Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 12
12 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E ftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. Eftir hrun hefur verið merki- legt að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem kalla má persónur og leikendur í íslenska bankahrun- inu; stjórnmálamanna, forsvars- manna eftirlitsstofnana og stjórn- enda bankanna. Þar bendir hver á annan. Yfirleitt keppast menn við að afneita ábyrgð fyrir sína hönd og síns kerfis. Í besta falli viðurkenna menn að þeir hefðu (hugsan- lega) getað gert einhverja hluti öðruvísi en það hafi þeir ekki séð fyrr en eftir á. Meginábyrgðin liggur þó alltaf hjá öðrum en þeim sjálfum. Viðtalið við Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaup- þings, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag, er ekki undantekning frá þessu. Afneitun er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann við lest- urinn. Sigurður leggur allt kapp á að sýna fram á að eftirlitsstofnanir brugðust í aðdraganda hrunsins. Það var þeim að kenna að banka- kerfið óx og varð íslenska hagkerfinu ofviða og það var líka eftirlits- stofnunum að kenna að útlán bankanna til tengdra aðila leiddu loks til þess að engin leið var að hætta öðruvísi en að allt hryndi. Vitanlega eru stjórnvöld þegar allt kemur til alls ábyrg fyrir því sem hægt er að gera innan ramma laga og reglna. Hitt liggur þó í augum uppi að ábyrgð þeirra sem athöfnuðu sig innan meingallaðs regluverks er ekki bara til staðar heldur veruleg. Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda fjármálastofnana að ákvarðanir þeirra séu ábyrgar fyrir hönd hluthafa þrátt fyrir að landslög geri óábyrga ákvörðun ekki endilega ólöglega. Ætla verður að Sigurður og fleiri hafi áttað sig á því meðan darraðardansinn stóð að regluverkið hélt ekki og myndi að lokum leiða til falls bankanna. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um það hvort og þá í hversu miklu umfangi lög voru brotin innan bankanna í aðdraganda banka- hrunsins. Skýrsla rannsóknarnefndar bendir til að svo hafi verið og embætti sérstaks saksóknara var sérstaklega til þess stofnað að leita svara við þessari spurningu og sækja til saka þá sem taldir eru hafa brotið af sér. Sigurður gagnrýnir skýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir að leggja áherslu á hlut bankakerfisins í hruninu fremur en eftirlits- stofnana og stjórnkerfis. Hann hafnar því einnig algerlega að lög hafi verið brotin í Kaupþingi. Það hlýtur að vekja þá spurningu hvort stjórnendur Kaupþings og annarra fallinna banka tóku virkilega allar ákvarðanir í þeirri trú að þær væru réttar fyrir framtíð bank- ans? Ef svo er þá hljóta þessir sömu menn að hafa verið verulega illa til þess fallnir að gegna þeim störfum sem þeir gegndu. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fæst í heilsubúðum, og matvöruverslunum • Lífrænt ræktað hráefni • Án viðbætts sykurs • Engin rotvarnarefni Hörðustu Evrópusinnar hafa undan-farið reynt að telja lesendum Frétta- blaðsins trú um að hægt sé að ná samn- ingum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evr- ópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mán- uðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþág- ur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambands- ins. Málið virðist byggt á röngum forsend- um, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssög- unnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Her- ferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasam- tökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskipta- kerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæk- lingum og með því að „funda“ með stjórn- um samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjöl- miðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi sam- þykkti lög er banna að tekið sé við fjármun- um frá Evrópusambandinu meðan aðlögun- arviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum. Aðlögun í boði ESB Stjórnmál Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknar- flokksins Björn bloggar Á þessum stað fyrir helgi var vikið að Birni Bjarnasyni og vöngum velt yfir því hvers vegna hann hefði ekki séð ástæðu til að bregðast við grein Þóris Stephensen, sem fjallaði um meint sinnaskipti Björns í Evrópu- málum. Áður en dagur rann hafði Björn hins vegar bloggað sitt vanablogg um greinina. Ekki sáttur Efnislega er svar Björns á þessa leið: Grein Þóris er ekki svara verð, af því að þar er því óþverrabragði beitt að rifja upp gömul ummæli sem augljós- lega hafa ekki lengur nokkra þýðingu (og Björn man ekki einu sinni eftir). Þar fyrir utan sé þetta aðferð sem notuð var óspart – án árangurs – af Baugsmönnum gegn ráðamönn- um meðan á Baugsmálinu stóð. Lúalegt sé að fylgja þeirra for- dæmi. Seint í rassinn gripið Hálfur annar mánuður er síðan Alþingi afgreiddi sem lög frumvarp um ráðgef- andi stjórnlagaþing. Hlutverk þess er að móta tillögur um það hvernig best sé að endurskoða stjórnarskrá Íslands frá grunni. Undirbúningsnefnd er farin á fullt. Nú heyrast hins vegar skyndilega efasemdaraddir úr ýmsum hornum. Virðulegur lagaprófessor segir enga þörf á nýrri stjórnarskrá. Ungsjallar fullyrða að forsetinn óttist að stjórnar- skránni verði kollvarpað. Umræðan um stjórnlagaþing hefur verið hávær og áberandi í bráðum tvö ár. Þessi varnaðarorð hefðu mátt heyrast fyrr. stigur@frettabladid.is Sigurður Einarsson bætist í hóp þeirra sem líta fram hjá eigin ábyrgð og benda á aðra. Afneitun stjórnarformanns

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.