkt af karnitíni, sem heldur sjúkdómnum niðri. Karnitín í kjöti Eftirlitið með þjónust- unni er óviðunandi og árum saman hafa fjár- veitingar ekki verið í neinu samræmi við þörfina. GERÐUR A. ÁRNADÓTTIR FORMAÐUR LANDSSAMTAKA ÞROSKAHJÁLPAR BRETLAND, AP Hin virta ensk-enska orðabók Oxford-háskólans nýtur ekki lengur sömu vinsælda og fyrr, að minnsta kosti ekki í prentút- gáfu. Notkunin er smám saman að færast nánast alfarið yfir á netið, svo óvíst þykir hvort næsta útgáfa hennar verði prentuð. Nýjasta útgáfan, sem er í 20 bindum og vegur 60 kíló, hefur selst í 30.000 eintökum síðan hún var gefin út 1989. Áskrifendur netútgáfunnar, sem borga tugi þúsunda fyrir á ári hverju, notfæra sér þjónustuna 24 milljón sinnum á ári. - gb Virt orðabók selst lítið: Sextíu kíló að verða að engu KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.