Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 30
18 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Slef, slef. Nei, ekki þetta Nonni!!! Þetta var akkúrat það sem ég þurfti! Góðan daginn! Þetta mun síðan redda restinni. Hæ Palli, hvernig hef- urðu það? Því miður get ég ekki upplýst það við fólk sem sýnir ekki nærgætni. Baráttan um smá samskipti herðist enn frekar... Jæja, við sjáum til með það! Kakan hans Hannesar er stærri en mín! Nei, þið eruð með nákvæmlega jafn stóra kökusneið. Hans er með meira af sælgæti! Aftur rangt, þær eru með jafn mikið af sætindum. Kakan hans Hannesar er að herma eftir minni! Úfff... SKELLUR! SKELLUR! Kynntu þér rótsterkt og ilmandi leikár Skoðaðu nýja Borgarleikhúsblaði ð á borgarleikhús.is eða pantaðu eintak á dreifing@posthusid.is. Skelltu þér á áskriftarkort! Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning TAKIÐ EFTIR! Lestu Fréttablaðið mjög vel. Þú gætir unnið ferðir til útlanda! Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálf- ur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæj- aralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpun- um, við stórt stöðuvatn, horfandi á segl- báta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. SJÁLF get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sex- tug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfir- leitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðar- leysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stund- um endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar“ – þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni – eru sam- kvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er,“ segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. Já, já, öllu má nú nafn gefa. Líka leti og metnaðarleysi sem er sem sagt orðið að því að vera „þroskuð sál“ í þessum skrif- uðu línum. En þetta truflar mig bara svo- lítið með tilganginn. Er hann sá að skila sjálfum sér í æðislega höfn? Eða langar mann kannski frekar að kjafta við fólkið í bátnum á leiðinni? Maraþonhlaupararn- ir, þeir fremstu, þeir hafa ekki tíma fyrir neitt nema stöku vatnssopa. Það er nú varla stuð hjá þeim. Þessir sem lalla geta gert svo margt sem maraþonhlauparinn hefur ekki tíma fyrir. Þeir geta borðað bland í poka á leið- inni, tínt blóm, lesið upp úr brandarabók- inni „1000 brandarar“ og skoðað inn um gluggana í húsunum við veginn. Um leið er líka auðveldara að bjarga kisum úr trjám. TIL er hópur fólks sem segir öðru fólki, á námskeiðum, að lífið krefjist þess að maður finni leiðtogann í sjálfum sér, vinni eftir markmiðum og uppskeri „bón- usa“. „Tíminn er peningar – lífið er það sem þú gerir úr því.“ Það er jafnvel herj- að á „litlu leiðtogana“ sem foreldrum er sagt að rækta í eigin börnum. Er ekki einhver til í að taka þessi sjálfselskandi námskeið og skipta þeim út fyrir eitthvað tjillaðra þema? Útrásin búin og svona. „Elskið friðinn og strjúkið friðinn.“ Það væri námskeið að mínu skapi. Réttlæting letiblóðs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.