Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI31. ágúst 2010 — 203. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Skólar og námskeið veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ATVINNUREKSTUR Rekstur, stjórnun og markaðssetn- ing smáfyrirtækja – markviss leið er heiti á nýrri námsbraut sem kennd verður hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í vetur, ætluð meðal annars þeim sem eru í eða ætla út í atvinnurekstur. Nánari upplýsingar á endurmenntun.is. New York-maraþonið víðfræga verður hlaupið 7. nóvember næst-komandi og Kristján Ingi Gunn-arsson útvarpsmaður skráði sig til leiks fyrir tæplega ári, þá rúm 120 kíló. Hann setti sér það mark-mið að ná jafnmörgum kílóum af sér og maraþonið er langt, eða 42,2 kílóum og miðaði Kristján þá við sína mestu þyngd, 130 kíló. „Þegar ég skráði mig til leiks var ástand mitt skráð hættulegt offituástand, þar sem BMI-stuð-ullinn minn var 33 og ég þá 120 kíló. Besti vinur minn e log ik undirbúningnum og lífi Kristjáns verið fest á filmu.„Vinnuheitið á kvikmyndaverk-efninu er 42,2 kílómetrar/kíló og við erum ekki búnir að ákveða hvort þetta endi sem heimildar-mynd eða heimildarþættir. 42,2 mun fjalla um týpískan, allt of þungan, tveggja barna fjölskyldu-föður í V-hálsmálspeysu sem fer úr því að vera allt of þungur og í það að hlaupa maraþon. Það gerir hann með pabba sínum og bestvini sem i og nálgast því takmarkið. „Ég er 10 kílóum frá takmarkinu en ég hef enn þá tíu vikur til stefnu og tek þetta föstum tökum þar til að því kemur, æfi í crossfit fimm sinnum í viku, hleyp sjálfur, syndi og hjóla til og frá vinnu. Ég er með fullt af góðu fólki í kringum mig í þessu, næringarráðgjafa, þjálfara og fleiri og passa að borða hollt, án neinna öfga. Hermann Hannes Hermannsso Ú Gerir heimildarmynd um lífsstílsbreytingu Kristján Ingi Gunnarsson útvarpsmaður mun hlaupa maraþon í New York hinn 7. nóvember, samtals 42,2 kílómetra. Kristján setti sér það markmið að missa jafnmörg kíló og maraþonið er langt. Rúm 30 kíló eru farin hjá Kristjáni Inga Gunnarssyni, en takmarkið er að ná 42, 2 í heild. Kristján æfir meðal annars crossfit til að ná markmiði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum 299.900 kr Chester field 3+1 +1 Verð nú Borðsto fustólar í úrvali *takmarkað magn 5 ÁRA AFMÆLI 5 ÁRA GÖMUL VERÐDAGANA 1. - 8.SEPT bailine vaxtarmótun bailine · Hlíðarsmári 11, 201 Kópavogur · Sími 568 0510 · www.bailine.is Tímapantanir í síma 568 0510www.bailine.is skólar og námskeiðÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2010 Skemmtilegur ferðafélagi Nýtt myndband Hljómsveitin Steed Lord fékk góða aðstoð. fólk 26 Fagnar hverjum áratug Jóhannes Jónsson kaupmaður er sjötugur í dag og kveður Bónus. tímamót 6 og 14 HEILSA Kristján Ingi Gunnars- son útvarpsmaður hyggst hlaupa New York-maraþonið í byrjun nóvember. Hann hefur fest allan undirbúninginn og líf sitt um leið á filmu en hugmyndin með skrán- ingunni í hlaupið var að hann myndi léttast um jafnmörg kíló og hlaupið er langt, 42,2 km, á undirbúningstímabilinu. „Þegar ég skráði mig til leiks, fyrir tæpu ári, var ástand mitt skráð hættu- legt offituástand,“ segir Kristján Ingi. - jma / sjá allt Kvikmyndar maraþonþjálfun: Ætlar að léttast um 42,2 kíló 10 14 14 12 14 HLÝTT Í VEÐRI Í dag má búast við suðaustan 8-13 m/s og vætu með köflum sunnan- og vestanlands. Annars staðar verður hægari vindur og nokkuð bjart. VEÐUR 4 FÓLK Björk Guðmundsdóttir tók í gær við hinum virtu Polar- tónlistarverðlaunum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs. Athöfnin fór fram í Stokkhólmi. Polar-verðlaunin hafa stund- um verið nefnd Nóbelsverðlaun tónlistarinnar og í ár komu þau í hlut Bjarkar og ítalska tón- skáldsins Ennio Morricone. Verðlaunin voru stofnuð árið 1989 af Stikkan Anderson sem var meðal annars útgefandi sænsku diskósveitarinnar Abba. Á meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Paul McCartney, Sir Elton John, Pink Floyd, Peter Gabriel og B.B. King. Þegar tilkynnt var um verð- launahafana þetta árið fór dómnefndin fögrum orðum um Björk og kallaði hana óham- ið náttúruafl sem gerir hlut- ina eftir eigin lagi. Tónsmíðar hennar og textar séu afar per- sónulegir og útsetningar frum- legar. Hún hafi sett mark sitt á dægurtónlist og menningu sam- tímans. Polar-verðlaunin afhent í gær: Segja Björk vera eins og óhamið náttúruafl ORKUMÁL Hjörleifur B. Kvaran, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að með niður- skurðartillögum núverandi stjórn- ar þurfi að segja upp tugum eða hundruðum starfsmanna Orku- veitunnar. Lítið svigrúm sé til að spara í öðrum rekstrarkostnaði en launum. „Á sama tíma er búið að taka gríðarlega til í fyrirtækinu, eða allt frá hruni. Það er nánast búið að snúa öllu við og verið gengið mjög langt. Það er í raun ekkert eftir nema launin,“ segir Hjörleif- ur. Meðalkostnaður við hvern starfsmann Orkukveitunnar er sex og hálf milljón króna á ári þegar allt er talið. Hjörleifur segir að það hafi verið sitt mat og framkvæmda- stjóra innan Orkuveitunnar að þriggja ára áætlunin dygði til að sýna lánardrottnum að verið væri að taka til í rekstrinum. -shá / sjá síðu 4 Fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar segir uppsagnir einu leiðina til hagræðingar: Tugum eða hundruðum sagt upp BJÖRK OG KÓNGURINN Björk sagði það mikinn heiður að fá Polar-verðlaunin þegar hún tók við þeim úr hendi Karls Gústavs Svíakonungs við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gær. MYND/KARIN TÖRNBLOM FH vann í Frostaskjóli FH vann góðan og mikil- vægan sigur á KR í gær. sport 22 SJÁVARÚTVEGUR Starfshópur um end- urskoðun fiskveiðistjórnunarkerf- isins, að fulltrúum Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) und- anskildum, telur aðkallandi að skýrt ákvæði verði sett inn í stjórnarskrá um að auðlindir sjávar séu eign þjóðarinnar. Mælt er með því að sjávarútvegsráðherra komi erindi þessa efnis til nýskipaðrar nefndar sem nú undirbýr stjórnlagaþing. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kemur þetta fram í drög- um að niðurstöðum starfshópsins en hún skilar ráðherra skýrslu í lok vikunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag er litið til svokallaðr- ar samningaleiðar við úthlutun aflaheimilda í drögunum. Þýðing þessa er að gerðir verða samning- ar við útgerðir landsins um nýtingu þeirra aflaheimilda sem eru nú þegar í þeirra höndum. Með þessu telur starfshópurinn að formlega hafi verið tryggt að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu og eignaréttur- inn sé því skýr. Er því um innköll- un og endurúthlutun að ræða, ekki fyrningu aflaheimilda. Rætt er um að slíkir samningar yrðu gerðir til fimmtán til tuttugu ára. Útgerðarmenn telja eðlilegt að þeir séu gerðir til mun lengri tíma, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Höfundar samningaleiðarinn- ar, lögmennirnir Lúðvík Bergvins- son og Karl Axelsson, mæla með því í skýrslu sinni að aflaheimild- um verði skipt upp í potta. Annars vegar aflaheimildirnar, sem fara í stærri pottinn, og hins vegar pott fyrir byggðakvóta, strandveið- ar og fleira af félagslegum toga. Með þessari leið er mælt í drögun- um. Hvernig þessi skipting verður hlutfallslega á eftir að útfæra. Lúð- vík og Karl varpa fram hugmynd um að útgerðin fái 80 til 95 prósent í skýrslu sinni. Í drögunum er gert ráð fyrir að gerð verði úttekt á tengslum fyrir- tækja í sjávarútvegi með það fyrir augum að aflaheimildir safnist ekki á fárra manna hendur. Settar verði reglur um innbyrðis tengsl fyrirtækja. Framsal kvóta verður takmarkað og gerð krafa um að það verði gert á markaði. - shá LÍÚ telur nýtt ákvæði í stjórnarskrá óþarft Sáttanefnd um fiskveiðistjórnunarkerfið telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði bætt í stjórnarskrá. LÍÚ telur það óþarft.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.