Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 30. ágúst 2010 11 TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is FALSAÐ EÐA EKKI FALSAÐ? DAGSKRÁ Tollstjóri býður til málstofu um hugverkaréttarbrot í sal 8 á Hótel Loftleiðum föstudaginn 3. september frá kl. 9:00 -12:00 Opnun málstofu Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollasviðs Working with IPR within Danish Customs Trine Kofoed Dancygier, yfirmaður aðgerðahóps um hugverkaréttarbrot, dönsku tollgæslunni The National IPR Center - Enforcement Operations, Current Statistics and Trends Dennis M. Fetting, sérfræðingur, bandarísku tollgæslunni (ICE) Europol and IPR Charlotta Lindgren, sérfræðingur, Europol WCO and IPR: Challenges and Actions Motoyuki Okura, tæknilegur ráðgjafi, Alþjóðatollastofuninni (WCO) IPR: The Icelandic Perspective Lovísa Jónsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Árnason Faktor Fundarstjóri: Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður Þann 2.-3. september nk. fer fram árleg ráðstefna norrænu tollstjóraembættanna um hugverkaréttar- brot (IPR) á Hótel Loftleiðum. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefna af þessu tagi er haldin og í fyrsta sinn sem hún fer fram á Íslandi. Auk norrænu tollstjóraembættanna sitja ráðstefn- una fulltrúar frá belgísku og bandarísku tollgæsl- unni (U.S. Immigration and Customs Enforcement, ICE), Europol og Alþjóðatollastofnuninni (WCO). Í tilefni af ráðstefnunni býður Tollstjóri til málstofu um hugverkaréttarbrot í sal 8 á Hótel Loftleiðum föstudaginn 3. september frá kl. 9:00-12:00. Aðgangur er ókeypis og í fundarhléi verður boðið uppá léttar veitingar. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um málstofuna og skráð þátttöku hjá Baldvini Erni Konráðssyni (baldvin.konradsson@tollur.is) fyrir 1. september nk. Takmarkaður sætafjöldi. NEYTENDUR Kaupás hefur lokað þremur matvöruverslunum 11-11 á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkast- ið; einni við Skipholt og annarri við Kirkjustétt í Grafarholti. Um síð- ustu áramót lokaði fyrirtækið ann- arri 11-11 verslun við Skúlagötuna. Verslanir undir merkjum 11-11 eru nú fimm talsins. „Þessar einingar eru ekki hag- kvæmar lengur. Við erum jú með Krónuna og fimm Nóatúns-verslan- ir, sem eru opnar allan sólarhring- inn,“ segir Jón Helgi Guðmunds- son, forstjóri Kaupáss og Norvikur, móðurfélags Kaupáss. Norvik keypti Kaupás árið 2003. Jón Helgi bendir á að þá hafi versl- anirnar verið á bilinu fjörutíu til fimmtíu. Mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum sjö árum, umhverf- ið breyst og verslunum verið fækk- að í takt við það. Kaupás rekur nú 27 matvöru- verslanir. Tólf eru undir merkjum Krónunnar. Verslanir Nóatúns, 11- 11 og Kjarvals eru fimmtán, fimm undir hverju merki. Spurður hvort núverandi verslun- um verði fækkað frekar í nánustu framtíð segir Jón Helgi svo verða. „Þeim mun eitthvað fækka.“ - jab SJÁÐU GRÆNMETIÐ Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupháss, skoðar ananas og melónur með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kaupás lokar tveimur matvöruverslunum undir merkjum 11-11 í Reykjavík: Fleiri 11-11 verslunum verður lokað STYKKISHÓLMUR Metaðsókn var í sundlaugina í Stykkishólmi í júlí síðastliðnum samanborið við síð- ustu ár. Alls komu 13.233 gestir í laugina í júlí síðastliðnum. Á sama tíma í fyrra voru þeir tæp- lega þrettán þúsund og árið þar á undan voru þeir rétt rúmlega níu þúsund. Þetta kemur fram í Stykkishólmspóstinum. Þegar aðsóknin í sundlaug- ina hefur verið hvað mest hefur starfsfólk þurft að hleypa inn í hollum eða loka lauginni í tuttugu mínútur í senn. - kh Stykkishólmslaug trekkir að: Loka lauginni vegna ásóknar BRETLAND, AP Breska stjórn- in leggur nú mikla áherslu á að sveitarfélög dragi úr og einfaldi notkun umferðarmerkja, aug- lýsingaskilta og merkinga hvers konar, sem sögð eru orðin hrein- asta kraðak víða í landinu. Eric Pickles, ráðherra málefna sveitarfélaga, og Philip Ham- mond samgönguráðherra eru samstiga í þessu og hafa sent bréf til sveitarstjórna þess efnis. Enn er þó beðið eftir nánari leiðbeiningum frá stjórnvöldum, sem von er á síðar á árinu. - gb Tiltekt í Bretlandi: Stjórnin vill fækka skiltum KRAÐAK Ráðherrum finnst nóg um skiltafjöldann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STYKKISHÓLMSLAUG Hefur verið mjög vinsæl í sumar. Einn með allt rétt Einn heppinn spilari var með allar tölur réttar í lottói laugardagsins og fær hann 25,6 milljónir í sinn hlut. Vinningsmiðinn var seldur í verslun N1 við Borgartún. Sex voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fengu viðkomandi rúmar 60 þúsund krónur hver. Vinningstölurnar voru 21, 25, 31, 35 og 38. Bónustalan var 13. LOTTÓ Sölutjöld í Hafnarstræti Hafnarstræti hefur nú verið verið lokað fyrir bílaumferð. Þeir sem reka verslanir í götunni ætla að nýta sér hana með ýmsu móti í september, til dæmis með sölutjöldum. Innkeyrsla fyrir bifreiðar sem þjóna fyrirtækjum í götunni er heimiluð frá Tryggvagötu. REYKJAVÍK SAMGÖNGUR Kynnisferðir hafa tekið við akstri strætisvagna í Kópavogi samkvæmt samningi sem gerður var við Strætó bs. Kynnisferðir munu aka leiðir 28, 35 og 36, og hafa keypt til þess fimm strætisvagna og ráðið tólf bílstjóra. Samkvæmt samningn- um við Strætó verða eknir um það bil 400 þúsund kílómetrar á ári, eða um 1.100 á dag að því er fram kemur í tilkynningu. Kynnisferðir hafa rekið flugrút- una, farið dagsferðir með ferða- menn auk hópferðastarfsemi. - bj Kynnisferðir taka við strætó: Aka um 18.000 stundir á ári

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.