Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.08.2010, Blaðsíða 34
22 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Selfossvöllur, áhorf.: 933 Selfoss Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 11-14 (5-7) Varin skot: Jóhann 4 - Kjartan 2 Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-13 Rangstöður: 1-4 VALUR 4–3–3 Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Atli Sv. Þórarinss. 8* Greg Ross 7 Martin Pedersen 6 Haukur P. Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 Rúnar Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Jón Vilhelm Ákason 7 Arnar Sv. Geirsson 7 (64. Guðm. Hafst. 6) *Maður leiksins SELFOSS 4–5–1 Jóhann Sigurðsson 4 Stefán Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 3 Agnar B. Magnússon 5 Andri Fr. Björnsson 4 Martin Dohlsten 7 (38. Viðar Kjartans. 6) Einar Ottó Antonsson 6 (83. Ingi Ingibergs. -) Jean YaoYao 6 Sævar Þór Gíslason 7 Guessan Bi Herve 4 (64. Ingþór Guðm. 6) Viktor U. Illugason 7 0-1 Jón Vilhelm Ákason (18.) 0-2 Arnar Sveinn Geirsson (32.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (víti, 65.) 1-3 Guðmundur St. Hafsteinsson (68.) 2-3 Sævar Þór Gíslason (83.) 2-3 Gunnar Jarl Jónsson (7) KR 0-1 FH 0-1 Atli Viðar Björnsson (25.). KR-völlurinn, áhorfendur: 3.333 Dómari: Magnús Þórisson (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 21-10 (8-2) Varin skot: Lars 1 – Gunnleifur 8 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-11 Rangstöður: 0-4 KR 4–3–3 Lars Ivar Moldsked 6, Skúli Jón Friðgeirs- son 6, Mark Rutgers 7, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6, Guðmundur Reynir Gunnarsson 7, Baldur Sigurðs- son 6, Egill Jónsson 7 (86., Björgólfur Takefusa -), Viktor Bjarki Arnarsson 7, Dofri Snorrason 4, (70., Gunnar Örn Jónsson 4), Óskar Örn Hauksson 6, Guðjón Baldvinsson 4. FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 9*, Pétur Viðarsson 6, Freyr Bjarnason 7, Tommy Nielsen 8, Hjörtur Logi Valgarðsson 7, Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son 7, Gunnar Már Guðmundsson 5, (65., Torger Motland 4), Bjarki Gunnlaugsson 4, (55., Hákon Atli Hallfreðsson 4), Matthías Vilhjálmsson 5, Atli Guðnason 6, Atli Viðar Björnsson 6. Pepsi-deild karla: STAÐAN: ÍBV 18 11 3 4 29-18 36 Breiðablik 18 10 4 4 40-22 34 FH 18 9 5 4 34-26 32 KR 18 9 4 5 34-21 31 Fram 18 7 5 6 29-28 26 Valur 18 6 7 5 26-32 26 Stjarnan 18 6 6 6 36-31 24 Keflavík 18 6 6 6 19-23 24 Grindavík 18 5 4 9 22-28 19 Fylkir 18 5 3 10 31-38 18 Selfoss 18 4 2 12 26-42 14 Haukar 18 2 7 9 24-39 13 STAÐAN > Eiður til Stoke í dag? Í dag er síðasti dagur félagaskiptagluggans og Eiður Smári Guðjohnsen er samkvæmt fréttum í gær á leiðinni til Stoke. The Sentinel sagði í gær að Monaco og Stoke myndu skipta launagreiðslum Eiðs, um 75 þúsund pundum á viku, á milli sín. Eiður hefur verið orðaður við fjölda félaga, flest þeirra á Eng- landi, til að mynda Fulham og Birmingham auk Tottenham þar sem hann var í láni á síðasta tímabili. FÓTBOLTI FH væri líklega til í að spila alla sína leiki á KR-vellin- um í Vesturbæ því þar vinnur FH alltaf. Sjöundi sigurleikurinn í röð í Frostaskjólinu leit dagsins ljós í gær er Atli Viðar Björnsson tryggði FH 0-1 sigur. FH átti undir högg að sækja allan leikinn en það er einkenni meistaraliða að vinna leiki sem það er lakari aðilinn í. Það gerði skynsamt FH-lið í gær. „Þessi sigur var ljúfur og lífs- nauðsynlegur fyrir framhaldið í deildinni. Ef við hefðum tapað eða gert jafntefli þá hefðum við verið úr baráttunni. Nú er aftur á móti allt önnur staða komin upp,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Heimir Guðjónsson, en FH var að leggja KR af velli í þriðja sinn í sumar. Leikurinn var skemmtileg- ur á að horfa. Bæði lið reyndu að sækja strax frá byrjun en KR tók fljótt völdin í leiknum. Guðmundur Reynir Gunnarsson var síógnandi með hlaupum sínum upp kantinn en flestar sóknir KR strönduðu á hinum sterku miðvörðum FH- liðsins, Tommy Nielsen og Frey Bjarnasyni, sem stigu ekki feil- spor. Það var nokkuð gegn gangi leiks- ins að FH tæki forystuna í leikn- um. Nafnarnir Atli Viðar og Atli Guðnason spiluðu sig þá laglega í gegnum vörn KR-liðsins og Atli Viðar afgreiddi færið af stakri fag- mennsku. KR-ingar áttu þó nokkuð af hættulegum skotum utan teigs en það var alveg sama hvað þeir buðu upp á. Gunnleifur varði allt í mark- inu og átti frábæran leik. Hann varði meira að segja liggjandi úr dauðafærum og það átti ekki fyrir KR að liggja að skora í þess- um leik. FH var fjarri sínu besta í gær og ekki oft sem maður sér liðið liggja svona aftarlega. Vörn- in og markvarslan var til sóma og það skilaði sigrinum. „Við spiluðum í sjálfu sér ekki vel í þessum leik en skipulagið hélt hjá okkur. Tommy og Freyr voru góðir, Hjörtur sterkur og Ásgeir öflugur eftir að hann kom í bak- vörðinn fyrir Pétur. Gunnleifur var síðan frábær í markinu. Hann sýndi það í þessum leik að hann er besti markvörður Íslands,“ sagði Heimir en af hverju gengur FH svona vel með KR? „Ég veit það ekki. Þú verður eiginlega að spyrja einhvern KR-ing að því.“ KR var að tapa sínum fyrsta leik í deildinni undir stjórn Rún- ars Kristinssonar og hann var að vonum svekktur með úrslitin þó svo hann hefði verið sáttur við drengina sína. „Mér fannst við spila vel og ég er ánægður með strákana. Þetta var að mínu mati einn okkar besti leikur í sumar en úrslitin mikil vonbrigði. Við eigum mikið af hornspyrnum og skotum en náum ekki að nýta það,“ sagði Rúnar sem hefði að ósekju mátt breyta fyrr hjá sér. Dofri var duglegur en lítið kom út úr hans leik. Einnig kom lítið út úr Guðjóni í framlínunni en hann komst ekki í takt við leik- inn enda í gjörgæslu hjá Tommy og Frey. „Við náðum ekki að opna vörnina þeirra nægilega vel og þegar það gerðist þá klikkaði úrslitasend- ing. Við hefðum samt getað skor- að í dag. Ballið er ekki búið.“ henry@frettabladid.is Meistararnir neita að gefast upp Íslandsmeistarar FH eru enn með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á KR í Vesturbæn- um í gær. Frábær markvarsla og sterkur varnarleikur skóp sigur FH-inga í gær. Á FLUGI Gunnleifur hendir sér á boltann þegar aðgangsharðir KR-ingar sækja að marki. Guðjón Baldvinsson og Smalinn, Baldur Sigurðsson, eru hér aðgangsharðir við mark FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Valsmenn gerðu góða ferð á Selfoss í gær og náðu í þrjú verðskuld- uð stig. Í fyrri hálfleik fóru þeir hreinlega á kostum og refsuðu varnar- mönnum Selfyssinga fyrir að sofa á verðinum með því að skora tvívegis. Selfyssingar náðu að minnka muninn úr vítaspyrnu en Vals- menn voru ekki lengi að svara eftir slæm markmannsmistök. Aftur minnkuðu heimamenn muninn og hleyptu spennu í lokamínúturnar. Með smá heppni hefðu þeir getað nælt sér í stig en sigur Valsmanna var sanngjarn enda stjórn- uðu þeir ferðinni langstærstan hluta leiksins. „Eigum við ekki að segja að við höfum bara ákveðið að gefa áhorfendum smá spennu,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, glettinn eftir leik. „Mér fannst það mjög klaufalegt hjá okkur að hleypa þeim inn í leikinn með því að gefa þeim mark en við fengum þrjú stig og þá er mér alveg sama.“ Mikil neikvæð umræða hefur verið kringum Valsliðið að und- anförnu. „Eftir það sem á undan hafði gengið var gríðarlega mikilvægt fyrir alla hjá Val að vinna, bæði fyrir Gulla (Gunnlaug Jónsson), okkur og félagið í heild. Það er gott að fara í tveggja vikna frí með sigur á bakinu,“ sagði Arnar. „Við sýndum það ágætlega úti á vellinum að við stöndum allir saman. Það var sama hvað gekk á. Við fengum tvisvar á okkur mark og svo mikla pressu. Við stóðumst hana og það bara sýnir karakterinn í þessu liði að það var enginn að fara að gefast upp.“ Arnar Sveinn segir að það sé nóg eftir af mótinu til að gera ágætis hluti. „Það hefur mikil óvissa verið í gangi og erfitt að láta það ekki hafa áhrif á sig. Það er erfitt að sitja inni í klefa og vita ekki hver verður þjálfarinn manns á morgun. En það er sem betur fer allt komið á hreint núna og við erum hrika- lega ánægðir með það. Við erum ánægðir með Gulla og ætlum að klára tímabilið með stæl,“ sagði Arnar. ARNAR SVEINN GEIRSSON: SEGIR LEIKMENN VALS STANDA MEÐ GUNNLAUGI JÓNSSYNI ÞJÁLFARA Erfitt að vita ekki hver verður þjálfari á morgun FÓTBOLTI Ingvar Kale hefur verið valinn í íslenska landsliðshóp- inn fyrir leikina gegn Noregi og Danmörku í undankeppni EM 2012. Ingvar er kallaður inn sem aukamaður en fyrir í hópnum eru markmennirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Árni Gautur Ara- son. Ingvar hefur staðið vaktina vel í marki Breiðabliks í sumar en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í A-landsliðið. - hþh Íslenska landsliðið: Ingvar Kale í landsliðshópinn ÖFLUGUR Ingvar hlýtur umbun erfiðisins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MARKAHÆSTIR: Lið Mörk Alfreð Finnbogason Breiðablik 12 Atli Viðar Björnsson FH 11 Halldór Orri Björnsson Stjarnan 11 Gilles Daniel Mbang Ondo Grindavík 10 Kristinn Steindórsson Breiðablik 10 FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag skrifa undir fjögurra ára samning við þýska úrvals- deildarfélagið Hoffenheim. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn Reading sem trúa því ekki að félagið skuli hafa samþykkt tilboð í sinn besta mann. Gylfi fór í læknisskoðun í gær og fær allar niðurstöður hennar í dag. Í framhaldinu verð- ur gengið frá stórum samningi þar sem Gylfi fær verulega kauphækkun frá samningi sínum hjá Reading. Hoffenheim var í fimmtu deild í Þýskalandi árið 2000 en komst árið 2008 upp í efstu deild. Milljarðamæringurinn Dietmar Hopp er ein aðalástæða þess. Félagið spilar á rúmlega 30 þúsund manna velli og er sem stendur við topp deildarinnar. Það lenti í ellefta sæti hennar í fyrra eftir frábært gengi fyrir áramót. Gylfi kostar Hoffenheim yfir sex milljónir punda. Það eru yfir 1.100 milljónir íslenskra króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti Íslendingurinn en Barcelona borgaði Chelsea 8,2 milljónir punda fyrir Eið Smára Guðjohn- sen árið 2006. Af þessum rúmu sex milljónum punda græð- ir Breiðablik mikið en hann var hjá félaginu í tvö ár og spilaði aldrei aðalliðsleik fyrir það. Gylfi var aðeins fimmtán ára þegar hann fór út. Félagið gerði samning við Reading um að fá tíu prósent kaupverðsins á Gylfa og því fá Blikar um 120 milljónir íslenskra króna, auk ríflega tíu milljón króna í uppeldisbætur. Auk þess mun FH fá nokkrar milljónir fyrir Gylfa í samstöðubætur sem það deilir með Blik- um og Reading. Uppeldisbæturnar sem deilast á milli félaganna eru fimm prósent kaupverðs- ins. Gylfi kemur beint heim eftir undirrit- un samningsins og fer á landsliðsæfingu hjá Íslandi. - hþh Gylfi Þór Sigurðsson fer frá Reading til Hoffenheim fyrir sex milljónir punda eða rúmlega 1.100 milljónir: Breiðablik fær yfir 130 milljónir fyrir Gylfa MAGNAÐUR Gylfi hefur þegar sannað sig á Englandi, næst er það Þýskaland. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.