Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 12
12 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu rík- issjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórn- in hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkis- stjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráð- herra frasann „að afla tekna með sértæk- um aðgerðum“. Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í rík- iskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokk- anna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnu- sköpunar og svo mætti áfram telja. . Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerð- ir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem vel- ferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnk- aði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerð- um og samtakamætti, og vissulega nokkr- um fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því – 20 árum síðar – að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðar- sýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erf- iðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild – í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stolt- inu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinn- ar samvinnu líkt og Framsóknarflokkur- inn hefur ítrekað lagt til? Oft var þörf en nú er nauðsyn Stjórnmál Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokks A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér! Sofandi að feigðarósi Í gær spurðist út að bæjarsjóður Reykjanesbæjar gæti ekki greitt erlent lán sem féll í gjalddaga um síðustu mánaðamót. Það hefur lengi verið vitað að bæjarsjóðurinn er í tómu tjóni og skuldar margfaldar árstekjur. Það vissu íbúar Reykjanesbæjar fyrir þremur mánuðum síðan þegar þeir gengu til kosninga. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hnusaði af málum sveitarfélagsins en greip ekki til aðgerða fyrir kosningar. Svo endurkusu Suðurnesjamenn meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins með glæsibrag og 58% atkvæða. Hlutabréfaeign Síðustu átta ár hallaði jafnt og þétt undan fæti hjá bæjarsjóði Reykja- nesbæjar. Bærinn var rekinn með tapi allan tímann. Bandaríkjaher fór af Vellinum en hann var langstærsti vinnuveitandinn á svæð- inu um áratugaskeið. Bæjarsjóður seldi allar sínar fasteignir, leikskóla, grunnskóla og bæjarskrif- stofur og keypti í staðinn hlutabréf í risastóru fasteignafélagi. Bær- inn leigir nú af þessu félagi húsin sem hann átti einu sinni. Skortur á álveri? Samt er svo að skilja á þeim sem stýrt hafa bæjarfélaginu undanfarin ár að slæm fjárhagsstaða sé aðallega því að kenna að ekki er búið að byggja álver í Helguvík. Þær skýringar eru auðvitað til marks um þann gríðarlega sköpunarkraft sem býr í sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum. peturg@frettabladid.isF réttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niður- stöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnun- arinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. Niðurstöðurnar koma á óvart, enda rifjar Helgi upp margvísleg- ar rannsóknir, sem hann hefur staðið fyrir og hafa ævinlega sýnt að almenningur á Íslandi telji dóma of væga. Það er sömuleið- is í samræmi við hina almennu umræðu í samfélaginu. Helgi telur mögulegt að þyng- ing refsinga, sem óumdeilanlega hefur átt sér stað á undanförnum árum, hafi farið framhjá fólki og jafnvel hafi verið gengið of langt í þeim efnum. Þetta er þó sennilega mismunandi eftir brotaflokkum. Enn er viðhorf margra að dómar í kynferðisbrotamálum, ekki sízt þar sem börn eru fórnarlömbin, séu of vægir. Helgi Gunnlaugsson telur að eftir að dómar í fíkniefnamálum voru þyngdir mjög fyrir nokkrum árum hafi dómar í annars konar brotamálum verið bornir saman við þá. Í málum þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi er sá sam- anburður enn mjög á einn veg; þar er úthlutað vægari dómum og refsiramminn sem Alþingi hefur ákveðið síður nýttur. Hitt er áreiðanlega rétt, að niðurstöður könnunarinnar kunna að benda til að í ýmsum málum séu dómstólar jafnvel farnir að kveða upp svo þunga dóma, að sé komið á skjön við réttarvitund almenn- ings. Full ástæða er til að skoða og ræða hvort svo sé. Helgi hvetur til þess að nefnd dómsmálaráðherra, sem á að skoða hvernig bregðast eigi við ástandinu í fangelsismálum, hafi niður- stöður könnunarinnar til hliðsjónar. Nú er svo komið, að menn sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar fyrir afbrot geta þurft að bíða mánuðum eða misserum saman eftir því að hefja afplánun. Á undan- förnum árum eru dæmi þess að menn hafa látizt áður en þeir voru boðaðir til afplánunar, eða þá að refsingin fyrndist. Slíkt ástand þýðir annars vegar að sumir taka aldrei út refsingu. Hins vegar jaðrar það við mannréttindabrot, því að í ýmsum tilvikum eru menn búnir að ná tökum á lífi sínu á ný á meðan þeir bíða afplánunar, jafn- vel komnir í vinnu og búnir að stofna fjölskyldu og heimili og eiga þá yfir höfði sér að fangelsisvist kippi aftur undan þeim fótunum. Lausnin á þessum vanda felst í tvennu; að bæta við fangelsum svo allir geti afplánað sem fyrst, og að breyta því hvernig menn taka út sína refsingu. Mörg nágrannalönd okkar hafa aukið heim- ildir dómstóla til að dæma menn til samfélagsþjónustu, með góðum árangri. Full ástæða er til að skoða leiðir af því tagi, með það að markmiði að menn taki út sína refsingu en hún stuðli jafnframt að því að þeir verði nýtir þjóðfélagsþegnar. Líkast til er vaxandi stuðningur meðal almennings við slíkar lausnir. Eru refsidómar aftur komnir á skjön við réttarvitund almennings? Glæpur og refsing Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.