Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 6
6 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.07.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is LÚXUS HUMMUS Á eldri umbúðum kom ekki fram að varan getur valdið ofnæmi hjá þeim sem ekki þola sesam. HEILBRIGÐISMÁL Lúxus hummus sem framleitt er af Yndisauka inniheldur efnið tahini. Á umbúð- um vörunnar kemur ekki fram að tahini er unnið úr sesamfræjum, en sesamfræ eru þekktur ofnæm- is- og óþolsvaldur. „Yndisauki hefur því í sam- starfi við matvælaeftirlit Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur ákveðið að endurbæta merking- ar vörunnar og verður vanmerkt vara ekki á markaði eftir 31. ágúst 2010,“ segir í tilkynningu Yndisauka. „Tekið skal fram að varan er skaðlaus öðrum en þeim sem hafa ofnæmi fyrir sesami og sesamafurðum.“ Lúxus hummus frá Yndisauka hefur verið til sölu víða á stórhöf- uðborgarsvæðinu. - óká Umbúðirnar endurbættar: Ekki varað við sesamafurð Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff ásamt Stefáni B. Sigurðssyni rektor og eiginkonu hans, frú Önnu Jóhannesdóttur. MYND/HÁSKÓLINN Á AKUREYRI SKÓLAMÁL Nýtt húsnæði Háskól- ans á Akureyri var vígt við hátíð- lega athöfn á Sólborg á laugar- daginn var. Viðstödd athöfnina voru forsetahjónin og flutti hr. Ólafur Ragnar Grímsson ávarp. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra ávarpaði einnig gesti. Eftir athöfnina var opið hús og heimsóttu á milli 700 og 800 manns Háskólann á Akureyri í tilefni dagsins. - rat Nýbygging vígð: Bætt aðstaða til náms við HA Innbrotsþjófur tekinn Innbrotsþjófur, karlmaður á þrítugs- aldri, var handtekinn í austurborginni um hádegisbil á föstudag. Á heimili hans fundust ýmsir stolnir munir, meðal annars fartölva sem hafði verið stolið í innbroti á öðrum stað í borginni deginum áður. LÖGREGLUMÁL Kannabis í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýl- ishúsi í Kópavogi á föstudag. Við húsleit fundust 85 kannabisplöntur. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu. SJÁVARÚTVEGUR Ágætur gangur hefur verið í síld- og makrílveið- um upp á síðkastið. Hins vegar veldur það skipunum erfiðleik- um við veiðarnar hversu mik- ill makríll veiðist með síldinni. Eins er farið að bera á kolmunna í veiðinni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir að hlutfall makríls í aflanum í einstökum hölum hafi verið frá tíu til 70 prósent. Veiði- svæðið er stórt og hafa skipin verið að veiðum í Síldarsmugunni og færeysku lögsögunni. Þá hefur afli fengist um 40 sjómílur frá Vopnafirði. - shá HB Grandi: Erfitt að sneiða hjá makrílnum LÖGREGLUMÁL Gaskútum var stolið á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Bæði var um að ræða gas- kúta sem voru teknir af fellihýs- um í Grafarvogi og Mosfellsbæ en einnig var gaskútum stolið í innbroti í vesturborginni. Búið er að endurheimta að hluta eða öllu leyti gaskútana sem voru teknir í vesturbænum og einnig gaskúta sem var stolið frá fyrirtæki á öðrum stað í borginni. Á síðast- nefnda staðnum sást til þjófanna en lögreglan fann fjóra gaskúta í bíl þeirra. - jss Fingralangir gasþjófar: Stálu gaskútum af fellihýsum VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Smáralind hagnaðist um 255 millj- ónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tap- aði félagið rúmum einum milljarði króna. Rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og gjöld nam 389 milljón- um króna, sem er um sjö milljónum krónum hærra en í fyrra. Tekjur og gjöld eru sambærileg og í fyrra og munar mestu um niðurfærslu á matsbreytingum fjárfestingareigna sem lituðu bækur félagsins í fyrra. Þá er gengismunur nú jákvæð- ur um tæpar 380 milljónir króna. Hann var neikvæður um 340 millj- ónir í fyrra. Heildareignir félagsins námu þrettán milljörðum króna í lok júní. Á móti námu skuldir ellefu milljörð- um króna. Þar af eru fimm millj- arðar króna á gjalddaga á næstu tveimur árum. Sjötíu prósent skulda félagsins er í íslenskum krónum og evrum en afgangurinn í Banda- ríkjadölum, pundum og japönskum jenum. Smáralind er í eigu Regins, dótt- urfélags Landsbankans. Verslun- armiðstöðin hefur verið til sölu frá apríllokum. - jab Smáralind skilar 255 milljóna króna hagnaði eftir taprekstur síðastliðin tvö ár: Hagnast á sterkara gengi krónu ÚR SMÁRALIND Smáralind er í eigu dótturfélags Landsbankans. Verslun- armiðstöðin hefur verið til sölu frá apríllokum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI „Það hefur verið ljóst að þetta gæti skeð,“ segir Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, sem í gær var vikið úr sæti stjórnarfor- manns Haga og tilkynnt að hann væri hættur afskiptum af félaginu. Réttur hans til að kaupa tíu pró- sent hlutafjár í Högum við sölu eða skráningu félagsins á markað var jafnframt felldur úr gildi. Kaup- réttur stjórnenda Haga féll um leið niður. Arion banki tók yfir 1998 ehf., móðurfélag Haga, í október í fyrra vegna þrjátíu milljarða króna skuld- ar félagsins við bankann. Jóhannes fær níutíu milljónir króna vegna uppgjörsins við Haga. Inni í upphæðinni eru samnings- bundin kaupréttarákvæði og bann við samkeppni við Haga í eitt og hálft ár. Það sama á við um fjöl- skyldu Jóhannesar. Samhliða þessu samdi Jóhann- es um kaup á sérverslunum Top Shop, Zara og All Saint og átta mat- vöruverslunum í Færeyjum fyrir 1.237 milljónir króna. Heimamenn í Færeyjum hafa átt helming á móti Högum í átján ár. Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að bankinn hafi ekki talið æskilegt að selja sérvöruversl- anirnar vegna tengsla milli eigenda umboðanna og fjölskyldu Jóhannes- ar. Á meðal annarra eigna sem hann kaupir er bíll sem hann hefur haft til umráða, íbúð á Akureyri og sumar- hús fyrir austan fjall. Áætlað verð- mæti eignanna þriggja eru fjörutíu milljónir króna, samkvæmt upplýs- ingum úr Arion banka. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir áhuga Jóhann- esar á að eignast hlut í Högum hafa staðið í mönnum. „Okkur fannst hreinlegra að hann færi út og væri í sömu aðstöðu og aðrir,“ segir hann. Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar, tekur við af Jóhannesi sem stjórnarformaður. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir að stjórnarseta Jóhannesar hafi tafið fyrir skráningu félagsins á markað. Fyrirhugað var að félagið færi á markað um mitt ár, en því var frestað. Höskuldur segir skráningar- ferli langt komið. „Þessir hlutir hafa tekið svolítinn tíma. Það er búið að losa um hluti og það gefur byr undir báða vængi,“ segir hann en stefnt er að því að skrá Haga fyrir áramót. Þegar Jóhannes er spurður hvort hann ætli þrátt fyrir þróun mála að halda til streitu þeirri ætlun sinni að kaupa hlut í Högum svarar hann: „Ég býst við því. Það þekkir félagið enginn betur en ég.“ jonab@frettabladid.is Jóhannes í Bónus rekinn úr Högum Jóhannes Jónsson í Bónus fær 90 milljónir króna fyrir að afsala sér rétt til kaupa á hlutabréfum í Högum og fyrir að fara ekki í samkeppni við félagið. Bankastjóri Arion banka segir Jóhannes hafa truflað skráningu félagsins á markað. FYRSTA VERSLUNIN Jóhannes Jónsson opnaði fyrstu Bónusverslunina í apríl í Skútu- vogi árið 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Hagar högnuðust um 44 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samkvæmt ársuppgjöri félagsins. Rekstrarár Haga stendur frá febrúar ár hvert. Tekjur Haga námu tæpum 683 milljörðum króna og var rekstrarhagnaður- inn fyrir afskriftir, gjöld og skatta, (EBTIDA) rétt rúmir fjórir milljarðar króna. Eignir félagsins námu í lok uppgjörsársins 24,5 milljörðum króna á móti 22 milljarða skuldum. Eigið fé nam rétt rúmum 2,5 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall félagsins 10,3 prósent. Hagar hagnast um 44 milljónir króna Hefur þú farið fram á launa- hækkun síðastliðin tvö ár? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt af Arion banka að reka Jóhannes Jónsson frá Högum? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.