Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FYRSTA HÚSGAGNALÍNAN frá nýja sænska vörumerkinu RVW verður kynnt á hönnunarhátíð í London í næsta mánuði. Meðal hluta í línunni eru sófar hannaðir af Arthur & Jones sem kallast Flight. „Þetta er hús sem höfðar til barnsins í sjálfri mér og er líka svo fallegt og verklegt,“ segir Fríður Gestsdóttir myndlistar- kona og sýnir skondið hús sem hún lætur standa á gólfi, nema þegar Fréttablaðsljósmynd- ari þarf að mynda það. „Ég féll alveg fyrir þessu húsi þegar ég sá það á markaði hjá Sólheima- fólki fyrir tíu árum. Kannski af því mig langaði alltaf svo mikið í dúkkuhús þegar ég var lítil en fékk ekki. Þetta komst næst því,“ bætir hún við hlæjandi. Ef húsið væri í fullri stærð gæti Fríður aðspurð alveg hugsað sér að búa í því. „Reyndar er enginn gluggi á því,“ segir hún aðeins hugsi. Út um stofugluggann hjá Fríði blasir Sjómannaskólinn við og húsið líkist svolítið turnin- um á honum. Á því er bogalöguð hurð sem hægt er að taka úr með smá afli og svo er hægt að taka ofan af turninum og tylla toppn- um á aftur. „Barnabarnabörnin hafa stundum fengið að leika sér að því,“ segir Fríður. Hún kveðst heillast af list barna og þroska- heftra. „Listin hjá þeim er svo einlæg. Þar eru engar reglur og engin höft heldur er allt leyfilegt. Ég held að fullorðnir listamenn öfundi börn af því þau skapa svo óheft. Sumir þeirra reyna að mála barnalega en það verður aldrei eins einlægt.“ Sjálf er Fríður að mála og hefur verið með myndir í Gallerí Art 67 á Laugavegi í sumar. Hún er líka ein þeirra sem hafa vinnustofu í Auðbrekkunni í Kópavogi og þar segir hún yfirleitt vera opið hús á aðventunni. „Maður finnur barn- ið í sjálfum sér með því að skapa, fara í skítagalla og mega þurrka allt í fötin!“ gun@frettabladid.is Þetta er hús sem höfðar til barnsins í sjálfri mér Listakonan Fríður Gestsdóttir keypti lítið hús á markaði hjá íbúum Sólheima í Grímsnesi. Þar með rætt- ist gamall draumur því hana langaði alltaf í dúkkuhús þegar hún var lítil en eignaðist það aldrei. „Ég féll alveg fyrir þessu húsi,“ segir Fríður Gestsdóttir listakona og bendir á að það líkist svolítið turninum á Sjómannaskólanum sem hún horfir á út um stofugluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan www.weber.is Tilboð á Weber Summit S650 Takmarkað magn- A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.