Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 24
 31. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Kórskóli Langholtskirkju er að hefja sitt tuttug- asta starfsár en skólinn er rekinn af Langholts- söfnuði. Starf kórskólans skiptist í þrjár deildir fyrir aldurshópinn fjögurra til fjórtán ára. „Kórskólinn er mikil tónlistarleg uppeldis- stöð,“ segir Jón Stefánsson, kantor Langholts- kirkju, en hann og eiginkona hans, Ólöf Kol- brún Harðardóttir óperusöngkona eru stofnend- ur skólans. Að jafnaði eru um 120 börn skráð í Kórskól- ann en skólinn er fyrir þrjá aldursflokka, þar sem börnin byrja í Krúttakórnum 4-7 ára gömul en eftir það tekur við Kór Kórskólans upp í 10 ára og loks er það Graduale Futuri frá 10-14 ára. „Hjá yngsta aldurshópnum miðum við að því að virkja sönggleðina og einbeitinguna en þegar þau eru sjö ára er námið sniðið eins og forskóla- deild tónlistarskólanna. Tíu ára gömul fara þau upp í Graduale Futuri.“ Allir kórarnir æfa á sama tíma og byrjað er með samsöng þar sem hóparnir þrír byrja með góðri upphitun og stóru krakkarnir leiðbeina yngstu börnunum, eru svokallaðar verndarengl- ar þeirra og sýna þeim hvar röddin þeirra er og syngja með þeim. Nám í kórskólanum er tvær annir og báðum önnum lýkur með tónleikum. Tuttugasta starfsár Kórskóla Nám í skapandi ljósmyndun við Ljósmyndaskólann hlaut nýverið lánshæfi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Það er nýjung á Ís- landi. Ljósmyndaskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1997 og hét áður Ljósmyndaskóli Sissu. Hann býður upp á tveggja og hálfs árs nám sem skiptist í undirstöðu- atriði ljósmyndunar og stafræna ljósmyndun og myndvinnslu um leið og kafað er dýpra í sköpunar- ferli og tækni. Síðasta hálfa árið vinna nemendur að eigin verkefni undir handleiðslu kennara. Meðal kennara og fyrirlesara við skólann eru margir af helstu ljósmyndurum, listamönnum og hönnuðum landsins. Má meðal annarra nefna Áslaugu Snorra- dóttur, Einar Fal Ingólfsson, Golla, Pál Stefánsson, Carl Peterson, Sig- urgeir Sigurjónsson, Spessa, Rax og Ara Magg. Frekari upplýsing- ar er að finna á www.ljosmynda- skolinn.is. Lánshæft nám í ljósmyndun Mynd eftir Ásdísi Ólafsdóttur, nemanda á 1. ári við Ljósmyndaskólann. ● NÝTT HAGNÝTT NÁM Endurmenntun Háskóla Ís- lands býður upp á nýja hagnýta námsbraut í nóv- ember. Hún nefn- ist Rekstur, stjórnun og markaðssetn- ing smáfyrirtækja – markviss leið, og er ætluð öllum sem hafa áhuga á at- vinnurekstri eða eru þegar í rekstri smáfyrirtækja. Námið er öllum opið og er án inntökuskilyrða. Umsóknarfrestur er til 18. október 2010 en nánari upplýs- inga er að leita á www.endur- menntun.is Börn sem numið hafa í Kórskóla Langholtskirkju eru orðin yfir 2.200 talsins. ● MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI Sören Breiting frá Danska menntavísinda- sviðinu mun halda fyr- irlesturinn Menntun til sjálfbærni – ánægja og vellíðan barna, fimmtu- daginn 2. septemb- er. Þar fjallar hann um hvernig samþætta megi menntun til sjálf- bærrar þróunar í náms- skrána án þess að börn- in fyllist sektarkennd og angist, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. Fyrirlesturinn hefst klukkan 14 í Bratta, húsnæði Háskóla Ís- lands við Stakkahlíð, gengið inn frá Háteigs- vegi. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2. Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja. Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.