Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 22
 31. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Í Slippsalnum við Reykjavík- urhöfn býður Ásta Kristrún Ragnarsdóttir upp á námskeið og iðjuvænan búnað við far- tölvunotkun og bókalestur. Námsráðgjafinn Ásta Kristrún Ragnarsdóttir hjá NemaForum býður upp á náms- og lestraraðferð- arnámskeið fyrir börn og fullorðna. Hún er með aðsetur í menningar- húsinu Slippsalnum við Reykja- víkurhöfn sem hún og eiginmaður hennar, Valgeir Guðjónsson, opn- uðu í sumar. „Ég býð annars vegar upp á nám- skeið í námstækni og hins vegar áhugasviðsgreiningu. Fyrra nám- skeiðið þjálfar markvissar lestrar- aðferðir sem byggja á kerfi sem ég hef þróað og unnið með um margra ára skeið en hið síðara byggir á NEMAcode-áhugasviðsgreiningu sem gefur skýra mynd af því hvaða námsleiðir og starfssvið eru vænleg fyrir hvern og einn.“ Í fyrra fékk Ásta Kristrún styrk frá Reykja- víkurborg til að búa til sérstakan pakka fyrir foreldra og börn. „Ég fékk síðan til mín foreldra og nem- endur allt frá áttunda bekk og upp í fyrstu ár menntaskóla. Foreldrarn- ir lærðu aðferðir til að hjálpa börn- um sínum við námið og mörgum kom það á óvart að þeir höfðu sjálf- ir aldrei lært almennilega að læra þó að þeir væru jafnvel með tvöfalt háskólapróf,“ segir Ásta Kristrún sem verður með sams konar nám- skeið í haust. Ásta Kristrún býður upp á nám- skeið fyrir fólk á öllum skólastigum og tekur mið af námsefninu á hverju stigi fyrir sig. Hún er bæði með hópa og einstakstaklinsnámskeið. „Ef fólk nær tökum á því sem ég er að segja ætti það að vera synt eftir það.“ Ásta Kristrún leggur upp úr því að hafa námskeiðin gagnvirk og byggir þau á spurningum og svör- um, ráðgjöf og skemmtun. Samhliða námskeiðshaldi hefur Ásta Kristrún hannað iðjuvænan búnað við fartölvunotkun og bóka- lestur sem er ætlað að stuðla að bættri heilsu. Má þar nefna bóka- standa og tölvubretti. Brettin eru hallandi til þess að lágmarka álag á fingur, úlnliði, bak og axlir. Þau greiða fyrir kælingu tölvunnar og verja líkamann fyrir hita frá henni ásamt því að draga stórlega úr raf- segulmengun. Í Slippsalnum verður ýmiss konar starfsemi í vetur en hann er ýmist hugsaður sem netkaffi og vettvang- ur fyrir hvers kyns menningarvið- burði og námskeið. „Við ætlum að bjóða upp á tónleika, leiksýningar, upplestra og fleiri viðburði í heim- ilislegu kaffihúsaumhverfi.“ Ásta segir staðinn gefa alls kyns mögu- leika. „Í vetur langar mig til dæmis að vera með hvataferðir fyrir skólabekki og bjóða upp á söng, spil og aðra innihaldsríka skemmtun. Nánari upp- lýsingar er að finna á www.nemafor- um.com. - ve Námsaðferðir og heilsa Tölvubrettin, sem Ásta Kristrún hannaði í samvinnu við Múlalund í fyrra, draga meðal annars úr áhrifum rafsegul- mengunar frá þráðlausri nettengingu á líkamann. Ásta Kristrún hefur útbúið sérstakan sýningarglugga í Slipphúsinu þar sem vörurnar hennar og upplýsingar um námskeiðin er að finna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Aðsóknin á námskeiðin er virki- lega góð. Við finnum fyrir því að hjól atvinnulífsins eru aftur farin að snúast,“ segir Guðrún Högna- dóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans við Háskólann í Reykja- vík. Á kennsluskrá Opna háskól- ans er að finna um 200 námskeið. Nokkur þeirra eru ný af nálinni, meðal annars PDM-nám, stjórnun- arnám fyrir millistjórnendur fyr- irtækja. „Þetta námskeið er að erlendri fyrirmynd og gengur út á að efla stjórnendur í að takast á við þær daglegu áskoranir sem þeir standa frammi fyrir í dag,“ útskýrir Guð- rún. „Við notum bæði okkar sér- fræðinga hér við HR og svo erum við að kalla til stjórnendur úr ís- lensku efnahagslífi til að halda fyrirlestra.“ Annað nýtt nám sem boðið er upp á í vetur er nám í faglegri fjölmiðl- un. Guðrún segir það hagnýtt nám sem byggist að hluta til upp á kenn- ingum en einnig komi tveir þunga- vigtarmenn úr fjölmiðlaheimin- um að námskeiðinu, þeir Þórhallur Gunnarsson og Ólafur Stephensen. Námskeið í flutningafræðum er einnig nýtt en Guðrún segir legu Íslands heppilega með tilliti til þess að nýjar siglingaleiðir séu að opnast frá Kína og Rússlandi yfir til Evr- ópu og Bandaríkjanna. „Norðurpóllinn er smám saman að bráðna. Flutningsaðilar koma því við hjá okkur og við erum að þjálfa upp öflugt lið í þeim fræðum.“ - rat Hjólin snúast á ný Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans við HR, segir að skráning- um hafi fjölgað mikið á námskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● SKÖPUNARGLEÐIN LEYST ÚR LÆÐINGI „Þetta kom nú til af því að á sínum tíma að ég heyrði marga spyrja um námskeið fyrir full- orðna, þannig að ég ákvað að prófa að halda eitt og móttökurn- ar voru svo glimrandi góðar að ég hef haldið þessu áfram,“ segir leikkonan og leiklistarkennarinn Ólöf Sverrisdóttir, um tilurð leik- listarnámskeiðs fyrir fullorðna sem hún hefur staðið fyrir síðast- liðin þrjú ár. Vegna góðrar þátt- töku um árin hefur Ólöf ákveð- ið að breyta út af vana í vetur með því að lengja námskeiðið úr fimm í tíu vikur og fær Ólaf Guð- mundssson leikara til að kenna með sér. „Við ætlum eftir sem áður að leggja áherslu á léttar og skemmtilegar æfingar meðal annars til að ýta undir sköpunar- gleði og tjáningu. Að þessu sinni setja þátttakendur upp leiksýn- ingu í lokin þar sem vinum og vandamönnum gefst færi á að sjá afrakstur af starfi vetrarins.“Ólöf veitir upplýsingar í síma 8458858.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.