Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 36
16 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jahá! Á Ívar bara stefnumót aftur? Jepps, hann ætlar að reyna aftur. Gleymdi að bursta tennurnar! Jepp, aftur! Hvernig hefur Palli það í dag? Skellihönd- in virðist líta vel út, að minnsta kosti. Kaffi TRÚÐAR Ég sé bara barna- plástra hérna! Svampur, Prúðuleikararn- ir, Barbie og Smáfólkið? Eigum við ekki eitthvað aðeins þrosk- aðra? Í efstu hillu, hægra Ekki vissi ég að þeir gerðu Björgvins Halldórs-plástra. Ert þú trúður- inn sem kunnir ekki við réttinn „láttu kokkinn koma þér á óvart“? einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Í haust kemur út vegleg ferilsplata Bubba Morthens með 60 bestu lögunum frá glæsilegum 30 ára ferli. Þér býðst að velja lögin á plötuna! Þitt er valið! Veglegir vinningar fyrir heppna þátttakendur! Geislaplötur · Miðar á tónleika · Áritaður kassagítar. Kíktu á Vísi.is fyrir 13. september og veldu þau 10 lög sem þér finnst best. A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðriksdóttur Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. VERT er að benda á að ferð á Korputorg hefur vaxið mér gífurlega í augum enda finnst mér byggingin gríðarlega stór og einmanaleg. Ég er líka mun meira fyrir litla markaði enda hef ég sótt þá grimmt í sumar og gert góð kaup. Núna var ég hins vegar búin að sjá girnilegan stól auglýstan í ónefndri verslun á Korputorgi. EFTIR að hafa næstum villst við hringtorg í nánd við mannvirkið, eins og næsti bíll á undan mér sem týndist í breiðu af fölln- um lúpínum þar sem vegurinn endaði skyndilega, komst ég klakklaust á áfangastað. Lagt var við enda byggingarinn- ar og verslunarferðin hafin. Mest kom mér á óvart að þurfa alltaf að vera að fara inn og út úr byggingunni og aftur inn og aftur út. Þetta var alveg nýtt fyrir mér og nú skil ég vel þá hugmynd fólks að keyra á milli búða torgsins. STÓLLINN var skoðaður en reyndar ekki keyptur því litlu krúttlegu markaðirn- ir hafa brenglað verðskyn mitt verulega. Mér finnst eðlilegt að fallegur kjóll kosti fimm hundruð krónur og þykk haustpeysa þrjú hundruð. Það er því miður langt frá því að teljast eðlilegt. FERÐALAGIÐ frá enda til enda verslun- arkjarnans getur tekið talsverðan tíma og því ákvað vinkonan að kaupa sér pylsu til að verða ekki hungurmorða á leiðinni. Á meðan á neyslunni stóð voru fréttir vik- unnar ræddar. Reyndar bara ein frétt sem auðvitað var kirkjumálið. ÞEGAR talið barst að úrsögnum úr þjóð- kirkjunni fórum við að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að lifa á Íslandi án þess að þjóðkirkjan spilaði þar hlutverk. Skírn, ferming, gifting, útför og greftrun eru allt hlutir sem við tengdum við kirkj- una. Við komum okkur saman um að auð- velt væri að komast af án kirkjunnar í lif- anda lífi, en hvernig er það við andlátið? Fólk hvílir í svokölluðum kirkjugörðum. Finnst fólki sem ekki er í þjóðkirkjunni í lagi að vera grafið á þess háttar stað, þótt reyndar sé hægt að grafa menn í óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis? Eða tengist það kirkjunni aftur í dauðanum? Kannski er þetta þó bara spurning um nafn svæð- isins. Tengjast kirkjugarðar trú?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.